Veðurhamfarir brátt daglegt brauð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. nóvember 2013 19:59 Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar. Sameinuðu Þjóðirnar funda nú um málið en íslenskur vísindamaður kallar eftir samstilltu átaki allra jarðarbúa. Frá því að breskir verkamenn skófluðu fyrst kolum í gufuvél James Watt síðla á átjándu öld hefur mannkyn haft veruleg áhrif á loftslag jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda í mun að bylta sjálfu loftslagi plánetunnar. Notkun jarðefnaeldsneyta hefur þúsundfaldast frá iðnbyltingu og það með tilheyrandi losun koltvísýrings. Viðkvæmt jafnvægi andrúmsloftsins og veðrakerfa er að raskast. Styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu hefur ekki verið meiri í um fjögur hundruð þúsund ár. Þegar veðrakerfi eru annars vegar má búast við meiri öfgum. Haiyan, fellibylurinn mikli sem lagði hluta Filippseyja í rúst á dögunum, er dæmi um þetta. Síkur veðurofsi er nánast án fordæma. Hinum megin á jarðkringlunni, í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, þurrkuðust heilu íbúðahverfin út þegar skýstrókar gengu fyir Illinois og Kentucky í nótt. Slík fyrirbæri eiga ekki að myndast á þessum tíma árs.Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar.MYND/AFP„Svona skrýtnar uppákomur, ýmist varðandi tíma eða á ólíklegustu stöðum, verða algengari og ofsafengnari,“ segir Ari Trausti, jarðfræðingur. Árlegur fundur Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar stendur nú yfir og það í skugga hamfaranna á Filippseyjum og í Bandaríkjunum. Fundarhöldin eru liður í langtímaáætlun alþjóðasamfélagsins um að stemma stigum við losun gróðurhúsalofttengunda. Stefnt er á undirritun nýs samkomulags árið 2015. Lítið er hægt að segja um árangur, þvert á móti hefur ráðstefnan varpað ljósi á mikla sundrung meðal þróunarríkja og iðnríkja þegar loftslagsbreytingar eru annars vegar. Markmið fundarhaldanna er þó metnaðarfullt, þörf er á samstilltu átaki allra jarðarbúa. „Næstu tveir eða þrír áratugir verða mjög merkilegar hvað þetta varðar og svona atburðir, eins og á Filippseyjum og í Bandaríkjunum, kalla sannarlega á aðgerðir.“ Afkomendur okkar munu fyrir þessum breytingum. Úrkoma kemur til með aukast mikið á Íslandi með bráðnun jökla, það hækkar í sjónum og stormar verða algengari. „Árið 2012 var mengaðasta ár mannkynssögunnar eftir að mælingar hófust. Þegar allt kemur til alls þá engin ástæða til að beygja af en það er heldur engin ástæða til að vera bjartsýnn, nema að þjóðir heims, fólk, ríkisstjórnir og fyrirtæki fari virkilega að sinna þessum málum umfram það sem vísindamenn gera,“ segir Ari. Loftslagsmál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar. Sameinuðu Þjóðirnar funda nú um málið en íslenskur vísindamaður kallar eftir samstilltu átaki allra jarðarbúa. Frá því að breskir verkamenn skófluðu fyrst kolum í gufuvél James Watt síðla á átjándu öld hefur mannkyn haft veruleg áhrif á loftslag jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda í mun að bylta sjálfu loftslagi plánetunnar. Notkun jarðefnaeldsneyta hefur þúsundfaldast frá iðnbyltingu og það með tilheyrandi losun koltvísýrings. Viðkvæmt jafnvægi andrúmsloftsins og veðrakerfa er að raskast. Styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu hefur ekki verið meiri í um fjögur hundruð þúsund ár. Þegar veðrakerfi eru annars vegar má búast við meiri öfgum. Haiyan, fellibylurinn mikli sem lagði hluta Filippseyja í rúst á dögunum, er dæmi um þetta. Síkur veðurofsi er nánast án fordæma. Hinum megin á jarðkringlunni, í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, þurrkuðust heilu íbúðahverfin út þegar skýstrókar gengu fyir Illinois og Kentucky í nótt. Slík fyrirbæri eiga ekki að myndast á þessum tíma árs.Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar.MYND/AFP„Svona skrýtnar uppákomur, ýmist varðandi tíma eða á ólíklegustu stöðum, verða algengari og ofsafengnari,“ segir Ari Trausti, jarðfræðingur. Árlegur fundur Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar stendur nú yfir og það í skugga hamfaranna á Filippseyjum og í Bandaríkjunum. Fundarhöldin eru liður í langtímaáætlun alþjóðasamfélagsins um að stemma stigum við losun gróðurhúsalofttengunda. Stefnt er á undirritun nýs samkomulags árið 2015. Lítið er hægt að segja um árangur, þvert á móti hefur ráðstefnan varpað ljósi á mikla sundrung meðal þróunarríkja og iðnríkja þegar loftslagsbreytingar eru annars vegar. Markmið fundarhaldanna er þó metnaðarfullt, þörf er á samstilltu átaki allra jarðarbúa. „Næstu tveir eða þrír áratugir verða mjög merkilegar hvað þetta varðar og svona atburðir, eins og á Filippseyjum og í Bandaríkjunum, kalla sannarlega á aðgerðir.“ Afkomendur okkar munu fyrir þessum breytingum. Úrkoma kemur til með aukast mikið á Íslandi með bráðnun jökla, það hækkar í sjónum og stormar verða algengari. „Árið 2012 var mengaðasta ár mannkynssögunnar eftir að mælingar hófust. Þegar allt kemur til alls þá engin ástæða til að beygja af en það er heldur engin ástæða til að vera bjartsýnn, nema að þjóðir heims, fólk, ríkisstjórnir og fyrirtæki fari virkilega að sinna þessum málum umfram það sem vísindamenn gera,“ segir Ari.
Loftslagsmál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira