Tekur 2-3 vikur að læra að hakka sig inn á svona síður Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 16:47 „Einstaklingur sem er allt í lagi á tölvur myndi bara þurfa svona 2-3 vikur til að tileinka sér þá þekkingu sem þarf til að gera svona áras,“ segir Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og meðstofnandi Syndis sem er tölvuöryggisfyrirtæki. Hann segir að ekki þurfi mikla tæknilega þekkingu til að gera þetta. „Það eru alls konar ástæður fyrir því af hverju hakk á sér stað, oftast fellur hakk í einn af þremur flokkum. Í fyrsta lagi þá sem eru bara að fikta og gera þetta til að sýna mátt sinn og megin. Ekkert bendir til annars en að árásin á Vodafone í dag falli í þann flokk. Í öðru lagi þegar glæpasamtök hakka sig inn í gögn með fjárhagslegum tilgangi, til að svíkja peninga úr fólki, fjárkúgun eða þvíumlíkt. Í þriðja lagi þegar brotist er inn í ríkisstofnanir með þeim tilgangi að stela leynilegum upplýsingum í pólitískum tilgangi,“ segir Ýmir. Ýmir segir að íslenskum fyrirtækjum oft alltof lítið umhugað um netöryggi. „Það vill vera svolítið þannig á Íslandi að menn eyða miklu í að vernda húsnæði sitt og eigur en um leið og komið er inn fyrir dyrnar á þessum fyrirtækjum er allt opið. Hægt er að komast í allar upplýsingar sem fyrirtækið geymir, hvað svo sem það er, nema búið sé að gera ráðstafanir, dulkóða gögn, huga að aðgangsstýringu, gögnum sé eytt reglulega eða þau vistuð einhvers staðar annars staðar. Það vantar oft upp á þetta hjá íslenskum fyrirtækjum,“ segir Ýmir. Hann bætir við að Íslendingar virðist oft telja að landamæri landsins skýli okkur fyrir hvers kyns árásum en menn verði að hafa í huga að það eru engin landamæri á internetinu. „Vert er að benda á í þessum samhengi að það er ekkert sérstakt við Vodafone í þessu samhengi. Þetta gæti komið fyrir hvaða fyrirtæki sem er á landinu, er vilji er fyrir hendi,“ segir Ýmir að lokum. Vodafone-innbrotið Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
„Einstaklingur sem er allt í lagi á tölvur myndi bara þurfa svona 2-3 vikur til að tileinka sér þá þekkingu sem þarf til að gera svona áras,“ segir Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og meðstofnandi Syndis sem er tölvuöryggisfyrirtæki. Hann segir að ekki þurfi mikla tæknilega þekkingu til að gera þetta. „Það eru alls konar ástæður fyrir því af hverju hakk á sér stað, oftast fellur hakk í einn af þremur flokkum. Í fyrsta lagi þá sem eru bara að fikta og gera þetta til að sýna mátt sinn og megin. Ekkert bendir til annars en að árásin á Vodafone í dag falli í þann flokk. Í öðru lagi þegar glæpasamtök hakka sig inn í gögn með fjárhagslegum tilgangi, til að svíkja peninga úr fólki, fjárkúgun eða þvíumlíkt. Í þriðja lagi þegar brotist er inn í ríkisstofnanir með þeim tilgangi að stela leynilegum upplýsingum í pólitískum tilgangi,“ segir Ýmir. Ýmir segir að íslenskum fyrirtækjum oft alltof lítið umhugað um netöryggi. „Það vill vera svolítið þannig á Íslandi að menn eyða miklu í að vernda húsnæði sitt og eigur en um leið og komið er inn fyrir dyrnar á þessum fyrirtækjum er allt opið. Hægt er að komast í allar upplýsingar sem fyrirtækið geymir, hvað svo sem það er, nema búið sé að gera ráðstafanir, dulkóða gögn, huga að aðgangsstýringu, gögnum sé eytt reglulega eða þau vistuð einhvers staðar annars staðar. Það vantar oft upp á þetta hjá íslenskum fyrirtækjum,“ segir Ýmir. Hann bætir við að Íslendingar virðist oft telja að landamæri landsins skýli okkur fyrir hvers kyns árásum en menn verði að hafa í huga að það eru engin landamæri á internetinu. „Vert er að benda á í þessum samhengi að það er ekkert sérstakt við Vodafone í þessu samhengi. Þetta gæti komið fyrir hvaða fyrirtæki sem er á landinu, er vilji er fyrir hendi,“ segir Ýmir að lokum.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira