„Við viljum alls ekki að náttúruverndin komist að“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 1. desember 2013 21:47 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra. Í smáskilaboðum sem Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sendi þingflokki Framsóknarflokksins þann 12. mars síðastliðinn, kemur fram að flokkurinn vilji tefja fyrir afgreiðslu náttúruverndarfrumvarps. Hann var þá þingflokksformaður. DV greinir frá málinu. Í skilaboðunum segir: „Sæl. Reiknað er með þingfundi í kvöld og nótt. Við þurfum að manna daginn, kvöldið og nóttina. Rúv, 3. umr. verður eitthvað fram eftir degi og síðan eru það ívilnanir vegna nýfjárfestingar 3. umr. Niðurgr. vegna húshitunar (kyntar veitur) 2. umr. kemur svo og þá kemur Náttúruverndin 2. umr. Við viljum alls ekki að náttúruverndin komist að og við þurfum að standa vaktina. kv. gb.“ Skilaboðin má sjá í skjalinu sem lekið var út úr gagnagrunni Vodafone í gærmorgun eftir að árás var gerð á vefsíðu Vodafone af tyrneskum tölvuhakkara. Framsóknarmenn voru mjög mótfallnir náttúruverndarfrumvarpi þáverandi umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, og vildu eins og sjá má tefja fyrir afgreiðslu þess á þinginu. Lögin voru samt sem áður samþykkt þann 28. mars. Núverandi ríkisstjórn hyggst afturkalla lögin en núverandi umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, lagði fram frumvarp þess efnis á Alþingi og er fyrstu umræðu um málið lokið. Þá munu gömlu náttúruverndarlögin frá árinu 1999 halda gildi sínu, þar til ný náttúruverndarlög sem Sigurður Ingi hyggst leggja fram taka gildi. Vodafone-innbrotið Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Í smáskilaboðum sem Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sendi þingflokki Framsóknarflokksins þann 12. mars síðastliðinn, kemur fram að flokkurinn vilji tefja fyrir afgreiðslu náttúruverndarfrumvarps. Hann var þá þingflokksformaður. DV greinir frá málinu. Í skilaboðunum segir: „Sæl. Reiknað er með þingfundi í kvöld og nótt. Við þurfum að manna daginn, kvöldið og nóttina. Rúv, 3. umr. verður eitthvað fram eftir degi og síðan eru það ívilnanir vegna nýfjárfestingar 3. umr. Niðurgr. vegna húshitunar (kyntar veitur) 2. umr. kemur svo og þá kemur Náttúruverndin 2. umr. Við viljum alls ekki að náttúruverndin komist að og við þurfum að standa vaktina. kv. gb.“ Skilaboðin má sjá í skjalinu sem lekið var út úr gagnagrunni Vodafone í gærmorgun eftir að árás var gerð á vefsíðu Vodafone af tyrneskum tölvuhakkara. Framsóknarmenn voru mjög mótfallnir náttúruverndarfrumvarpi þáverandi umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, og vildu eins og sjá má tefja fyrir afgreiðslu þess á þinginu. Lögin voru samt sem áður samþykkt þann 28. mars. Núverandi ríkisstjórn hyggst afturkalla lögin en núverandi umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, lagði fram frumvarp þess efnis á Alþingi og er fyrstu umræðu um málið lokið. Þá munu gömlu náttúruverndarlögin frá árinu 1999 halda gildi sínu, þar til ný náttúruverndarlög sem Sigurður Ingi hyggst leggja fram taka gildi.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira