Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Brjánn Jónasson skrifar 1. mars 2013 06:00 Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur ekki orðið til þess að stuðningur við flokkinn aukist. Stuðningur við flokkinn hefur dalað á síðasta mánuði en Framsóknarflokkurinn virðist á mikilli siglingu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Björt framtíð er sem fyrr eina nýja framboðið sem nær yfir fimm prósenta múrinn sem þarf til að ná mönnum á þing. Stuðningur við þetta nýja framboð hefur hrunið frá síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar. Þá sögðust 16,4 prósent styðja Bjarta framtíð en nú styðja aðeins 8,7 prósent flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn og ætla 29 prósent þeirra sem afstöðu taka að kjósa flokkinn. Stuðningurinn hefur dalað um þrjú prósentustig frá síðustu könnun en er þó vel yfir 23,7 prósenta kjörfylgi flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn fengi samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar 21 þingmann, en flokkurinn er með 16 í dag. Framsóknarflokkurinn mælist í mikilli uppsveiflu og kemst nærri því að slá Sjálfstæðisflokkinn út sem stærsti flokkurinn. Alls styðja 26,1 prósent landsmanna Framsóknarflokkinn, og hefur stuðningurinn aukist um 5,3 prósentustig á einum mánuði. Flokkurinn fékk stuðning 14,8 prósenta í síðustu kosningum og níu þingmenn kjörna en fengi nítján þingmenn samkvæmt könnuninni. Stuðningur við Samfylkinguna eykst lítillega milli kannana. Hann mælist nú 12,8 prósent og hefur aukist um 0,9 prósentustig á síðasta mánuði. Fylgið hefur hrunið af flokknum frá síðustu kosningum þegar 29,8 prósent studdu Samfylkinguna. Flokkurinn fengi níu þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en fékk 20 í síðustu kosningum. Vinstri græn virðast vera að ná vopnum sínum eftir að fylgið fór niður í 7,4 prósent um miðjan janúar. Nú segjast 11,8 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú. Enn er langt í land ætli frambjóðendur flokksins að ná 21,7 prósenta kjörfylgi flokksins. Vinstri græn fengju átta þingmenn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, en fengu fjórtán í kosningunum 2009. Björt framtíð er eina nýja framboðið sem mælist með nægilega mikinn stuðning til að koma mönnum á þing, en nokkur fjöldi nýrra framboða fær mælanlegan stuðning. Þannig segjast 2,6 prósent styðja Lýðræðisvaktina, sem Þorvaldur Gylfason leiðir. Sama hlutfall styður Hægri græna, sem Guðmundur Franklín Jónsson er í forsvari fyrir. Þá segjast 2,0 prósent styðja Dögun en innan vébanda þess framboðs eru meðal annars Hreyfingin og Borgarahreyfingin. Píratar, sem þingmaðurinn Birgitta Jónsdóttir hefur verið í forsvari fyrir, mælast með 1,5 prósenta fylgi. Meðal annarra framboða sem komast á blað er Lýðræðishreyfing Ástþórs Magnússonar, sem raunar er ekki ljóst hvort bjóði fram eða ekki en mælist með 0,9 prósenta fylgi. Þá mælist stuðningur við bæði Lýðveldisflokkinn og Framfaraflokkinn 0,6 prósent og 0,2 prósent styðja Alþýðufylkinguna.Við vinnslu könnunarinnar var beitt sömu aðferðafræði og notuð var við úrvinnslu síðustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var 30. og 31. janúar. Lesendum til upplýsingar sýnir gamla aðferðafræðin 30,8 prósenta stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og 25,9 prósenta fylgi Framsóknar. Þá fengi Samfylkingin 12,3 prósent, Vinstri græn 11 prósent og Björt framtíð 8,7 prósent samkvæmt þeirri aðferðafræði. Kosningar 2013 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi Sjá meira
Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur ekki orðið til þess að stuðningur við flokkinn aukist. Stuðningur við flokkinn hefur dalað á síðasta mánuði en Framsóknarflokkurinn virðist á mikilli siglingu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Björt framtíð er sem fyrr eina nýja framboðið sem nær yfir fimm prósenta múrinn sem þarf til að ná mönnum á þing. Stuðningur við þetta nýja framboð hefur hrunið frá síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar. Þá sögðust 16,4 prósent styðja Bjarta framtíð en nú styðja aðeins 8,7 prósent flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn og ætla 29 prósent þeirra sem afstöðu taka að kjósa flokkinn. Stuðningurinn hefur dalað um þrjú prósentustig frá síðustu könnun en er þó vel yfir 23,7 prósenta kjörfylgi flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn fengi samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar 21 þingmann, en flokkurinn er með 16 í dag. Framsóknarflokkurinn mælist í mikilli uppsveiflu og kemst nærri því að slá Sjálfstæðisflokkinn út sem stærsti flokkurinn. Alls styðja 26,1 prósent landsmanna Framsóknarflokkinn, og hefur stuðningurinn aukist um 5,3 prósentustig á einum mánuði. Flokkurinn fékk stuðning 14,8 prósenta í síðustu kosningum og níu þingmenn kjörna en fengi nítján þingmenn samkvæmt könnuninni. Stuðningur við Samfylkinguna eykst lítillega milli kannana. Hann mælist nú 12,8 prósent og hefur aukist um 0,9 prósentustig á síðasta mánuði. Fylgið hefur hrunið af flokknum frá síðustu kosningum þegar 29,8 prósent studdu Samfylkinguna. Flokkurinn fengi níu þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en fékk 20 í síðustu kosningum. Vinstri græn virðast vera að ná vopnum sínum eftir að fylgið fór niður í 7,4 prósent um miðjan janúar. Nú segjast 11,8 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú. Enn er langt í land ætli frambjóðendur flokksins að ná 21,7 prósenta kjörfylgi flokksins. Vinstri græn fengju átta þingmenn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, en fengu fjórtán í kosningunum 2009. Björt framtíð er eina nýja framboðið sem mælist með nægilega mikinn stuðning til að koma mönnum á þing, en nokkur fjöldi nýrra framboða fær mælanlegan stuðning. Þannig segjast 2,6 prósent styðja Lýðræðisvaktina, sem Þorvaldur Gylfason leiðir. Sama hlutfall styður Hægri græna, sem Guðmundur Franklín Jónsson er í forsvari fyrir. Þá segjast 2,0 prósent styðja Dögun en innan vébanda þess framboðs eru meðal annars Hreyfingin og Borgarahreyfingin. Píratar, sem þingmaðurinn Birgitta Jónsdóttir hefur verið í forsvari fyrir, mælast með 1,5 prósenta fylgi. Meðal annarra framboða sem komast á blað er Lýðræðishreyfing Ástþórs Magnússonar, sem raunar er ekki ljóst hvort bjóði fram eða ekki en mælist með 0,9 prósenta fylgi. Þá mælist stuðningur við bæði Lýðveldisflokkinn og Framfaraflokkinn 0,6 prósent og 0,2 prósent styðja Alþýðufylkinguna.Við vinnslu könnunarinnar var beitt sömu aðferðafræði og notuð var við úrvinnslu síðustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var 30. og 31. janúar. Lesendum til upplýsingar sýnir gamla aðferðafræðin 30,8 prósenta stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og 25,9 prósenta fylgi Framsóknar. Þá fengi Samfylkingin 12,3 prósent, Vinstri græn 11 prósent og Björt framtíð 8,7 prósent samkvæmt þeirri aðferðafræði.
Kosningar 2013 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi Sjá meira