Algjör óheppni því áreksturinn var ekki harður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2013 06:30 Darri Hilmarsson er lykilmaður í bæði varnar- og sóknarleik Þórs. Fréttablaðið/Vilhelm Darri Hilmarsson spilar ekki meira með liði Þórs Þorlákshafnar í Domino's-deildinni á þessu tímabili, en einn allra mikilvægasti íslenski leikmaðurinn í deildinni varð fyrir slæmum meiðslum í leik á móti Tindastól á dögunum. „Þetta var óheppni og bara partur af því að spila körfubolta því maður getur alltaf lent í svona slysi. Auðvitað er hrikaleg tímasetning á þessu rétt fyrir úrslitakeppnina, sem er ekki nógu gott. Það er svekkjandi og gerir þetta mjög erfitt fyrir okkur," segir Darri, en leikstjórnandinn Baldur Þór Ragnarsson þurfti að fara í aðgerð vegna kviðslits. „Þegar ég lendi í þessum árekstri heyri ég mikið brak og fæ mikinn verk. Þá vissi ég strax að þetta væri ekki eitthvað sem maður myndi harka af sér. Maður hefur verið heppinn með meiðsli og aldrei lent í neinu svona alvarlegu. Það hefur alltaf verið eitthvert smá hnjask á manni en ekki eitthvað alvarlegt. Maður er hálffatlaður og getur ekkert notað hægri höndina almennilega. Þá er erfitt að spila körfubolta," segir Darri. Hann meiddist í upphafi leiksins á móti Tindastóli en félögum hans tókst samt að landa sigri. „Við ætluðum okkur að enda ofarlega í deildinni og reyna að gera einhverja skemmtilega hluti í úrslitakeppninni. Það var planið nú er þetta aðeins erfiðara fyrir okkur fyrst að við Baldur dettum út," segir Darri, sem var ekki að lenda í sínu fyrsta samstuði á ferlinum. „Þetta var ekkert sérlega harður árekstur og maður hefur lent í fullt af árekstrum og ekkert fundið fyrir því. Þarna var ég með öxlina á undan mér og var að teygja mig í boltann. Ég lendi þá á Hreini og finn strax eitthvert brak. Þetta hefur verið einhver algjör óheppni því áreksturinn var ekkert harður. Höggið var mjög skrítið," segir Darri, sem þarf nú að hvetja liðið frá hliðarlínunni. „Það er mjög furðulegt að geta ekki haft áhrif á leikinn og hjálpað til af einhverju viti heldur vera að kalla inn á völlinn og reyna að styðja strákana," sagði Darri. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera allavega inni á topp fjórum og fá heimavallarrétt í fyrstu umferð. Það væri geggjað ef að við myndum halda öðru sætinu," segir Darri að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
Darri Hilmarsson spilar ekki meira með liði Þórs Þorlákshafnar í Domino's-deildinni á þessu tímabili, en einn allra mikilvægasti íslenski leikmaðurinn í deildinni varð fyrir slæmum meiðslum í leik á móti Tindastól á dögunum. „Þetta var óheppni og bara partur af því að spila körfubolta því maður getur alltaf lent í svona slysi. Auðvitað er hrikaleg tímasetning á þessu rétt fyrir úrslitakeppnina, sem er ekki nógu gott. Það er svekkjandi og gerir þetta mjög erfitt fyrir okkur," segir Darri, en leikstjórnandinn Baldur Þór Ragnarsson þurfti að fara í aðgerð vegna kviðslits. „Þegar ég lendi í þessum árekstri heyri ég mikið brak og fæ mikinn verk. Þá vissi ég strax að þetta væri ekki eitthvað sem maður myndi harka af sér. Maður hefur verið heppinn með meiðsli og aldrei lent í neinu svona alvarlegu. Það hefur alltaf verið eitthvert smá hnjask á manni en ekki eitthvað alvarlegt. Maður er hálffatlaður og getur ekkert notað hægri höndina almennilega. Þá er erfitt að spila körfubolta," segir Darri. Hann meiddist í upphafi leiksins á móti Tindastóli en félögum hans tókst samt að landa sigri. „Við ætluðum okkur að enda ofarlega í deildinni og reyna að gera einhverja skemmtilega hluti í úrslitakeppninni. Það var planið nú er þetta aðeins erfiðara fyrir okkur fyrst að við Baldur dettum út," segir Darri, sem var ekki að lenda í sínu fyrsta samstuði á ferlinum. „Þetta var ekkert sérlega harður árekstur og maður hefur lent í fullt af árekstrum og ekkert fundið fyrir því. Þarna var ég með öxlina á undan mér og var að teygja mig í boltann. Ég lendi þá á Hreini og finn strax eitthvert brak. Þetta hefur verið einhver algjör óheppni því áreksturinn var ekkert harður. Höggið var mjög skrítið," segir Darri, sem þarf nú að hvetja liðið frá hliðarlínunni. „Það er mjög furðulegt að geta ekki haft áhrif á leikinn og hjálpað til af einhverju viti heldur vera að kalla inn á völlinn og reyna að styðja strákana," sagði Darri. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera allavega inni á topp fjórum og fá heimavallarrétt í fyrstu umferð. Það væri geggjað ef að við myndum halda öðru sætinu," segir Darri að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira