Fylgjast með útblæstri herflugvéla 23. mars 2013 07:00 Flugvél, eða vélar, frá bandaríska hernum hafa á árinu 2012 tekið á loft á Íslandi eða lent hér á leið sinni frá ríki utan EES. Egypski og ísraelski herinn, kínversk flugfélög, stefnumótasíðan dating.dk og líbanskt flugfélag. Þetta eru dæmi um þá flugrekendur sem skráðir eru á Íslandi og eru á ábyrgð íslenskra stjórnvalda þegar kemur að útblástursmálum. Viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með loftslagsheimildir skyldar stjórnvöld í hverju ríki fyrir sig að fylgjast með því að fyrirtæki hafi útblástursheimildir til móts við það magn af gróðurhúsalofttegundum sem starfsemi þeirra leysir út í andrúmsloftið. Kerfið nær til stóriðju og flugrekenda og er þeim síðarnefndu skipt niður á flugsvæði, meðal annars eftir því hvort þeir fljúgi þar um. Þannig þurfa flugrekendur ekki að starfa í viðkomandi landi þótt þeir séu þar skráðir. Á Íslandi eru um 350 flugrekendur skráðir og falla því undir umsjón Umhverfisstofnunar. Listinn sýnir að flugvélar frá viðkomandi flugrekendum, hvort sem er danska stefnumótasíðan eða herirnir, hafa lent hér á leið frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, eða tekið á loft héðan. Hvert erindið var er ekki tilgreint.Sektir eða kyrrsetning Allir flugrekendur, sem falla undir kerfið, verða að hafa skilað inn losunaráætlun 31. mars. Þar er tilgreint hve miklu af gróðurhúsalofttegundum (CO2) vélar þeirra hafa blásið út í loftið. Umhverfisstofnun fer yfir áætlunina og flugrekendur hafa síðan frest til 30. apríl til að skila inn losunarheimildum í samræmi við hana og athugasemdir Umhverfisstofnunar, ef einhverjar eru. Kerfið virkar þannig að flugfélag tilkynnir, svo dæmi sé tekið, um að það hafi losað 20 þúsund tonn af CO2 út í andrúmsloftið. Segjum að Umhverfisstofnun geri athugasemdir um að í raun sé heildartalan 22 þúsund tonn. Flugrekandinn hefur þá frest til 30. apríl til að verða sér úti um heimildir á móti losuninni. Kerfið er í raun eins og heimabanki og fari flugrekandinn yfir á reikningnum þarf hann að millifæra losunarheimildir inn á hann. Árið 2012 var tilraunaár með þetta kerfi, en í ár ber íslenskum stjórnvöldum að fara eftir því að fullu. Það þýðir að þeim ber að sjá til þess að flugrekendur hafi losunarheimildir á móti útblæstri. Sé svo ekki á að leggja á þá stjórnvaldssekt, sem nemur 100 evrum á hvert tonn af útblæstri. Að öðrum kosti verði vélarnar kyrrsettar.Ábyrgð Umhverfisstofnunar Ef við gefum okkur að flugrekandinn í ímyndaða dæminu hér að framan eigi engar loftslagsheimildir á móti útblæstri þá þarf hann að kaupa sér heimildir í apríl. Verðið á þeim er um sjö evrur á tonnið á markaði og kostnaður félagsins næmi 154 þúsund evrum, tæplega 25 milljónum íslenskra króna. Takist það ekki, eða sinni félagið því ekki, ber Umhverfisstofnun, samkvæmt lögum, að leggja 100 evra sekt á hvert tonn. Það þýðir, í þessu dæmi, um 360 milljónir króna. Hilda Guðný Svavarsdóttir, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að stofnuninni beri að framfylgja lögunum. „Okkar hlutverk er meðal annars að fylgjast með því að flugrekendur framfylgi skyldum sínum samkvæmt lögunum og einnig að sinna leiðbeiningarskyldu okkar í þessu sambandi.“ Fréttablaðið sagði í gær frá því að Landhelgisgæslan væri á þessum lista. Verið er að reyna að semja um undanþágu fyrir gæsluna, en takist það ekki þarf hún að kaupa sér loftslagsheimildir, með tilheyrandi snúningum varðandi gjaldeyrishöft. Sektunum á að beita frá og með 1. maí. Óvíst er þó hvernig Umhverfisstofnun hyggst fara að því að sekta egypska eða írska herinn, eða hvort flugvélar bandarískra flugfélaga verða kyrrsettar lendi þær hér. kolbeinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Egypski og ísraelski herinn, kínversk flugfélög, stefnumótasíðan dating.dk og líbanskt flugfélag. Þetta eru dæmi um þá flugrekendur sem skráðir eru á Íslandi og eru á ábyrgð íslenskra stjórnvalda þegar kemur að útblástursmálum. Viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með loftslagsheimildir skyldar stjórnvöld í hverju ríki fyrir sig að fylgjast með því að fyrirtæki hafi útblástursheimildir til móts við það magn af gróðurhúsalofttegundum sem starfsemi þeirra leysir út í andrúmsloftið. Kerfið nær til stóriðju og flugrekenda og er þeim síðarnefndu skipt niður á flugsvæði, meðal annars eftir því hvort þeir fljúgi þar um. Þannig þurfa flugrekendur ekki að starfa í viðkomandi landi þótt þeir séu þar skráðir. Á Íslandi eru um 350 flugrekendur skráðir og falla því undir umsjón Umhverfisstofnunar. Listinn sýnir að flugvélar frá viðkomandi flugrekendum, hvort sem er danska stefnumótasíðan eða herirnir, hafa lent hér á leið frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, eða tekið á loft héðan. Hvert erindið var er ekki tilgreint.Sektir eða kyrrsetning Allir flugrekendur, sem falla undir kerfið, verða að hafa skilað inn losunaráætlun 31. mars. Þar er tilgreint hve miklu af gróðurhúsalofttegundum (CO2) vélar þeirra hafa blásið út í loftið. Umhverfisstofnun fer yfir áætlunina og flugrekendur hafa síðan frest til 30. apríl til að skila inn losunarheimildum í samræmi við hana og athugasemdir Umhverfisstofnunar, ef einhverjar eru. Kerfið virkar þannig að flugfélag tilkynnir, svo dæmi sé tekið, um að það hafi losað 20 þúsund tonn af CO2 út í andrúmsloftið. Segjum að Umhverfisstofnun geri athugasemdir um að í raun sé heildartalan 22 þúsund tonn. Flugrekandinn hefur þá frest til 30. apríl til að verða sér úti um heimildir á móti losuninni. Kerfið er í raun eins og heimabanki og fari flugrekandinn yfir á reikningnum þarf hann að millifæra losunarheimildir inn á hann. Árið 2012 var tilraunaár með þetta kerfi, en í ár ber íslenskum stjórnvöldum að fara eftir því að fullu. Það þýðir að þeim ber að sjá til þess að flugrekendur hafi losunarheimildir á móti útblæstri. Sé svo ekki á að leggja á þá stjórnvaldssekt, sem nemur 100 evrum á hvert tonn af útblæstri. Að öðrum kosti verði vélarnar kyrrsettar.Ábyrgð Umhverfisstofnunar Ef við gefum okkur að flugrekandinn í ímyndaða dæminu hér að framan eigi engar loftslagsheimildir á móti útblæstri þá þarf hann að kaupa sér heimildir í apríl. Verðið á þeim er um sjö evrur á tonnið á markaði og kostnaður félagsins næmi 154 þúsund evrum, tæplega 25 milljónum íslenskra króna. Takist það ekki, eða sinni félagið því ekki, ber Umhverfisstofnun, samkvæmt lögum, að leggja 100 evra sekt á hvert tonn. Það þýðir, í þessu dæmi, um 360 milljónir króna. Hilda Guðný Svavarsdóttir, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að stofnuninni beri að framfylgja lögunum. „Okkar hlutverk er meðal annars að fylgjast með því að flugrekendur framfylgi skyldum sínum samkvæmt lögunum og einnig að sinna leiðbeiningarskyldu okkar í þessu sambandi.“ Fréttablaðið sagði í gær frá því að Landhelgisgæslan væri á þessum lista. Verið er að reyna að semja um undanþágu fyrir gæsluna, en takist það ekki þarf hún að kaupa sér loftslagsheimildir, með tilheyrandi snúningum varðandi gjaldeyrishöft. Sektunum á að beita frá og með 1. maí. Óvíst er þó hvernig Umhverfisstofnun hyggst fara að því að sekta egypska eða írska herinn, eða hvort flugvélar bandarískra flugfélaga verða kyrrsettar lendi þær hér. kolbeinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira