Kjósendur seinni að velja á milli flokka Brjánn Jónasson skrifar 4. apríl 2013 12:00 Kjósendur draga það sífellt lengur að ákveða hvaða flokkur fær atkvæði þeirra í kosningum. Í síðustu kosningum ákvað nærri helmingur kjósenda sig í síðustu vikunni fyrir kosningar. „Það sem virðist vera að gerast er að fólk er lengur að ákveða sig endanlega,“ segir Svandís Nína Jónsdóttir, sem starfar sem tölfræðingur hjá Rannís. Hún heldur erindi um skoðanakannanir tengdar þingkosningum á opnum fundi á vegum Félags stjórnmálafræðinga á Sólon í kvöld, og vitnar meðal annars í rannsóknir Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerðar eru eftir hverjar þingkosningar. Alls ákváðu 28 prósent kjósenda hvað þeir ætluðu að kjósa í kosningunum árið 2009 á kjördag. Þá ákváðu nítján prósent til viðbótar sig ekki fyrr en í síðustu vikunni fyrir kosningarnar. Tæplega helmingur kjósenda, um 47 prósent, ákvað sig því ekki fyrr en innan við vika var í kosningarnar. „Þetta þýðir ekki að fólk sé algerlega óákveðið fram að þeim tíma, en þetta fólk tekur endanlega ákvörðun mjög seint,“ segir Svandís. Hún segir að þróunin sé að verða sú að sífellt fleiri taki ákvörðun á síðustu stundu. Í kosningunum 2003 tóku 28 prósent ákvörðun innan við viku frá kosningum. Hlutfallið var komið í 35 prósent fyrir kosningarnar 2007, og 47 prósent fyrir síðustu kosningar. „Þetta þýðir að flokkarnir hafa tækifæri til að ná til fólks alveg fram að kjördegi,“ segir Svandís. Hún segir að þessi þróun gæti skýrst af því að fólk sé opnara fyrir atburðum líðandi stundar, eða að það fylgist betur með allt fram að kosningum. Konur eru líklegri en karlar til að draga það að taka ákvörðun. Alls tók 51 prósent kvenna ákvörðun innan við viku fyrir síðustu kosningar, samanborið við 44 prósent karla. Svandís segir þetta hafa sýnt sig í könnunum, konur séu almennt varkárari, og að því er virðist tregari til að gefa upp ákvörðun sína. Kosningar 2013 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Sjá meira
Kjósendur draga það sífellt lengur að ákveða hvaða flokkur fær atkvæði þeirra í kosningum. Í síðustu kosningum ákvað nærri helmingur kjósenda sig í síðustu vikunni fyrir kosningar. „Það sem virðist vera að gerast er að fólk er lengur að ákveða sig endanlega,“ segir Svandís Nína Jónsdóttir, sem starfar sem tölfræðingur hjá Rannís. Hún heldur erindi um skoðanakannanir tengdar þingkosningum á opnum fundi á vegum Félags stjórnmálafræðinga á Sólon í kvöld, og vitnar meðal annars í rannsóknir Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerðar eru eftir hverjar þingkosningar. Alls ákváðu 28 prósent kjósenda hvað þeir ætluðu að kjósa í kosningunum árið 2009 á kjördag. Þá ákváðu nítján prósent til viðbótar sig ekki fyrr en í síðustu vikunni fyrir kosningarnar. Tæplega helmingur kjósenda, um 47 prósent, ákvað sig því ekki fyrr en innan við vika var í kosningarnar. „Þetta þýðir ekki að fólk sé algerlega óákveðið fram að þeim tíma, en þetta fólk tekur endanlega ákvörðun mjög seint,“ segir Svandís. Hún segir að þróunin sé að verða sú að sífellt fleiri taki ákvörðun á síðustu stundu. Í kosningunum 2003 tóku 28 prósent ákvörðun innan við viku frá kosningum. Hlutfallið var komið í 35 prósent fyrir kosningarnar 2007, og 47 prósent fyrir síðustu kosningar. „Þetta þýðir að flokkarnir hafa tækifæri til að ná til fólks alveg fram að kjördegi,“ segir Svandís. Hún segir að þessi þróun gæti skýrst af því að fólk sé opnara fyrir atburðum líðandi stundar, eða að það fylgist betur með allt fram að kosningum. Konur eru líklegri en karlar til að draga það að taka ákvörðun. Alls tók 51 prósent kvenna ákvörðun innan við viku fyrir síðustu kosningar, samanborið við 44 prósent karla. Svandís segir þetta hafa sýnt sig í könnunum, konur séu almennt varkárari, og að því er virðist tregari til að gefa upp ákvörðun sína.
Kosningar 2013 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Sjá meira