

Gagnrýni lögmanna á málsmeðferð saksóknara
Rétt er að rifja upp að samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu er meginkjarni réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi þessi: Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum og skal án tafar fá vitneskju í smáatriðum um eðli og orsök þeirrar ákæru sem hann sætir. Hann fái nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína. Hann fái að halda uppi vörnum sjálfur eða með aðstoð verjanda að eigin vali.
Unnt er að leita eftir áliti Mannréttindadómstóls Evrópu á málsmeðferð íslenskra dómstóla. Dómstóllinn úrskurðaði á síðasta ári tveimur blaðamönnum bætur úr hendi íslenska ríkisins vegna dóma Hæstaréttar Íslands í tveimur meiðyrðamálum. Lögmenn stóðu þannig vörð um réttarríkið, sem hluti dómskerfisins, en ekki ríkisvaldið. Innanríkisráðherra er því á hálum ís þegar hann gerir lítið úr störfum verjenda í sakamálum, sama af hvaða toga þau eru.
Undirritaður er verjandi annars sakborninga í svokölluðu Vafningsmáli en héraðsdómur gekk í því máli hinn 28. desember 2012 og fól í sér sakfellingu. Málinu hefur verið áfrýjað. Rétt er að staldra við og nefna dæmi um þau atriði sem undirritaður hefur gagnrýnt varðandi málsmeðferð sérstaks saksóknara í Vafningsmálinu.
Undir rekstri málsins komu upp alvarlegir gallar á rannsókn þess. Tveir aðalrannsakendur málsins, sem báru fyrir rétti að þeir hefðu unnið náið með saksóknara málsins á rannsóknarstigi, unnu samhliða fyrir þrotabú Milestone ehf. að greinargerð sem byggði á sekt þeirra einstaklinga sem þeim hafði verið falið að rannsaka sem opinberir starfsmenn. Rannsakendurnir þáðu umtalsverðar greiðslur fyrir þau störf.
Sérstakur saksóknari kærði umrædda starfsmenn sína til ríkissaksóknara en taldi um leið ekkert athugavert við rannsóknina sem þeir unnu og byggði þar á rannsókn sem embættið framkvæmdi sjálft. Rannsókn á meintu broti tvímenninganna hefur verið felld niður af ríkissaksóknara en mörgum spurningum er ósvarað um það mál. Enginn getur þjónað tveimur herrum samtímis og erfitt er fyrir sakborninga að taka orð sérstaks saksóknara trúanleg þess efnis að fyllstu hlutlægni hafi verið gætt.
Embætti sérstaks saksóknara notar sérstakt tölvukerfi til að meta hvort tölvupóstar og önnur slík gögn hafi þýðingu við rannsókn máls. Við skoðun verjenda á gögnum í vörslu sérstaks saksóknara, skömmu fyrir aðalmeðferð Vafningsmálsins, kom í ljós að embættinu höfðu yfirsést mikilvæg skjöl og gögn sem vörpuðu nýrri mynd á þá atburði sem leiddu til ákæru. Sú mynd var ekki í samræmi við málsatvikalýsingu ákæru. Í stað þess að staldra við, láta taka lögregluskýrslur og upplýsa málið fyrir aðalmeðferð, tók sérstakur saksóknari ákvörðun um að kalla tíu ný vitni fyrir dóm án þess að vita, fremur en verjendur, hvað þau kæmu til með að segja fyrir dómi. Með öðrum orðum var rannsókninni ekki lokið þegar aðalmeðferðin hófst. Líta verður á þetta sem augljóst brot á þeirri skyldu ákæruvaldsins að gefa ekki út ákæru fyrr en að lokinni rannsókn. Sú rannsókn skal snúa bæði að atriðum sem kunna að leiða til sektar eða sýknu. Ákæru skal ekki gefa út nema meiri líkur en minni séu á sekt. Í þessu máli liggur því fyrir Hæstarétti að taka afstöðu til þess hvort sakborningum hafi verið gert að sanna sakleysi sitt vegna þessarar málsmeðferðar. Reglan er jú sú að ákæruvaldinu beri að sanna sekt. Engan afslátt má veita á þeirri grunnreglu sama hvaða skoðun Eva Joly kann að hafa haft á því.
Innanríkisráðherra segir í grein sinni að farið sé að gæta tilhneigingar til að grafa undan trúverðugleika embættis sérstaks saksóknara. Eins og framangreind dæmi sýna hefur embættið sjálft grafið undan trúverðugleika sínum. Lögmaður sem setur fram gagnrýni á þessa þætti er einfaldlega að sinna starfi sínu og getur ekki vikið sér undan því að setja hana fram. Það er mjög skaðlegt fyrir íslenskt samfélag til framtíðar ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu í fyllingu tímans að þeir einstaklingar sem íslenska ríkið kaus að sækja til refsiábyrgðar vegna efnahagshrunsins hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir dómi.
Skoðun

Lygin lekur niður á hökuna
Jón Daníelsson skrifar

Líflínan
Ingibjörg Isaksen skrifar

Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar
Kristín Þórarinsdóttir skrifar

Við erum hafið
Guillaume Bazard skrifar

Deja Vu
Sverrir Agnarsson skrifar

Mun mannkynið lifa af gervigreindina?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ríkisstofnun rassskellt
Björn Ólafsson skrifar

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur
Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar

Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar
Gísli Stefánsson skrifar

Hugrekki getur af sér hugrekki
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

D-vítamín mín besta forvörn
Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar

Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu
Birgir Dýrfjörð skrifar

Leiðréttingin leiðrétt
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar

Hvað skiptir okkur mestu máli?
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar

Mikilvægt skref til sáttar
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Staðið með þjóðinni
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Við vitum alveg upphafið
Guðný Níelsen skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Varalitur á skattagrísinum
Helgi Brynjarsson skrifar

Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf
Magnús Magnússon skrifar

Hingað og ekki lengra
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga
Hannes Örn Blandon skrifar

Þegar líða fer að jólum
Ísak Hilmarsson skrifar

Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum
Bergþóra Góa Kvaran skrifar

D-vítamín mín besta forvörn
Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar

Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar
Sveinn Ægir Birgisson skrifar

Meistaragráða í lífsreynslu
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar