Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Þriðja árið í röð er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu sem á sér ýmsar birtingarmyndir. Ein þeirra birtingarmynda er rafrænt einelti. Þrátt fyrir að á yfirborðinu virðist ríkja sátt um að einelti sé óásættanlegt og ólíðandi ofbeldi þá gengur illa að útrýma þessari meinsemd. Vissulega hefur árangur náðst en betur má ef duga skal. Hvert tilfelli er einu of mikið.Bara grín? Síðustu misseri hafa fjölmiðlar fjallað um alvarlegustu afleiðingar eineltis þegar ungt fólk í blóma lífsins ákveður að binda enda á líf sitt eftir slíkt ofbeldi. Iðulega er um að ræða einhvers konar rafrænt einelti og sláandi er að sjá hve mörg þessi tilfelli eru. Við skulum ekki ímynda okkur að þetta sé bara eitthvað sem gerist í útlöndum. Ekki ratar allt í fréttirnar og margir þjást að óþörfu. Rafrænt einelti getur falið í sér illkvittin skilaboð og skeytasendingar, niðrandi ummæli og myndbirtingar á samfélagsmiðlum. Einnig er til í dæminu að stofnaðir séu falskir prófílar í nafni þess sem fyrir eineltinu verður og þar fram eftir götunum. Þeir sem taka þátt í eineltinu eru í raun allir sem dreifa slíku efni og samþykkja það. Það sem gerir rafrænt einelti enn svæsnara er að þú veist ekki alltaf hver stendur á bak við það. Auðvelt er að sigla undir fölsku flaggi á netinu og þar eru jafnvel gerendur sem væru hugsanlega ekki gerendur augliti til auglitis. En hver er rót vandans? Hvað fær fólk til að halda að svona andstyggileg hegðun sé leyfileg? Grín er oft notað sem afsökun, einkum hjá börnum og ungmennum. „Þetta var bara djók!“ eða „Við tölum bara svona á netinu, þetta er bara grín.“ En hvernig getur þú verið viss um að einhver „fatti djókið“? Eða fylgir gríninu kannski alvara? Rafræn samskipti eru vandmeðfarinn tjáningarmáti þar sem þeim fylgja ekki svipbrigði. Þú heyrir sjaldnast tóninn eða raddblæinn og þessi fínni blæbrigði mannlegra samskipta sem eiga sér stað augliti til auglitis eru ekki til staðar. Samskiptin verða því mun beinskeyttari og geta auðveldlega misskilist eða virkað harkalegri en ætlunin var. En því miður er þeim oft ætlað að særa.Ekkert hatur SAFT og Heimili og skóli eru í hópi stofnana og samtaka á Íslandi sem standa á bak við átakið „Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð“. Átakið er unnið út frá verkefni Evrópuráðsins, No Hate Speech Movement, og er ætlað að stuðla að jafnrétti, virðingu, mannréttindum og fjölbreytileika. Því er beint gegn hatursáróðri, kynþáttafordómum og mismunun á netinu. Markmiðin eru m.a. að: stuðla að vitundarvakningu um hatursáróður og hatursorðræðu á netinu meðal ungs fólks, kynna mikilvægi miðlalæsis, styðja ungmenni í að verja mannréttindi á netinu og utan þess og auka vitund gegn hatursáróðri á netinu. Fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis annast eftirtaldir aðilar útfærslu verkefnisins á Íslandi: SAFT, Heimili og skóli – landssamtök foreldra, SAMFÉS, Landssamband æskulýðsfélaga, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Æskulýðsvettvangurinn. Rafrænt einelti flokkast undir hatursáróður þar sem orðræðan sem þar viðgengst hefur það að markmiði að koma höggi á einhvern, særa og beita andlegu ofbeldi. Mikilvægt er að vekja ungt fólk til vitundar um að orð eru til alls fyrst og að þeim fylgir ábyrgð. Við erum ábyrg fyrir því sem við segjum og gerum og við erum líka ábyrg fyrir því sem við samþykkjum.Hverjar eru fyrirmyndirnar? Þegar byggja skal friðelskandi lýðræðissamfélag er virðing í samskiptum grundvallaratriði. Þrátt fyrir að foreldrum finnist sér oft ofaukið í netsamskiptum barnsins eða unglingsins þá skiptir máli að fylgjast með og eiga samtal um rafræn samskipti. Foreldrar þurfa að leiðbeina og gæta þess að börnin þeirra komist ekki í tæri við skaðlegt efni. Uppeldi nær yfir alla hegðun, bæði á netinu og utan þess. Einnig er rétt að benda á að fullorðnir eru fyrirmyndir og það skiptir ekki síst máli hvernig þeir haga sér á netinu og í fjölmiðlum. Verum góðar fyrirmyndir, tökum ábyrgð og stuðlum að samfélagi þar sem ekkert hatur þrífst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Þriðja árið í röð er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu sem á sér ýmsar birtingarmyndir. Ein þeirra birtingarmynda er rafrænt einelti. Þrátt fyrir að á yfirborðinu virðist ríkja sátt um að einelti sé óásættanlegt og ólíðandi ofbeldi þá gengur illa að útrýma þessari meinsemd. Vissulega hefur árangur náðst en betur má ef duga skal. Hvert tilfelli er einu of mikið.Bara grín? Síðustu misseri hafa fjölmiðlar fjallað um alvarlegustu afleiðingar eineltis þegar ungt fólk í blóma lífsins ákveður að binda enda á líf sitt eftir slíkt ofbeldi. Iðulega er um að ræða einhvers konar rafrænt einelti og sláandi er að sjá hve mörg þessi tilfelli eru. Við skulum ekki ímynda okkur að þetta sé bara eitthvað sem gerist í útlöndum. Ekki ratar allt í fréttirnar og margir þjást að óþörfu. Rafrænt einelti getur falið í sér illkvittin skilaboð og skeytasendingar, niðrandi ummæli og myndbirtingar á samfélagsmiðlum. Einnig er til í dæminu að stofnaðir séu falskir prófílar í nafni þess sem fyrir eineltinu verður og þar fram eftir götunum. Þeir sem taka þátt í eineltinu eru í raun allir sem dreifa slíku efni og samþykkja það. Það sem gerir rafrænt einelti enn svæsnara er að þú veist ekki alltaf hver stendur á bak við það. Auðvelt er að sigla undir fölsku flaggi á netinu og þar eru jafnvel gerendur sem væru hugsanlega ekki gerendur augliti til auglitis. En hver er rót vandans? Hvað fær fólk til að halda að svona andstyggileg hegðun sé leyfileg? Grín er oft notað sem afsökun, einkum hjá börnum og ungmennum. „Þetta var bara djók!“ eða „Við tölum bara svona á netinu, þetta er bara grín.“ En hvernig getur þú verið viss um að einhver „fatti djókið“? Eða fylgir gríninu kannski alvara? Rafræn samskipti eru vandmeðfarinn tjáningarmáti þar sem þeim fylgja ekki svipbrigði. Þú heyrir sjaldnast tóninn eða raddblæinn og þessi fínni blæbrigði mannlegra samskipta sem eiga sér stað augliti til auglitis eru ekki til staðar. Samskiptin verða því mun beinskeyttari og geta auðveldlega misskilist eða virkað harkalegri en ætlunin var. En því miður er þeim oft ætlað að særa.Ekkert hatur SAFT og Heimili og skóli eru í hópi stofnana og samtaka á Íslandi sem standa á bak við átakið „Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð“. Átakið er unnið út frá verkefni Evrópuráðsins, No Hate Speech Movement, og er ætlað að stuðla að jafnrétti, virðingu, mannréttindum og fjölbreytileika. Því er beint gegn hatursáróðri, kynþáttafordómum og mismunun á netinu. Markmiðin eru m.a. að: stuðla að vitundarvakningu um hatursáróður og hatursorðræðu á netinu meðal ungs fólks, kynna mikilvægi miðlalæsis, styðja ungmenni í að verja mannréttindi á netinu og utan þess og auka vitund gegn hatursáróðri á netinu. Fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis annast eftirtaldir aðilar útfærslu verkefnisins á Íslandi: SAFT, Heimili og skóli – landssamtök foreldra, SAMFÉS, Landssamband æskulýðsfélaga, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Æskulýðsvettvangurinn. Rafrænt einelti flokkast undir hatursáróður þar sem orðræðan sem þar viðgengst hefur það að markmiði að koma höggi á einhvern, særa og beita andlegu ofbeldi. Mikilvægt er að vekja ungt fólk til vitundar um að orð eru til alls fyrst og að þeim fylgir ábyrgð. Við erum ábyrg fyrir því sem við segjum og gerum og við erum líka ábyrg fyrir því sem við samþykkjum.Hverjar eru fyrirmyndirnar? Þegar byggja skal friðelskandi lýðræðissamfélag er virðing í samskiptum grundvallaratriði. Þrátt fyrir að foreldrum finnist sér oft ofaukið í netsamskiptum barnsins eða unglingsins þá skiptir máli að fylgjast með og eiga samtal um rafræn samskipti. Foreldrar þurfa að leiðbeina og gæta þess að börnin þeirra komist ekki í tæri við skaðlegt efni. Uppeldi nær yfir alla hegðun, bæði á netinu og utan þess. Einnig er rétt að benda á að fullorðnir eru fyrirmyndir og það skiptir ekki síst máli hvernig þeir haga sér á netinu og í fjölmiðlum. Verum góðar fyrirmyndir, tökum ábyrgð og stuðlum að samfélagi þar sem ekkert hatur þrífst.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun