Vatnsgeymir á stærð við Írland í jöklinum Svavar Hávarðsson skrifar 24. desember 2013 08:00 Táknmynd bráðnunar á Grænlandi eru ísjakarnir, en fleira kemur til. fréttablaðið/vilhelm Vísindamenn hafa fundið vatnsgeymi undir Grænlandsjökli sem er á stærð við Írland. Enn hafa menn ekki hugmyndir um hvenær allt þetta vatn losnar úr jöklinum eða hvert það mun renna þegar þar að kemur. Magnið er þó slíkt að það mun hafa áhrif á hækkun sjávar þegar til framtíðar er litið. Rannsóknin var birt í tímaritinu Nature Geoscience. Þar er bent á að bráðnun Grænlandsjökuls hefur leikið stórt hlutverk í hækkun sjávarborðs á síðustu 100 árum. Á árabilinu 1992 til 2001 bráðnuðu 34 milljarðar tonna af ís, sem jókst í 215 milljarða tonna á ári á tímabilinu 2002 til 2011. Vorið 2011 boruðu vísindamennirnir djúpt í jökulinn og komust að því, sér til undrunar, að mikið af bráðnu vatni var í jöklinum þrátt fyrir að hitastigið væri fimmtán stiga frost. Þar sem árleg sumarbráðnun var ekki hafin varð vísindamönnunum ljóst að vatnið hafði ekki frosið í vetrarkuldunum. Gróft mat hópsins á því magni vatns sem um er að ræða kemur ekki síður á óvart. Geymirinn sjálfur er um 70.000 ferkílómetrar og heldur um 140 milljörðum tonna af vatni, en Grænland er 2,2 milljónir ferkílómetrar að stærð. Hvert allt þetta vatn fer er önnur spurning sem glímt er við; ef geymirinn er ekki tengdur neinni útrás frá jöklinum nú þegar er ljóst að um tank er að ræða sem á eftir að finna sér útleið. Ljóst er þó að um nýja uppgötvun er að ræða sem rannsaka þarf betur áður en hægt er að meta áhrifin á hækkun sjávarborðs til framtíðar. Talið er að snjór sem fellur síðsumars á svæðinu virki í raun eins og einangrun. Snjómagnið kemur í veg fyrir að frostið á yfirborðinu nái niður í vatnsgeyminn, og þess vegna helst það í fljótandi formi út veturinn. Eins er því slegið fram sem tilgátu að hugsanlega sé jarðhiti þarna undir jöklinum sem veldur bráðnuninni. Í frétt BBC af málinu er tiltekin pæling Joels Harper, vísindamanns við háskólann í Montana, en hann veltir því upp að þetta nýfundna fyrirbæri gæti haft áhrif á hvernig Grænlandsísinn bregst við frekari hlýnun jarðar.Mynd/getty Loftslagsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Vísindamenn hafa fundið vatnsgeymi undir Grænlandsjökli sem er á stærð við Írland. Enn hafa menn ekki hugmyndir um hvenær allt þetta vatn losnar úr jöklinum eða hvert það mun renna þegar þar að kemur. Magnið er þó slíkt að það mun hafa áhrif á hækkun sjávar þegar til framtíðar er litið. Rannsóknin var birt í tímaritinu Nature Geoscience. Þar er bent á að bráðnun Grænlandsjökuls hefur leikið stórt hlutverk í hækkun sjávarborðs á síðustu 100 árum. Á árabilinu 1992 til 2001 bráðnuðu 34 milljarðar tonna af ís, sem jókst í 215 milljarða tonna á ári á tímabilinu 2002 til 2011. Vorið 2011 boruðu vísindamennirnir djúpt í jökulinn og komust að því, sér til undrunar, að mikið af bráðnu vatni var í jöklinum þrátt fyrir að hitastigið væri fimmtán stiga frost. Þar sem árleg sumarbráðnun var ekki hafin varð vísindamönnunum ljóst að vatnið hafði ekki frosið í vetrarkuldunum. Gróft mat hópsins á því magni vatns sem um er að ræða kemur ekki síður á óvart. Geymirinn sjálfur er um 70.000 ferkílómetrar og heldur um 140 milljörðum tonna af vatni, en Grænland er 2,2 milljónir ferkílómetrar að stærð. Hvert allt þetta vatn fer er önnur spurning sem glímt er við; ef geymirinn er ekki tengdur neinni útrás frá jöklinum nú þegar er ljóst að um tank er að ræða sem á eftir að finna sér útleið. Ljóst er þó að um nýja uppgötvun er að ræða sem rannsaka þarf betur áður en hægt er að meta áhrifin á hækkun sjávarborðs til framtíðar. Talið er að snjór sem fellur síðsumars á svæðinu virki í raun eins og einangrun. Snjómagnið kemur í veg fyrir að frostið á yfirborðinu nái niður í vatnsgeyminn, og þess vegna helst það í fljótandi formi út veturinn. Eins er því slegið fram sem tilgátu að hugsanlega sé jarðhiti þarna undir jöklinum sem veldur bráðnuninni. Í frétt BBC af málinu er tiltekin pæling Joels Harper, vísindamanns við háskólann í Montana, en hann veltir því upp að þetta nýfundna fyrirbæri gæti haft áhrif á hvernig Grænlandsísinn bregst við frekari hlýnun jarðar.Mynd/getty
Loftslagsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira