
Að lepja dauðann úr LÍN skelinni
Það er hins vegar eitt sem að skyggir á þá æskilegu mynd sem dregin hefur verið hér upp af námi og langtíma áhrifum og kostum þess, það eru sjálf námsárin. Ekki þá í þeim skilningi að nám sé óspennandi eða leiðigjarnt heldur það umhverfi sem námsmenn hrærast í dags daglega. Kjör námsmanna eru nefnilega ekki neitt til að hrópa húrra fyrir og reyndar langt því frá. Fréttir um æ fleiri námsmenn sem leita sér matargjafa fyrir jólin endurspeglar í raun þá stöðu sem margir námsmenn eru í og getur sú staða ekki verið neinni þjóð til sóma. Ekki er nóg með að námsárin sé vörðuð peningaleysi og fjárhagsáhyggjum heldur mæta nýútskrifaðir á háskólanema æ meiri hindrunum á vinnumarkaði að útskrift lokinni.
Námsmenn sem þiggja framfærslu frá LÍN mega hafa aðrar tekjur umfram námslánin upp á 750.000 krónur á ári. Skoðum nú framfærsluviðmið sem LÍN styðst við, við útreikninga á grunnframfærslu námsmanna. En í honum eru taldir fram helstu útgjaldaliðir einstaklinga á leigumarkaði. Það fyrsta sem stingur heiftarlega í augun er heildarupphæðin sem nemur 2.138.956 kr. En þessi upphæð næst ekki þó tekin sé saman heildar lánsfjárupphæð frá LÍN að viðbættum þeim tekjum sem útlánareglur LÍN heimila eða 750.000 kr. Heildar ráðstöfunartekjur námsmanns í fullu námi eru þá 2.053.800 kr. Einungis er ætlast til þess að námsmaður eyði um 1.400 krónum á dag til matar og drykkjar innkaupa, húsnæðiskostnaður er áætlaður vera 83.409 kr. á mánuði að inniföldum hita og rafmagni og ferðakostnaður á ekki að vera hærri en 77.895 kr.á ári. Miðað við óeðlilega hátt verð á leigumarkaði í dag standast þessi viðmið engan veginn raunverulegan kostnað sem námsmenn standa frammi fyrir á leigumarkaði.
Skynsamlegasta leiðin fyrir annars vega námsmenn og hinsvegar ríkisvaldið væri að hækka frítekjumark námsmanna verulega. Ekki er um ræða beina framfærslu hjá ríkivaldinu eða bætur heldur lán. Afhverju á að skikka fólk til að lepja dauðan úr skel ef það er að taka lán? Slík skömmtunarhagfræði á að heyra sögunni til, það eróeðlilegt að hefta möguleika fólks til vinnu samfara námi. Frítekjumark öryrkja og lífeyrisþega er til dæmis miklu hærra en hjá námsmönnum. Einnig er vert að koma inn á rekstrarvanda LÍN, ekki er séð að fært verði að hækka útlán til einskalinga til bættra kjara námsmanna. Því er eina færa leiðin til að bæta kjör að hækka frítekjumarkið og höfða meira til dugnaðar og sjáfsbjargarviðleitni námsmanna. Með þessari leið er þrennt unnið, annars vegar er LÍN ekki sett í meiri vanda í dag en orðið er og hins vegar er námsmönnum gert það kleyft að bæta kjör sín án meiri lántöku.
Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun

Hvað er markaðsverð á fiski?
Sverrir Haraldsson skrifar

Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda
Anna Karen Svövudóttir skrifar

Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt
BIrgir Dýrfjörð skrifar

Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað?
Valentina Klaas skrifar

Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti
Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar

Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna
Berit Mueller skrifar

Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi?
Einar Jóhannes Guðnason skrifar

Þakkir til starfsfólk Janusar
Sigrún Ósk Bergmann skrifar

Mun gervigreindin senda konur heim?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Frá, frá, frá. Fúsa liggur á
Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Nokkur orð um stöðuna
Dögg Þrastardóttir skrifar

Kynbundinn munur í tekjum á efri árum
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

#blessmeta – þriðja grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins?
Berglind Halla Elíasdóttir skrifar

Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara!
Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar

Feluleikur Þorgerðar Katrínar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ráðalaus ráðherra
Högni Elfar Gylfason skrifar

Spólum til baka
Snævar Ingi Sveinsson skrifar

Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis
Erna Bjarnadóttir skrifar

Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna
Birna Ösp Traustadóttir skrifar

Sæluríkið Ísland
Einar Helgason skrifar

Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna
Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar

Stormurinn gegn stóðhryssunni
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Kallið þið þetta fjölbreytni?
Hermann Borgar Jakobsson skrifar

Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu
Pétur Jónasson skrifar

Réttlætið sem refsar Jóni
Hjálmar Vilhjálmsson skrifar

Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum
Kristján Blöndal skrifar

Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár
Katrín Matthíasdóttir skrifar