Pólitískur ómöguleiki? Guðmundur Andri Hjálmarsson skrifar 25. febrúar 2014 12:52 Ómöguleiki er ómögulegur. Það sem er ómögulegt getur aldrei verið. Til að mynda getur setning sem er ómögulega sönn aldrei verið sönn. Sama hvernig við vindum og snúum raunveruleikanum getur slík setning einfaldlega aldrei orðið sönn. Með öðrum en náskyldum orðum, slík setning er nauðsynlega ósönn. Þrátt fyrir að slíkar setningar séu ekki á hverju strái í daglegu máli eru þær samt sem áður til í bókstaflega óendanlegu magni. Tiltölulega óumdeilt dæmi um ómögulega sanna setningu er til að mynda „eitthvað er bæði mögulegt og ómögulegt“, þar sem nauðsynlega ekkert getur bæði haft og ekki haft, samstundis og í sama skilningi og svo framvegis, sama eiginleikann. Þar sem slíkt er einmitt ómögulegt er umrædd setning sömuleiðis ómögulega sönn, nauðsynlega ósönn. Iðulega er gerður greinarmunur á eðli ómöguleika eftir því hvaðan hann sprettur. Til dæmis er talað um rökfræðilegan ómöguleika, merkingafræðilegan ómöguleika, frumspekilegan ómöguleika, stærðfræðilegan ómöguleika, eðlisfræðilegan ómöguleika, líffræðilegan ómöguleika og sálfræðilegan ómöguleika. Þrátt fyrir að augljós dæmi séu til um allar þessar ólíku tegundir ómöguleika eru skilin stundum á milli óljós og ónákvæm. Sem dæmi má nefna setninguna að ofan: Þrátt fyrir að hún sé bersýnilega ómögulega sönn, þá er það ekki með öllu ljóst af hverju sá ómöguleiki sprettur. Ef heimurinn er einfaldlega þannig úr garði gerður að enginn hlutur getur haft og ekki haft sama eiginleikann, þá er ómöguleikinn frumspekilegur. Ef aftur á móti, hugsun okkar leyfir okkur ekki að gera ráð fyrir því að hlutur geti haft og ekki haft sama eiginleikann, alls óháð sigurverki heimsins, þá er ómöguleikinn rökfræðilegur (þrátt fyrir að rökfræðin sé röng sé hún ekki í samræmi við heiminn, en það er allt önnur saga). En hvað er þá pólitískur ómöguleiki? Pólitískur ómöguleiki er ómöguleiki sem er slíkur í krafti einhverra pólitískra fyrirbæra. Er slíkur ómöguleiki yfirleitt til? Hugsanlegt dæmi um pólitískan ómöguleika er að frumvarp yrði að lögum án samþykkis forseta (eða handhafa forsetavalds). Sé þetta dæmi nánar yfirvegað er samt sem áður ekki alveg skýrt að um pólitískan ómöguleika ræði: Ómöguleikinn er aðeins afstæður við núverandi stjórnarskrá, væri stjórnarskráin önnur, sem er hvorki óhugsandi né ómögulegt, þá gæti frumvarp vel orðið að lögum án samþykkis forseta. Já, hvað er þá eiginlega dæmi um pólitískan ómöguleika? Nýleg tilgáta er sú að öll vinna að einhverju gegn eigin skoðunum sé dæmi um pólitískan ómöguleika. Þetta dæmi verður að teljast enn vafasamara, þar sem stjórnmálamenn verða oft og iðulega í nafni málamiðlana eða pólitískra hrossakaupa að vinna gegn sínum eigin skoðunum. Einhverjum stjórnmálamönnum kann auðvitað vel að finnast slíkt ómögulegt en þeim skjátlast, því þannig er pólitíski leikurinn einfaldlega gerður. Nýlega lýsti til að mynda íslenskur þingflokksformaður því yfir að hún væri tilbúinn að greiða atkvæði gegn skoðunum sínum vegna þess að hún væri hluti af sínum flokk. Engin ómöguleiki þar. Nærtæk eru dæmi þar sem nær allir þingmenn heilu flokkanna á þingi greiða atkvæði gegn skoðunum sínum, allt í nafni einhvers konar samstarfs. Engin ómöguleiki þar heldur. En ef til vill átti tilgátusmiðurinn við eitthvað allt annað, kannski að öll vinna gegn hans eigin skoðunum sé alveg kolómöguleg og fyrir neðan hans virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ómöguleiki er ómögulegur. Það sem er ómögulegt getur aldrei verið. Til að mynda getur setning sem er ómögulega sönn aldrei verið sönn. Sama hvernig við vindum og snúum raunveruleikanum getur slík setning einfaldlega aldrei orðið sönn. Með öðrum en náskyldum orðum, slík setning er nauðsynlega ósönn. Þrátt fyrir að slíkar setningar séu ekki á hverju strái í daglegu máli eru þær samt sem áður til í bókstaflega óendanlegu magni. Tiltölulega óumdeilt dæmi um ómögulega sanna setningu er til að mynda „eitthvað er bæði mögulegt og ómögulegt“, þar sem nauðsynlega ekkert getur bæði haft og ekki haft, samstundis og í sama skilningi og svo framvegis, sama eiginleikann. Þar sem slíkt er einmitt ómögulegt er umrædd setning sömuleiðis ómögulega sönn, nauðsynlega ósönn. Iðulega er gerður greinarmunur á eðli ómöguleika eftir því hvaðan hann sprettur. Til dæmis er talað um rökfræðilegan ómöguleika, merkingafræðilegan ómöguleika, frumspekilegan ómöguleika, stærðfræðilegan ómöguleika, eðlisfræðilegan ómöguleika, líffræðilegan ómöguleika og sálfræðilegan ómöguleika. Þrátt fyrir að augljós dæmi séu til um allar þessar ólíku tegundir ómöguleika eru skilin stundum á milli óljós og ónákvæm. Sem dæmi má nefna setninguna að ofan: Þrátt fyrir að hún sé bersýnilega ómögulega sönn, þá er það ekki með öllu ljóst af hverju sá ómöguleiki sprettur. Ef heimurinn er einfaldlega þannig úr garði gerður að enginn hlutur getur haft og ekki haft sama eiginleikann, þá er ómöguleikinn frumspekilegur. Ef aftur á móti, hugsun okkar leyfir okkur ekki að gera ráð fyrir því að hlutur geti haft og ekki haft sama eiginleikann, alls óháð sigurverki heimsins, þá er ómöguleikinn rökfræðilegur (þrátt fyrir að rökfræðin sé röng sé hún ekki í samræmi við heiminn, en það er allt önnur saga). En hvað er þá pólitískur ómöguleiki? Pólitískur ómöguleiki er ómöguleiki sem er slíkur í krafti einhverra pólitískra fyrirbæra. Er slíkur ómöguleiki yfirleitt til? Hugsanlegt dæmi um pólitískan ómöguleika er að frumvarp yrði að lögum án samþykkis forseta (eða handhafa forsetavalds). Sé þetta dæmi nánar yfirvegað er samt sem áður ekki alveg skýrt að um pólitískan ómöguleika ræði: Ómöguleikinn er aðeins afstæður við núverandi stjórnarskrá, væri stjórnarskráin önnur, sem er hvorki óhugsandi né ómögulegt, þá gæti frumvarp vel orðið að lögum án samþykkis forseta. Já, hvað er þá eiginlega dæmi um pólitískan ómöguleika? Nýleg tilgáta er sú að öll vinna að einhverju gegn eigin skoðunum sé dæmi um pólitískan ómöguleika. Þetta dæmi verður að teljast enn vafasamara, þar sem stjórnmálamenn verða oft og iðulega í nafni málamiðlana eða pólitískra hrossakaupa að vinna gegn sínum eigin skoðunum. Einhverjum stjórnmálamönnum kann auðvitað vel að finnast slíkt ómögulegt en þeim skjátlast, því þannig er pólitíski leikurinn einfaldlega gerður. Nýlega lýsti til að mynda íslenskur þingflokksformaður því yfir að hún væri tilbúinn að greiða atkvæði gegn skoðunum sínum vegna þess að hún væri hluti af sínum flokk. Engin ómöguleiki þar. Nærtæk eru dæmi þar sem nær allir þingmenn heilu flokkanna á þingi greiða atkvæði gegn skoðunum sínum, allt í nafni einhvers konar samstarfs. Engin ómöguleiki þar heldur. En ef til vill átti tilgátusmiðurinn við eitthvað allt annað, kannski að öll vinna gegn hans eigin skoðunum sé alveg kolómöguleg og fyrir neðan hans virðingu.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun