Hvernig virkar eldflaugakerfið sem skaut niður flug MH17? Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. júlí 2014 20:51 Sönnunargögnin hrannast upp um óbeina aðild Rússa að því þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu. Til er hljóðupptaka af samtali leiðtoga aðskilnaðarsinna og rússnesks embættismanns sem er sögð bendla málið við Rússa. Þotan var skotin niður með tæknilega fullkomnu eldflugakerfi. Í bráðabirgðaskýrslu sem Samantha Power, sendiherra Bandaríkjamanna hjá Sameinuðu þjóðunum, skrifaði kemur fram að talið sé að farþegaþota Malaysaian Airlines í flugi MH17 hafi verið skotin niður með Buk-eldflaugakerfi eins og því sem sést á þessum myndum. (Sjá myndskeið).Í fréttinni í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig eldflaugakerfið virkar. Um er að ræða mjög dýran og tæknilega fullkomin búnað sem styðst við ratsjárkerfi. Getgátur voru um að aðskilnaðarsinnar gætu hafa stolið búnaðinum af Úkraínumönnum en vopn af þessu tagi var ekki í eigu úkraínska hersins. Þá þarf ítarlega þjálfun og kunnáttu til að stjórna búnaðinum sem ekki verður hlaupið að. Til er hljóðupptaka af samtali leiðtoga aðskilnaðarsinna og rússnesks embættismanns sem bendlar málið við Rússa. Áreiðanleiki upptökunnar hefur hins vegar ekki verið sannreyndur og því ekki vitað hvort hún er fölsuð. Úkraínsk stjórnvöld birtu síðdegis í gær myndskeið af bíl með Buk-eldflaugum og eina þeirra vantar. Er talið að þessi eldflaug hafi grandað flugi MH17 með þeim afleiðingum að öll áhöfn og farþegar létust, 298 manns. Vladimír Pútin hefur kennt úkraínska hernum um að hafa skotið vélina niður. Vitaly Nada, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, virtist ekki í nokkrum vafa á blaðamannafundi hverjir bæru ábyrgð á verknaðinum þegar hann svaraði spurningum blaðamanna í Kænugarði. „Uppreisnarmennirnir kunna ekki að starfrækja háþróaðan og tæknivæddan skotbúnað BUK-flauganna. Til að starfrækja búnað C1N03 BUK-1 flauganna þurfa menn að hafa að baki menntun í hernaði og vera vel þjálfaðir. Við vitum fyrir víst að þetta var rússneskt teymi, rússneskir borgarar stjórnuðu BUK-1 flaugunum og þeir komu frá Rússneska ríkjasambandinu ásamt eldflaugaskotfarartækinu,“ sagði Nada. Í Financial Times er haft eftir manni sem þekkir til í rússneskri stjórnsýslu að atvikið hafi takmarkað möguleika rússneskra stjórnvalda um tilfærslu herafla í Úkraínu. Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, hefur skrifað mikið um alþjóðamál gegnum tíðina. Karl segir að málið muni setja mikinn þrýsting á Vladimír Pútín forseta Rússlands. Pútín sé í vanda því hann hafi hrært upp í tilfinningum Rússa um innlimun Krímskaga og beri að hluta til ábyrgð á því ástandi sem skapast hafi í austurhluta-Úkraínu. Auk þess að vera alþjóðlegur harmleikur gæti árásin markað spor í báráttunni gegn HIV og alnæmi því um borð í vélinni voru 108 þátttakendur á alþjóðlegri alnæmisráðstefnu í Melbourne í næstu viku. Þeirra á meðal Joep Lange sem var frumkvöðull í rannsóknum á HIV. Fréttaskýringar MH17 Tengdar fréttir Loka lofthelgi austur Úkraínu Evrópska flugumferðarstofnunin Eurocontrol segir að yfirvöld í Kænugarði hafi lokað lofthelginni yfir austurhluta landsins. 18. júlí 2014 08:59 Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00 Leggja niður vopn í tvo til fjóra daga Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu hefur heitið því að þeir muni leggja niður vopn í tvo til fjóra daga vegna árásarinnar á MH17 í gær. 18. júlí 2014 15:01 Virtir frumkvöðlar á sviði HIV-rannsókna voru um borð Á meðal þeirra sem létust eftir að MH17 var skotin niður var hópur vísindamanna á leið á alþjóðlega alnæmisráðstefnu. Einn þeirra er Joep Lange sem var í fremstu röð í rannsóknum á HIV-veirunni. 19. júlí 2014 12:25 Myndskeið fangar síðustu andartökin um borð í MH17 Farþegi á leið til Malasíu birti myndskeið á netinu stuttu áður en flugvélin var skotin niður. 18. júlí 2014 15:30 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Pútín og Merkel hvetja til vopnahlés í Úkraínu Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur nú bæði úkraínska stjórnarherinn og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu til að leggja niður vopn og hefja friðarviðræður sem fyrst. 18. júlí 2014 13:50 Missti fjölskyldumeðlimi í báðum slysum Malaysia Airlines Kona frá Ástralíu hefur missti bróður sinn í hvarfi MH 370 í suður Indlandshafi og stjúpdóttir í MH 17 sem skotin var niður yfir Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 11:15 Tæknilega fullkomið Buk-eldflaugakerfi grandaði MH17 Flókið og tæknilega fullkomið Buk-eldflaugakerfi var notað til að granda MH17 vél Malaysian Airlines. Úkraínsk stjórnvöld saka rússneska aðskilnaðarsinna um að hafa fjarlægt mikilvæg sönnunargögn á staðnum þar sem vélin var skotin niður með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. 19. júlí 2014 12:15 Öryggisráð SÞ vill rannsókn óháðra aðila Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í dag vegna harmleiksins í Úkraínu. 18. júlí 2014 14:13 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Sönnunargögnin hrannast upp um óbeina aðild Rússa að því þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu. Til er hljóðupptaka af samtali leiðtoga aðskilnaðarsinna og rússnesks embættismanns sem er sögð bendla málið við Rússa. Þotan var skotin niður með tæknilega fullkomnu eldflugakerfi. Í bráðabirgðaskýrslu sem Samantha Power, sendiherra Bandaríkjamanna hjá Sameinuðu þjóðunum, skrifaði kemur fram að talið sé að farþegaþota Malaysaian Airlines í flugi MH17 hafi verið skotin niður með Buk-eldflaugakerfi eins og því sem sést á þessum myndum. (Sjá myndskeið).Í fréttinni í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig eldflaugakerfið virkar. Um er að ræða mjög dýran og tæknilega fullkomin búnað sem styðst við ratsjárkerfi. Getgátur voru um að aðskilnaðarsinnar gætu hafa stolið búnaðinum af Úkraínumönnum en vopn af þessu tagi var ekki í eigu úkraínska hersins. Þá þarf ítarlega þjálfun og kunnáttu til að stjórna búnaðinum sem ekki verður hlaupið að. Til er hljóðupptaka af samtali leiðtoga aðskilnaðarsinna og rússnesks embættismanns sem bendlar málið við Rússa. Áreiðanleiki upptökunnar hefur hins vegar ekki verið sannreyndur og því ekki vitað hvort hún er fölsuð. Úkraínsk stjórnvöld birtu síðdegis í gær myndskeið af bíl með Buk-eldflaugum og eina þeirra vantar. Er talið að þessi eldflaug hafi grandað flugi MH17 með þeim afleiðingum að öll áhöfn og farþegar létust, 298 manns. Vladimír Pútin hefur kennt úkraínska hernum um að hafa skotið vélina niður. Vitaly Nada, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, virtist ekki í nokkrum vafa á blaðamannafundi hverjir bæru ábyrgð á verknaðinum þegar hann svaraði spurningum blaðamanna í Kænugarði. „Uppreisnarmennirnir kunna ekki að starfrækja háþróaðan og tæknivæddan skotbúnað BUK-flauganna. Til að starfrækja búnað C1N03 BUK-1 flauganna þurfa menn að hafa að baki menntun í hernaði og vera vel þjálfaðir. Við vitum fyrir víst að þetta var rússneskt teymi, rússneskir borgarar stjórnuðu BUK-1 flaugunum og þeir komu frá Rússneska ríkjasambandinu ásamt eldflaugaskotfarartækinu,“ sagði Nada. Í Financial Times er haft eftir manni sem þekkir til í rússneskri stjórnsýslu að atvikið hafi takmarkað möguleika rússneskra stjórnvalda um tilfærslu herafla í Úkraínu. Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, hefur skrifað mikið um alþjóðamál gegnum tíðina. Karl segir að málið muni setja mikinn þrýsting á Vladimír Pútín forseta Rússlands. Pútín sé í vanda því hann hafi hrært upp í tilfinningum Rússa um innlimun Krímskaga og beri að hluta til ábyrgð á því ástandi sem skapast hafi í austurhluta-Úkraínu. Auk þess að vera alþjóðlegur harmleikur gæti árásin markað spor í báráttunni gegn HIV og alnæmi því um borð í vélinni voru 108 þátttakendur á alþjóðlegri alnæmisráðstefnu í Melbourne í næstu viku. Þeirra á meðal Joep Lange sem var frumkvöðull í rannsóknum á HIV.
Fréttaskýringar MH17 Tengdar fréttir Loka lofthelgi austur Úkraínu Evrópska flugumferðarstofnunin Eurocontrol segir að yfirvöld í Kænugarði hafi lokað lofthelginni yfir austurhluta landsins. 18. júlí 2014 08:59 Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00 Leggja niður vopn í tvo til fjóra daga Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu hefur heitið því að þeir muni leggja niður vopn í tvo til fjóra daga vegna árásarinnar á MH17 í gær. 18. júlí 2014 15:01 Virtir frumkvöðlar á sviði HIV-rannsókna voru um borð Á meðal þeirra sem létust eftir að MH17 var skotin niður var hópur vísindamanna á leið á alþjóðlega alnæmisráðstefnu. Einn þeirra er Joep Lange sem var í fremstu röð í rannsóknum á HIV-veirunni. 19. júlí 2014 12:25 Myndskeið fangar síðustu andartökin um borð í MH17 Farþegi á leið til Malasíu birti myndskeið á netinu stuttu áður en flugvélin var skotin niður. 18. júlí 2014 15:30 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Pútín og Merkel hvetja til vopnahlés í Úkraínu Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur nú bæði úkraínska stjórnarherinn og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu til að leggja niður vopn og hefja friðarviðræður sem fyrst. 18. júlí 2014 13:50 Missti fjölskyldumeðlimi í báðum slysum Malaysia Airlines Kona frá Ástralíu hefur missti bróður sinn í hvarfi MH 370 í suður Indlandshafi og stjúpdóttir í MH 17 sem skotin var niður yfir Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 11:15 Tæknilega fullkomið Buk-eldflaugakerfi grandaði MH17 Flókið og tæknilega fullkomið Buk-eldflaugakerfi var notað til að granda MH17 vél Malaysian Airlines. Úkraínsk stjórnvöld saka rússneska aðskilnaðarsinna um að hafa fjarlægt mikilvæg sönnunargögn á staðnum þar sem vélin var skotin niður með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. 19. júlí 2014 12:15 Öryggisráð SÞ vill rannsókn óháðra aðila Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í dag vegna harmleiksins í Úkraínu. 18. júlí 2014 14:13 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Loka lofthelgi austur Úkraínu Evrópska flugumferðarstofnunin Eurocontrol segir að yfirvöld í Kænugarði hafi lokað lofthelginni yfir austurhluta landsins. 18. júlí 2014 08:59
Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00
Leggja niður vopn í tvo til fjóra daga Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu hefur heitið því að þeir muni leggja niður vopn í tvo til fjóra daga vegna árásarinnar á MH17 í gær. 18. júlí 2014 15:01
Virtir frumkvöðlar á sviði HIV-rannsókna voru um borð Á meðal þeirra sem létust eftir að MH17 var skotin niður var hópur vísindamanna á leið á alþjóðlega alnæmisráðstefnu. Einn þeirra er Joep Lange sem var í fremstu röð í rannsóknum á HIV-veirunni. 19. júlí 2014 12:25
Myndskeið fangar síðustu andartökin um borð í MH17 Farþegi á leið til Malasíu birti myndskeið á netinu stuttu áður en flugvélin var skotin niður. 18. júlí 2014 15:30
Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00
Pútín og Merkel hvetja til vopnahlés í Úkraínu Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur nú bæði úkraínska stjórnarherinn og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu til að leggja niður vopn og hefja friðarviðræður sem fyrst. 18. júlí 2014 13:50
Missti fjölskyldumeðlimi í báðum slysum Malaysia Airlines Kona frá Ástralíu hefur missti bróður sinn í hvarfi MH 370 í suður Indlandshafi og stjúpdóttir í MH 17 sem skotin var niður yfir Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 11:15
Tæknilega fullkomið Buk-eldflaugakerfi grandaði MH17 Flókið og tæknilega fullkomið Buk-eldflaugakerfi var notað til að granda MH17 vél Malaysian Airlines. Úkraínsk stjórnvöld saka rússneska aðskilnaðarsinna um að hafa fjarlægt mikilvæg sönnunargögn á staðnum þar sem vélin var skotin niður með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. 19. júlí 2014 12:15
Öryggisráð SÞ vill rannsókn óháðra aðila Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í dag vegna harmleiksins í Úkraínu. 18. júlí 2014 14:13
Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42
Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12