Svisslendingurinn Sepp Blatter ætlar að bjóða sig fram til endurkjörs til embættis forseta FIFA, en kosið verður á næsta ári.
Verði Blatter kosinn, sem allt bendir til, mun hann sitja sitt fimmta kjörtímabil. Svisslendingurinn tók við forsetaembættinu af Brasilíumanninum Joao Havelange 1998 og hefur gegnt því síðan þá.
Michel Platini, forseti UEFA, gaf það út í síðustu viku að hann myndi ekki bjóða sig fram gegn Blatter.
Blatter ætlar að sitja áfram á forsetastóli

Tengdar fréttir

Geir: Held að menn ofmeti áhrif mín hjá UEFA
Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir að hinn 78 ára gamli Sepp Blatter stýri FIFA til ársins 2019. UEFA mun ekki senda frambjóðanda gegn Blatter á næsta ári. Þó að Blatter sé umdeildur hefur hann hreðjatak á hreyfingunni.

Platini fer ekki fram gegn Blatter
Michel Platini, forseti UEFA (Evrópska knattspyrnusambandsins), mun ekki bjóða sig fram gegn sitjandi forseta FIFA, Sepp Blatter.

Platini vill sjá fleiri Evrópuþjóðir fá sæti á HM
Michel Platini, forseti UEFA, telur að Evrópa eigi skilið að fá fleiri sæti á næstu úrslitakeppnum HM en álfan fékk á HM í sumar.