Alþjóðleg björgunarmiðstöð líklega staðsett í Keflavík Svavar Hávarsson skrifar 21. janúar 2014 16:23 Horft er til þess að alþjóðleg björgunarmiðstöð verði staðsett á Keflavíkurflugvelli þó mögulegt sé að hún verði með starfsstöðvar víðar á landinu. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er unnið að málinu í innanríkis- og utanríkisráðuneytinu og þegar það hefur tekið á sig skýrari mynd munum við keyra á þetta. Við munum ræða þetta sérstaklega í febrúar þegar varnar- og utanríkisráðherrar Norðurlandanna heimsækja okkur til Íslands,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra spurður um alþjóðlega leitar- og björgunarmiðstöð á Íslandi, en ráðherra vék að málinu í ræðu sinni á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í borginni Tromsö í Noregi í gær. Gunnar Bragi segir í viðtali við Fréttablaðið að horft sé til Keflavíkurflugvallar fyrir grunnstarfsemina, enda sé þar allt til staðar. Hins vegar sé verið að skoða hvort ástæða sé til að dreifa starfseminni víðar um landið, en það er einmitt til skoðunar í ráðuneytunum.Gunnar Bragi SveinssonMynd/Iglika Trifonova, Arctic Frontiers & APECS InternationalHugmyndin kom fyrst fram í sumar þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Forsætisráðherra ræddi þá sérstaklega um málefni norðurslóða og mikilvægi þess að byggja upp innviði á norðurslóðum, ekki hvað síst á sviði leitar og björgunar. Ísland væri vel í stakk búið til að fóstra slíka miðstöð í krafti þekkingar og ekki síst staðsetningar landsins. Slíkt yrði í samstarfi allra ríkja norðurslóða, en NATO ætti líklega aðkomu að starfseminni með starfsfólki og tækjabúnaði. Gunnar Bragi kom víða við í ræðu sinni og, eins og aðrir ræðumenn, vék að álitamálum sem tengjast hlýnun jarðar fyrir norðurslóðir. Makrílveiðin við Ísland væri jákvæð hlið þeirrar þróunar en hann sagði jafnframt að ýmsar hættur kynnu að leynast hinum megin við hornið. Með hlýnun sjávar væri ekki loku fyrir það skotið að mikilvægir nytjastofnar Íslands gætu leitað norðar í kaldari sjó, og tiltók þorsk, síld og loðnu sem dæmi.Deilt um auðlindir á norðurslóðElisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, talaði á undan Gunnari Braga á ráðstefnunni, og er vert að minnast á hennar framlag um makríldeiluna. Hún lýsti yfir vonbrigðum sínum með að ekki hefði náðst samkomulag, þrátt fyrir tilraunir til samningagerðar í fimm ár, en tók sérstaklega fram að Noregur nálgaðist þá deilu út frá því grundvallarsjónarmiði Norðmanna að eignarhald á tilteknum fiskistofni grundvallaðist á því hvar stofninn héldi sig yfir árið – eða landfræðilegri dreifingu hans. „Noregur lítur svo á að lausn deilunnar um hvernig veiði á makríl skal skipt á milli strandríkjanna grundvallist á þessari reglu,“ sagði Aspaker. Hún bætti við að hún tæki makrílinn sem dæmi um að deilt sé um auðlindir á norðurslóðum, og eflaust verði það einnig svo í framtíðinni. Hins vegar séu fá álitamál um svæðisbundna hagsmuni á norðurslóðum og því teldust norðurslóðir eitt af friðsamari svæðum heims. Gunnar Bragi hnykkti hins vegar á því í sinni ræðu að makríllinn væri nú allt sumarið inni í íslenskri lögsögu til að éta á sig vetrarforða. Eins sýndu vísindagögn að makríll sé byrjaður að hrygna við Ísland og þar væri nú vísir að stofni sem aldrei færi út úr íslenskri lögsögu. Gunnar Bragi vék sérstaklega að jafnréttismálum í tengslum við samvinnu ríkja á norðurslóðum. Ísland mun, ásamt Noregi, leiða verkefni innan Norðurskautsráðsins sem snýr að stefnumótun í jafnréttismálum á svæðinu. Þessu starfi verður fylgt eftir með sérstakri ráðstefnu sem haldin verður á Akureyri í október næstkomandi. Loftslagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
„Það er unnið að málinu í innanríkis- og utanríkisráðuneytinu og þegar það hefur tekið á sig skýrari mynd munum við keyra á þetta. Við munum ræða þetta sérstaklega í febrúar þegar varnar- og utanríkisráðherrar Norðurlandanna heimsækja okkur til Íslands,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra spurður um alþjóðlega leitar- og björgunarmiðstöð á Íslandi, en ráðherra vék að málinu í ræðu sinni á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í borginni Tromsö í Noregi í gær. Gunnar Bragi segir í viðtali við Fréttablaðið að horft sé til Keflavíkurflugvallar fyrir grunnstarfsemina, enda sé þar allt til staðar. Hins vegar sé verið að skoða hvort ástæða sé til að dreifa starfseminni víðar um landið, en það er einmitt til skoðunar í ráðuneytunum.Gunnar Bragi SveinssonMynd/Iglika Trifonova, Arctic Frontiers & APECS InternationalHugmyndin kom fyrst fram í sumar þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Forsætisráðherra ræddi þá sérstaklega um málefni norðurslóða og mikilvægi þess að byggja upp innviði á norðurslóðum, ekki hvað síst á sviði leitar og björgunar. Ísland væri vel í stakk búið til að fóstra slíka miðstöð í krafti þekkingar og ekki síst staðsetningar landsins. Slíkt yrði í samstarfi allra ríkja norðurslóða, en NATO ætti líklega aðkomu að starfseminni með starfsfólki og tækjabúnaði. Gunnar Bragi kom víða við í ræðu sinni og, eins og aðrir ræðumenn, vék að álitamálum sem tengjast hlýnun jarðar fyrir norðurslóðir. Makrílveiðin við Ísland væri jákvæð hlið þeirrar þróunar en hann sagði jafnframt að ýmsar hættur kynnu að leynast hinum megin við hornið. Með hlýnun sjávar væri ekki loku fyrir það skotið að mikilvægir nytjastofnar Íslands gætu leitað norðar í kaldari sjó, og tiltók þorsk, síld og loðnu sem dæmi.Deilt um auðlindir á norðurslóðElisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, talaði á undan Gunnari Braga á ráðstefnunni, og er vert að minnast á hennar framlag um makríldeiluna. Hún lýsti yfir vonbrigðum sínum með að ekki hefði náðst samkomulag, þrátt fyrir tilraunir til samningagerðar í fimm ár, en tók sérstaklega fram að Noregur nálgaðist þá deilu út frá því grundvallarsjónarmiði Norðmanna að eignarhald á tilteknum fiskistofni grundvallaðist á því hvar stofninn héldi sig yfir árið – eða landfræðilegri dreifingu hans. „Noregur lítur svo á að lausn deilunnar um hvernig veiði á makríl skal skipt á milli strandríkjanna grundvallist á þessari reglu,“ sagði Aspaker. Hún bætti við að hún tæki makrílinn sem dæmi um að deilt sé um auðlindir á norðurslóðum, og eflaust verði það einnig svo í framtíðinni. Hins vegar séu fá álitamál um svæðisbundna hagsmuni á norðurslóðum og því teldust norðurslóðir eitt af friðsamari svæðum heims. Gunnar Bragi hnykkti hins vegar á því í sinni ræðu að makríllinn væri nú allt sumarið inni í íslenskri lögsögu til að éta á sig vetrarforða. Eins sýndu vísindagögn að makríll sé byrjaður að hrygna við Ísland og þar væri nú vísir að stofni sem aldrei færi út úr íslenskri lögsögu. Gunnar Bragi vék sérstaklega að jafnréttismálum í tengslum við samvinnu ríkja á norðurslóðum. Ísland mun, ásamt Noregi, leiða verkefni innan Norðurskautsráðsins sem snýr að stefnumótun í jafnréttismálum á svæðinu. Þessu starfi verður fylgt eftir með sérstakri ráðstefnu sem haldin verður á Akureyri í október næstkomandi.
Loftslagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira