Langt í metfjölda undirskrifta Brjánn Jónasson skrifar 28. febrúar 2014 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði fjölmiðlalögunum svokölluðu staðfestingar árið 2004. Þá vísaði hann til þess að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar og byggði það mat sitt á þeim tæplega 32 þúsund undirskriftum sem honum höfðu verið afhentar. Fréttablaðið/GVA Fjöldi þeirra sem skrifað hafa undir áskorun til Alþingis um að hætta við að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið nálgast nú fjóra tugi þúsunda. Undirskriftir hafa safnast hratt, en söfnunin hefur aðeins verið í gangi frá því síðastliðið sunnudagskvöld. Fjöldi þeirra sem hafa skrifað undir áskorunina á vefnum thjod.is er orðinn svipaður og sá fjöldi sem skrifaði undir áskorun til forseta Íslands um að synja öðrum Icesave-samningnum staðfestingar, en um 38 þúsund settu nafn sitt á þann lista. Fjöldinn er samt talsvert undir þeim mikla fjölda sem skrifaði undir áskorun til forseta vegna fyrri Icesave-samningsins, þegar rúmlega 56 þúsund skrifuðu undir. Stærsta undirskriftasöfnunin hér á landi fór fram á síðasta ári. Þá skoruðu nærri 70 þúsund á Reykjavíkurborg að tryggja að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýrinni. Sextán stórar undirskriftasafnanir hafa farið fram hér á landi frá því Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1944. Safnanirnar voru fáar þar til fór að líða á 21. öldina, en hafa verið tíðar síðustu árin. Áhrif þeirra virðast upp og ofan. Stundum hlusta ráðamenn á þá sem setja nafn sitt á blað og stundum ekki, og ræður þá ekki alltaf fjöldi undirskrifta. Undirskriftasöfnun getur vissulega haft áhrif. Þegar tæplega 32 þúsund skoruðu á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að synja fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar staðfestingar gerði hann það. Hann vísaði meðal annars til þess að undirskriftirnar sýndu að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar. Ekki varð af þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þar sem ríkisstjórnin dró lögin til baka áður en til þess kom. Að sama skapi varð forsetinn við áskorunum vegna Icesave í tvígang og vísaði samningum við Breta og Hollendinga vegna málsins í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem þeir voru snarlega felldir.Gunnar Helgi KristinssonFjöldinn skiptir ekki öllu Fjöldi undirskrifta er þó greinilega ekki það eina sem forsetinn og aðrir sem taka við slíkum undirskriftum hafa í huga. Tæplega 35 þúsund skoruðu á hann að synja lögum um lækkun veiðigjalda staðfestingar í fyrra. Forsetinn varð ekki við þeirri ósk. Þetta sýnir að áhrif undirskriftasafnana eru háð geðþóttavaldi stjórnvalda, segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Stjórnvöld á landsvísu eru ekki bundin af undirskriftasöfnunum, sama hversu hátt hlutfall kosningabærra manna skrifar undir. Engin leið er til að knýja fram neinar afleiðingar kjósi stjórnvöld að ganga gegn vilja þeirra sem skrifa undir. Gunnar bendir á að til sé rammi í íslenskum sveitarstjórnarlögum þar sem 20 prósent atkvæðisbærra íbúa geti kallað fram almenna atkvæðagreiðslu í sveitarfélaginu um tiltekið mál. Gunnar segist sjálfur hallast að því að aðrar aðferðir séu heppilegri en undirskriftasöfnun til að framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu. Til dæmis mætti hugsa sér að ákveðinn minnihluti þingmanna gæti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá landsins, sem ekki urðu að veruleika, var ákvæði um málskot til þjóðarinnar. Þar var gert ráð fyrir því að tíu prósent kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem Alþingi hefði samþykkt. Í dag eru rúmlega 240 þúsund Íslendingar 18 ára og eldri, og því hefði þurft rúmlega 24 þúsund undirskriftir til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt þessu ákvæði. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Fjöldi þeirra sem skrifað hafa undir áskorun til Alþingis um að hætta við að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið nálgast nú fjóra tugi þúsunda. Undirskriftir hafa safnast hratt, en söfnunin hefur aðeins verið í gangi frá því síðastliðið sunnudagskvöld. Fjöldi þeirra sem hafa skrifað undir áskorunina á vefnum thjod.is er orðinn svipaður og sá fjöldi sem skrifaði undir áskorun til forseta Íslands um að synja öðrum Icesave-samningnum staðfestingar, en um 38 þúsund settu nafn sitt á þann lista. Fjöldinn er samt talsvert undir þeim mikla fjölda sem skrifaði undir áskorun til forseta vegna fyrri Icesave-samningsins, þegar rúmlega 56 þúsund skrifuðu undir. Stærsta undirskriftasöfnunin hér á landi fór fram á síðasta ári. Þá skoruðu nærri 70 þúsund á Reykjavíkurborg að tryggja að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýrinni. Sextán stórar undirskriftasafnanir hafa farið fram hér á landi frá því Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1944. Safnanirnar voru fáar þar til fór að líða á 21. öldina, en hafa verið tíðar síðustu árin. Áhrif þeirra virðast upp og ofan. Stundum hlusta ráðamenn á þá sem setja nafn sitt á blað og stundum ekki, og ræður þá ekki alltaf fjöldi undirskrifta. Undirskriftasöfnun getur vissulega haft áhrif. Þegar tæplega 32 þúsund skoruðu á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að synja fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar staðfestingar gerði hann það. Hann vísaði meðal annars til þess að undirskriftirnar sýndu að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar. Ekki varð af þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þar sem ríkisstjórnin dró lögin til baka áður en til þess kom. Að sama skapi varð forsetinn við áskorunum vegna Icesave í tvígang og vísaði samningum við Breta og Hollendinga vegna málsins í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem þeir voru snarlega felldir.Gunnar Helgi KristinssonFjöldinn skiptir ekki öllu Fjöldi undirskrifta er þó greinilega ekki það eina sem forsetinn og aðrir sem taka við slíkum undirskriftum hafa í huga. Tæplega 35 þúsund skoruðu á hann að synja lögum um lækkun veiðigjalda staðfestingar í fyrra. Forsetinn varð ekki við þeirri ósk. Þetta sýnir að áhrif undirskriftasafnana eru háð geðþóttavaldi stjórnvalda, segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Stjórnvöld á landsvísu eru ekki bundin af undirskriftasöfnunum, sama hversu hátt hlutfall kosningabærra manna skrifar undir. Engin leið er til að knýja fram neinar afleiðingar kjósi stjórnvöld að ganga gegn vilja þeirra sem skrifa undir. Gunnar bendir á að til sé rammi í íslenskum sveitarstjórnarlögum þar sem 20 prósent atkvæðisbærra íbúa geti kallað fram almenna atkvæðagreiðslu í sveitarfélaginu um tiltekið mál. Gunnar segist sjálfur hallast að því að aðrar aðferðir séu heppilegri en undirskriftasöfnun til að framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu. Til dæmis mætti hugsa sér að ákveðinn minnihluti þingmanna gæti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá landsins, sem ekki urðu að veruleika, var ákvæði um málskot til þjóðarinnar. Þar var gert ráð fyrir því að tíu prósent kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem Alþingi hefði samþykkt. Í dag eru rúmlega 240 þúsund Íslendingar 18 ára og eldri, og því hefði þurft rúmlega 24 þúsund undirskriftir til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt þessu ákvæði.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira