Langt í metfjölda undirskrifta Brjánn Jónasson skrifar 28. febrúar 2014 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði fjölmiðlalögunum svokölluðu staðfestingar árið 2004. Þá vísaði hann til þess að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar og byggði það mat sitt á þeim tæplega 32 þúsund undirskriftum sem honum höfðu verið afhentar. Fréttablaðið/GVA Fjöldi þeirra sem skrifað hafa undir áskorun til Alþingis um að hætta við að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið nálgast nú fjóra tugi þúsunda. Undirskriftir hafa safnast hratt, en söfnunin hefur aðeins verið í gangi frá því síðastliðið sunnudagskvöld. Fjöldi þeirra sem hafa skrifað undir áskorunina á vefnum thjod.is er orðinn svipaður og sá fjöldi sem skrifaði undir áskorun til forseta Íslands um að synja öðrum Icesave-samningnum staðfestingar, en um 38 þúsund settu nafn sitt á þann lista. Fjöldinn er samt talsvert undir þeim mikla fjölda sem skrifaði undir áskorun til forseta vegna fyrri Icesave-samningsins, þegar rúmlega 56 þúsund skrifuðu undir. Stærsta undirskriftasöfnunin hér á landi fór fram á síðasta ári. Þá skoruðu nærri 70 þúsund á Reykjavíkurborg að tryggja að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýrinni. Sextán stórar undirskriftasafnanir hafa farið fram hér á landi frá því Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1944. Safnanirnar voru fáar þar til fór að líða á 21. öldina, en hafa verið tíðar síðustu árin. Áhrif þeirra virðast upp og ofan. Stundum hlusta ráðamenn á þá sem setja nafn sitt á blað og stundum ekki, og ræður þá ekki alltaf fjöldi undirskrifta. Undirskriftasöfnun getur vissulega haft áhrif. Þegar tæplega 32 þúsund skoruðu á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að synja fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar staðfestingar gerði hann það. Hann vísaði meðal annars til þess að undirskriftirnar sýndu að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar. Ekki varð af þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þar sem ríkisstjórnin dró lögin til baka áður en til þess kom. Að sama skapi varð forsetinn við áskorunum vegna Icesave í tvígang og vísaði samningum við Breta og Hollendinga vegna málsins í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem þeir voru snarlega felldir.Gunnar Helgi KristinssonFjöldinn skiptir ekki öllu Fjöldi undirskrifta er þó greinilega ekki það eina sem forsetinn og aðrir sem taka við slíkum undirskriftum hafa í huga. Tæplega 35 þúsund skoruðu á hann að synja lögum um lækkun veiðigjalda staðfestingar í fyrra. Forsetinn varð ekki við þeirri ósk. Þetta sýnir að áhrif undirskriftasafnana eru háð geðþóttavaldi stjórnvalda, segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Stjórnvöld á landsvísu eru ekki bundin af undirskriftasöfnunum, sama hversu hátt hlutfall kosningabærra manna skrifar undir. Engin leið er til að knýja fram neinar afleiðingar kjósi stjórnvöld að ganga gegn vilja þeirra sem skrifa undir. Gunnar bendir á að til sé rammi í íslenskum sveitarstjórnarlögum þar sem 20 prósent atkvæðisbærra íbúa geti kallað fram almenna atkvæðagreiðslu í sveitarfélaginu um tiltekið mál. Gunnar segist sjálfur hallast að því að aðrar aðferðir séu heppilegri en undirskriftasöfnun til að framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu. Til dæmis mætti hugsa sér að ákveðinn minnihluti þingmanna gæti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá landsins, sem ekki urðu að veruleika, var ákvæði um málskot til þjóðarinnar. Þar var gert ráð fyrir því að tíu prósent kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem Alþingi hefði samþykkt. Í dag eru rúmlega 240 þúsund Íslendingar 18 ára og eldri, og því hefði þurft rúmlega 24 þúsund undirskriftir til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt þessu ákvæði. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Fjöldi þeirra sem skrifað hafa undir áskorun til Alþingis um að hætta við að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið nálgast nú fjóra tugi þúsunda. Undirskriftir hafa safnast hratt, en söfnunin hefur aðeins verið í gangi frá því síðastliðið sunnudagskvöld. Fjöldi þeirra sem hafa skrifað undir áskorunina á vefnum thjod.is er orðinn svipaður og sá fjöldi sem skrifaði undir áskorun til forseta Íslands um að synja öðrum Icesave-samningnum staðfestingar, en um 38 þúsund settu nafn sitt á þann lista. Fjöldinn er samt talsvert undir þeim mikla fjölda sem skrifaði undir áskorun til forseta vegna fyrri Icesave-samningsins, þegar rúmlega 56 þúsund skrifuðu undir. Stærsta undirskriftasöfnunin hér á landi fór fram á síðasta ári. Þá skoruðu nærri 70 þúsund á Reykjavíkurborg að tryggja að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýrinni. Sextán stórar undirskriftasafnanir hafa farið fram hér á landi frá því Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1944. Safnanirnar voru fáar þar til fór að líða á 21. öldina, en hafa verið tíðar síðustu árin. Áhrif þeirra virðast upp og ofan. Stundum hlusta ráðamenn á þá sem setja nafn sitt á blað og stundum ekki, og ræður þá ekki alltaf fjöldi undirskrifta. Undirskriftasöfnun getur vissulega haft áhrif. Þegar tæplega 32 þúsund skoruðu á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að synja fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar staðfestingar gerði hann það. Hann vísaði meðal annars til þess að undirskriftirnar sýndu að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar. Ekki varð af þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þar sem ríkisstjórnin dró lögin til baka áður en til þess kom. Að sama skapi varð forsetinn við áskorunum vegna Icesave í tvígang og vísaði samningum við Breta og Hollendinga vegna málsins í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem þeir voru snarlega felldir.Gunnar Helgi KristinssonFjöldinn skiptir ekki öllu Fjöldi undirskrifta er þó greinilega ekki það eina sem forsetinn og aðrir sem taka við slíkum undirskriftum hafa í huga. Tæplega 35 þúsund skoruðu á hann að synja lögum um lækkun veiðigjalda staðfestingar í fyrra. Forsetinn varð ekki við þeirri ósk. Þetta sýnir að áhrif undirskriftasafnana eru háð geðþóttavaldi stjórnvalda, segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Stjórnvöld á landsvísu eru ekki bundin af undirskriftasöfnunum, sama hversu hátt hlutfall kosningabærra manna skrifar undir. Engin leið er til að knýja fram neinar afleiðingar kjósi stjórnvöld að ganga gegn vilja þeirra sem skrifa undir. Gunnar bendir á að til sé rammi í íslenskum sveitarstjórnarlögum þar sem 20 prósent atkvæðisbærra íbúa geti kallað fram almenna atkvæðagreiðslu í sveitarfélaginu um tiltekið mál. Gunnar segist sjálfur hallast að því að aðrar aðferðir séu heppilegri en undirskriftasöfnun til að framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu. Til dæmis mætti hugsa sér að ákveðinn minnihluti þingmanna gæti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá landsins, sem ekki urðu að veruleika, var ákvæði um málskot til þjóðarinnar. Þar var gert ráð fyrir því að tíu prósent kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem Alþingi hefði samþykkt. Í dag eru rúmlega 240 þúsund Íslendingar 18 ára og eldri, og því hefði þurft rúmlega 24 þúsund undirskriftir til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt þessu ákvæði.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira