Segir alþjóðasamfélagið getulaust Freyr Bjarnason skrifar 17. mars 2014 07:00 Suðurkóreskir stúdentar á kertaljósaathöfn sem var haldin til að krefjast þess að börn í Sýrlandi fái aukna aðstoð. Mynd/AP Þrjú ár eru liðin síðan átökin á Sýrlandi hófust. Af því tilefni sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu að um væri að ræða stærsta mannúðar-, friðar- og öryggisvandamál heimsins. Ban Ki-moon sagðist ósáttur við getuleysi alþjóðasamfélagsins til að leysa deiluna og hvatti Bandaríkjamenn og Rússa sérstaklega til að setja aukinn kraft í friðarviðræðurnar en báðar þjóðirnar hafa staðið í deilum vegna ástandsins í Úkraínu. Átökin í Sýrlandi eiga rætur sínar að rekja til mótmæla sem spruttu upp í borginni Deraa í suðurhluta Sýrlands eftir að hópur unglinga var handtekinn og pyntaður fyrir að hafa málað uppreisnarslagorð á skólavegg. Þegar öryggissveitir stjórnvalda hófu skothríð á mótmælendurna og drápu þó nokkra urðu mótmælin umfangsmeiri og áður en langt um leið var þess krafist víða um land að forsetinn, Bashar al-Assad, segði af sér. Ákvörðun stjórnvalda um að beita enn meira herafli til að stöðva mótmælin höfðu öfug áhrif. Í júlí 2011 tóku hundruð þúsunda manna þátt í mótmælum víðs vegar um landið. Mótmælendurnir hófu að grípa til vopna. Borgarastyrjöld braust út og árið 2012 náðu átökin til höfuðborgarinnar Damaskus og Aleppo. Talið er að um 140 þúsund hafi fallið í átökunum, þar af fjöldi óbreyttra borgara. Ein af ástæðunum fyrir því að átökin hafa haldið áfram án þess að samningar hafi náðst er sú að mótmælendurnir eru langt í frá samstiga um hvaða stefnu skuli taka, þó svo að allir séu þeir sammála um að forsetinn Assad verði að víkja. Samninganefnd hefur verið mynduð til að ná athygli alþjóðasamfélagins en hún hefur ekki sýnt nægan styrk vegna innri átaka og lítils stuðnings frá grasrótarhreyfingum og uppreisnarsinnum, að því er kom fram í frétt BBC. Vopnaðir uppreisnarsinnar hafa myndað hinar ýmsu hreyfingar og talið er að allt að eitt þúsund mismunandi hópar séu núna að störfum með um eitt hundrað þúsund bardagamenn innan sinna raða. Hófsamir mótmælendur eru mun færri en harðlínu-íslamistar og hópar sem tengjast al-Kaída-samtökunum sem hafa beitt grimmilegum aðferðum í baráttu sinni. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur rannsakað meint brot á alþjóðlegum mannréttindalögum frá því átökin hófust. Sönnunargögn sýna að bæði stjórnvöld og mótmælendur hafa framið stríðsglæpi, þar á meðal stundað pyntingar, gíslatökur, fjöldamorð og aftökur án dóms og laga á þessum þremur árum. Grófasta dæmið um fjöldamorð átti sér stað í ágúst í fyrra þegar eldflaugum með sarín-taugagasi var skotið að mótmælendum í Damaskus með þeim afleiðingum að á bilinu 300 til 1.430 manns fórust. Stjórnvöld voru sökuð um árásina en Assad kenndi uppreisnarmönnum um hana. Síðasta vor hófu Bandaríkjamenn og Rússar undirbúning ráðstefnu vegna ástandsins þar sem samþykkja átti tilllögu um að ný ríkisstjórn yrði sett á laggirnar í Sýrlandi. Viðræðurnar hófust ekki fyrr en í janúar síðastliðnum og var þeim slitið í febrúar. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Lakhdar Brahimi, sagði að sýrlensk stjórnvöld hefðu neitað að taka til greina kröfur mótmælenda, sem þau lýstu sem hryðjuverkamönnum. 22 milljónir Rúmar 22 milljónir manna búa í Sýrlandi sem á landamæri að Líbanon, Tyrklandi, Írak, Jórdaníu og Ísrael. Margir mismunandi trúarhópar og mörg þjóðarbrot búa í landinu en þrír fjórðu hlutar Sýrlendinga eru súnní-múslimar. Fréttaskýringar Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira
Þrjú ár eru liðin síðan átökin á Sýrlandi hófust. Af því tilefni sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu að um væri að ræða stærsta mannúðar-, friðar- og öryggisvandamál heimsins. Ban Ki-moon sagðist ósáttur við getuleysi alþjóðasamfélagsins til að leysa deiluna og hvatti Bandaríkjamenn og Rússa sérstaklega til að setja aukinn kraft í friðarviðræðurnar en báðar þjóðirnar hafa staðið í deilum vegna ástandsins í Úkraínu. Átökin í Sýrlandi eiga rætur sínar að rekja til mótmæla sem spruttu upp í borginni Deraa í suðurhluta Sýrlands eftir að hópur unglinga var handtekinn og pyntaður fyrir að hafa málað uppreisnarslagorð á skólavegg. Þegar öryggissveitir stjórnvalda hófu skothríð á mótmælendurna og drápu þó nokkra urðu mótmælin umfangsmeiri og áður en langt um leið var þess krafist víða um land að forsetinn, Bashar al-Assad, segði af sér. Ákvörðun stjórnvalda um að beita enn meira herafli til að stöðva mótmælin höfðu öfug áhrif. Í júlí 2011 tóku hundruð þúsunda manna þátt í mótmælum víðs vegar um landið. Mótmælendurnir hófu að grípa til vopna. Borgarastyrjöld braust út og árið 2012 náðu átökin til höfuðborgarinnar Damaskus og Aleppo. Talið er að um 140 þúsund hafi fallið í átökunum, þar af fjöldi óbreyttra borgara. Ein af ástæðunum fyrir því að átökin hafa haldið áfram án þess að samningar hafi náðst er sú að mótmælendurnir eru langt í frá samstiga um hvaða stefnu skuli taka, þó svo að allir séu þeir sammála um að forsetinn Assad verði að víkja. Samninganefnd hefur verið mynduð til að ná athygli alþjóðasamfélagins en hún hefur ekki sýnt nægan styrk vegna innri átaka og lítils stuðnings frá grasrótarhreyfingum og uppreisnarsinnum, að því er kom fram í frétt BBC. Vopnaðir uppreisnarsinnar hafa myndað hinar ýmsu hreyfingar og talið er að allt að eitt þúsund mismunandi hópar séu núna að störfum með um eitt hundrað þúsund bardagamenn innan sinna raða. Hófsamir mótmælendur eru mun færri en harðlínu-íslamistar og hópar sem tengjast al-Kaída-samtökunum sem hafa beitt grimmilegum aðferðum í baráttu sinni. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur rannsakað meint brot á alþjóðlegum mannréttindalögum frá því átökin hófust. Sönnunargögn sýna að bæði stjórnvöld og mótmælendur hafa framið stríðsglæpi, þar á meðal stundað pyntingar, gíslatökur, fjöldamorð og aftökur án dóms og laga á þessum þremur árum. Grófasta dæmið um fjöldamorð átti sér stað í ágúst í fyrra þegar eldflaugum með sarín-taugagasi var skotið að mótmælendum í Damaskus með þeim afleiðingum að á bilinu 300 til 1.430 manns fórust. Stjórnvöld voru sökuð um árásina en Assad kenndi uppreisnarmönnum um hana. Síðasta vor hófu Bandaríkjamenn og Rússar undirbúning ráðstefnu vegna ástandsins þar sem samþykkja átti tilllögu um að ný ríkisstjórn yrði sett á laggirnar í Sýrlandi. Viðræðurnar hófust ekki fyrr en í janúar síðastliðnum og var þeim slitið í febrúar. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Lakhdar Brahimi, sagði að sýrlensk stjórnvöld hefðu neitað að taka til greina kröfur mótmælenda, sem þau lýstu sem hryðjuverkamönnum. 22 milljónir Rúmar 22 milljónir manna búa í Sýrlandi sem á landamæri að Líbanon, Tyrklandi, Írak, Jórdaníu og Ísrael. Margir mismunandi trúarhópar og mörg þjóðarbrot búa í landinu en þrír fjórðu hlutar Sýrlendinga eru súnní-múslimar.
Fréttaskýringar Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira