Mögulega metfjöldi erlendra leikmanna á Íslandi næsta sumar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2014 06:00 Íslandsmeistari. Daninn Martin Rauschenberg vann titilinn með Stjörnuliðinu í sumar. Fréttablaðið/Andri Marinó Erlendum leikmönnum í efstu deild hér á landi hefur farið fjölgandi síðustu árin og eins og úttekt Fréttablaðsins leiðir í ljós voru íslensk lið fljót að jafna sig á efnahagskreppunni hér á landi og eru löngu komin fram úr þeim fjölda erlendra leikmanna sem var algengur árin fyrir hrun. Minnst 50 erlendir leikmenn hafa spilað hér á landi síðustu þrjú tímabil og Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, spáir því að nýtt met verði sett í sumar. KR-ingar hafa misst nokkra lykilmenn frá síðustu leiktíð í atvinnumennsku. Baldur Sigurðsson, Kjartan Henry Finnbogason, Haukur Heiðar Hauksson og Óskar Örn Hauksson spila allir erlendis á næsta ári og Guðmundur Reynir Gunnarsson er hættur. KR-ingar hafa þó náð að styrkja hópinn í haust. Pálmi Rafn Pálmason snýr aftur til Íslands eftir góð ár í Noregi og Rasmus Christiansen, fyrrum leikmaður ÍBV, kemur að öllu óbreyttu í KR eftir áramót. Það þarf þó meira til og Kristinn segir að KR-ingar séu að leita leiða til að fylla í þau skörð sem voru höggvin í leikmannahóp liðsins og séu í því tilliti fyrst og fremst að horfa út fyrir landsteinana, enda fremur óalgengt að íslensk lið kaupi leikmenn frá öðrum íslenskum liðum. „Við erum ekki að leita að íslenskum leikmönnum þó að við útilokum ekki neitt,“ sagði Kristinn. „Fyrst og fremst erum við að horfa til útlanda,“ segir hann og staðfestir að danskir leikmenn séu helst í sigtinu. „Það er alveg klárt mál að við munum bæta við leikmannahópinn og ef allt gengur upp ættum við að fá tvo menn í janúar eða febrúar – að minnsta kosti.“Af þeim tólf liðum sem léku í Pepsi-deild karla í sumar var aðeins eitt sem var ekki með erlendan leikmann í sínum röðum. Það var Fram sem féll í 1. deildina ásamt Þór. Kristinn á von á því að landslagið í íslenskri knattspyrnu verði svipað að þessu leyti á komandi árum. „Ég gæti jafnvel trúað því að það verði metfjöldi erlendra leikmanna á Íslandi á næsta ári – miðað við hvernig markaðurinn er og hvað liggur í loftinu,“ segir Kristinn en eins og kemur fram hér fyrir neðan hafa lið utan höfuðborgarsvæðisins fengið mun fleiri erlenda leikmenn til sín en lið í Reykjavík og nágrenni. Þó voru þrjú efstu lið Pepsi-deildar karla í sumar með mun fleiri erlenda leikmenn í sínum röðum á síðasta tímabili – Stjarnan sex, FH fimm og KR fjóra – og því langt yfir meðaltali sínu síðasta áratuginn. Miðað við orð Kristins eru líkur á að sú þróun haldi áfram og lið á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að leita út fyrir landsteinana, líkt og landsbyggðarliðin hafa reglulega gert síðustu árin. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Erlendum leikmönnum í efstu deild hér á landi hefur farið fjölgandi síðustu árin og eins og úttekt Fréttablaðsins leiðir í ljós voru íslensk lið fljót að jafna sig á efnahagskreppunni hér á landi og eru löngu komin fram úr þeim fjölda erlendra leikmanna sem var algengur árin fyrir hrun. Minnst 50 erlendir leikmenn hafa spilað hér á landi síðustu þrjú tímabil og Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, spáir því að nýtt met verði sett í sumar. KR-ingar hafa misst nokkra lykilmenn frá síðustu leiktíð í atvinnumennsku. Baldur Sigurðsson, Kjartan Henry Finnbogason, Haukur Heiðar Hauksson og Óskar Örn Hauksson spila allir erlendis á næsta ári og Guðmundur Reynir Gunnarsson er hættur. KR-ingar hafa þó náð að styrkja hópinn í haust. Pálmi Rafn Pálmason snýr aftur til Íslands eftir góð ár í Noregi og Rasmus Christiansen, fyrrum leikmaður ÍBV, kemur að öllu óbreyttu í KR eftir áramót. Það þarf þó meira til og Kristinn segir að KR-ingar séu að leita leiða til að fylla í þau skörð sem voru höggvin í leikmannahóp liðsins og séu í því tilliti fyrst og fremst að horfa út fyrir landsteinana, enda fremur óalgengt að íslensk lið kaupi leikmenn frá öðrum íslenskum liðum. „Við erum ekki að leita að íslenskum leikmönnum þó að við útilokum ekki neitt,“ sagði Kristinn. „Fyrst og fremst erum við að horfa til útlanda,“ segir hann og staðfestir að danskir leikmenn séu helst í sigtinu. „Það er alveg klárt mál að við munum bæta við leikmannahópinn og ef allt gengur upp ættum við að fá tvo menn í janúar eða febrúar – að minnsta kosti.“Af þeim tólf liðum sem léku í Pepsi-deild karla í sumar var aðeins eitt sem var ekki með erlendan leikmann í sínum röðum. Það var Fram sem féll í 1. deildina ásamt Þór. Kristinn á von á því að landslagið í íslenskri knattspyrnu verði svipað að þessu leyti á komandi árum. „Ég gæti jafnvel trúað því að það verði metfjöldi erlendra leikmanna á Íslandi á næsta ári – miðað við hvernig markaðurinn er og hvað liggur í loftinu,“ segir Kristinn en eins og kemur fram hér fyrir neðan hafa lið utan höfuðborgarsvæðisins fengið mun fleiri erlenda leikmenn til sín en lið í Reykjavík og nágrenni. Þó voru þrjú efstu lið Pepsi-deildar karla í sumar með mun fleiri erlenda leikmenn í sínum röðum á síðasta tímabili – Stjarnan sex, FH fimm og KR fjóra – og því langt yfir meðaltali sínu síðasta áratuginn. Miðað við orð Kristins eru líkur á að sú þróun haldi áfram og lið á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að leita út fyrir landsteinana, líkt og landsbyggðarliðin hafa reglulega gert síðustu árin.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira