Fótbolti

Prins Ali býður sig fram gegn Blatter

Blatter og Prinsinn saman á góðri stund.
Blatter og Prinsinn saman á góðri stund. vísir/afp
Sepp Blatter, forseti FIFA, fær mótframboð eftir allt saman í næstu forsetakosningum sem fara fram í maí.

Varaforseti FIFA, Prins Ali bin al Hussein, hefur nefnilega ákveðið að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta.

Hann er 39 ára gamall og er prins í Jórdaníu.

„Það er kominn tími til þess að setja fótboltann aftur í nærmynd en ekki stjórnunarvandræðin. Fyrirsagnirnar eiga að vera um fótbolta en ekki FIFA," sagði Hussein en alda hneykslismála hefur riðið yfir FIFA í stjórnartíð Blatter.

„Ég hef heyrt víða í hreyfingunni að það sé kominn tími á stjórnarskipti. Knattspyrnan í heiminum á það skilið að þeirra samband sé í heimsklassa og til fyrirmyndar í öllum sínum málum."

Prins Ali varð forseti knattspyrnusambands Jórdaníu árið 1999 og varð síðan varaforseti asíska sambandsins árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×