Það er hefð fyrir því að sigurvegararnir í stærstu íþróttagreinum Bandaríkjanna kíki í heimsókn til forsetans.
Í gær var komið að NBA-meisturum San Antonio Spurs. Í boði forsetans vakti athygli að stjarna Spurs, Tim Duncan, nennti ekki að vera með bindi.
Duncan hefur aldrei verið mikið fyrir að klæða sig upp og hann lét jakka duga að þessu sinni. Hann var eini maðurinn sem mætti ekki með bindi.
Forsetinn var nú ekki mikið að stressa sig á því heldur lék á als oddi og gerði mikið grín að því hversu gamlir leikmenn liðsins væri.
Myndir af heimsókninni má sjá hér að neðan.




