Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2015 22:40 Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. Vísir/GVA Gústaf Níelsson sagnfræðingur hefur verið skipaður varamaður í Mannréttindaráð Reykjavíkur fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf, sem er flokksbundinn Sjálfstæðismaður, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslíma en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, segir allskonar raddir eigi að hljóma í mannréttindaráði borgarinnar.Á móti moskunni Gústaf hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslíma en á síðasta ári lagði hann til að Ísland bannaði hin íslömsku trúarbrögð og setti þannig fordæmi fyrir alla Evrópu. Í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í maí síðastliðnum sagðist hann telja mikilvægt að standa vörð um kristin gildi Íslendinga. Þá lýsti hann áhyggjum af því að reist yrði moska í Reykjavík.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina.„Ísland er síðasta kristna vígið, og það er að falla. Það er bara þannig“ sagði Gústaf í viðtalinu og hélt áfram: „Eru það fordómar að hafa þessa skoðun að það sé ekki heppilegt að fylla landið af múslimum?“ Allskonar raddir í mannréttindaráði Gústaf, sem er bróðir Brynjars Níelssonar þingmanns, er flokksbundinn sjálfstæðismaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Það kemur þó ekki að sök, að mati fulltrúa Framsóknarflokksins. „Nei alls ekki,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, aðspurð hvort það setji strik í reikninginn að hann skuli vera flokksbundinn Sjálfstæðismaður. „Gústaf hefur verið virkur í þjóðfélagsumræðunni síðustu árin. Á grundvelli yfirlýsinga í samstarfssáttmála meirihlutans um að hlustað sé á allskonar raddir og þeim skapaður vettvangur þá er það mat borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina að skipan hans sem varamanns styðji við þau sjónarmið,“ segir Guðfinna um skipun Gústafs í ráðið.Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma á Íslandi.Blöskrar skipun Gústafs Sverri Agnarssyni, formanni Félags múslíma á Íslandi, blöskrar þessi tilhögun og segir hana hljóta að gefa undir fótinn öllum vangaveltum um tengsl Framsóknarflokksins við popúlískar hreyfingar í Evrópu. „Þetta er eiginlega eini maðurinn sem ég hef misst mig gagnvart lengi. Ég kallaði hann fordómafullt idíót og get endurtekið það hvenær sem er. Þessi gerningur neglir endalega skiltið rasistar á borgarfulltrúa framsóknar,“ segir hann.Moskumálið breytti kosningunum Ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar í borginni, um að afturkalla ætti lóð undir mosku settu kosningabaráttuna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2013 á hliðina. Hún var harðlega gagnrýnd fyrir ummælin og sagði fimmti maður á lista flokksins fyrir kosningarnar sig úr Framsóknarflokknum og vék af listanum. Flokkurinn mældist ekki með nægan stuðning til að ná inn fulltrúa fyrr en að Sveinbjörg tjáði sig um moskuna en þegar talið var upp úr kjörkössunum reyndist flokkurinn hafa náð tveimur mönnum inn í borgarstjórn. Tengdar fréttir Sveinbjörg efast um niðurstöður greiningar á hatursorðræðu Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að draga megi verulega í efa niðurstöður skýrslu um greiningu hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, sem unnin var fyrir mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún segir vinnubrögðin við rannsóknina ómarktæk. 21. ágúst 2014 19:32 Ómar segir sig úr Framsókn: "Flokkurinn þarf að gera miklu hreinna fyrir sínum dyrum“ Þekkir hópinn sem varð fyrir mestu aðkasti persónulega - faðir hans er múslimi og einnig hálfsystkini. 22. júní 2014 17:45 „Mér finnst að það þurfi ekkert að reisa hérna mosku“ Sveinbjörg Birna Björnsdóttir segist ekki hafa verið á móti mosku i kosningabaráttunni en að nú sé hún það. 10. október 2014 09:12 Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19 „Ég hef aldrei fordæmt gula eða þeldökka“ Guðni Ágústsson segir „ritsóða“ á blöðunum reyna að hafa æruna af Framsóknarflokknum. 13. júní 2014 07:16 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Gústaf Níelsson sagnfræðingur hefur verið skipaður varamaður í Mannréttindaráð Reykjavíkur fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf, sem er flokksbundinn Sjálfstæðismaður, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslíma en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, segir allskonar raddir eigi að hljóma í mannréttindaráði borgarinnar.Á móti moskunni Gústaf hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslíma en á síðasta ári lagði hann til að Ísland bannaði hin íslömsku trúarbrögð og setti þannig fordæmi fyrir alla Evrópu. Í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í maí síðastliðnum sagðist hann telja mikilvægt að standa vörð um kristin gildi Íslendinga. Þá lýsti hann áhyggjum af því að reist yrði moska í Reykjavík.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina.„Ísland er síðasta kristna vígið, og það er að falla. Það er bara þannig“ sagði Gústaf í viðtalinu og hélt áfram: „Eru það fordómar að hafa þessa skoðun að það sé ekki heppilegt að fylla landið af múslimum?“ Allskonar raddir í mannréttindaráði Gústaf, sem er bróðir Brynjars Níelssonar þingmanns, er flokksbundinn sjálfstæðismaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Það kemur þó ekki að sök, að mati fulltrúa Framsóknarflokksins. „Nei alls ekki,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, aðspurð hvort það setji strik í reikninginn að hann skuli vera flokksbundinn Sjálfstæðismaður. „Gústaf hefur verið virkur í þjóðfélagsumræðunni síðustu árin. Á grundvelli yfirlýsinga í samstarfssáttmála meirihlutans um að hlustað sé á allskonar raddir og þeim skapaður vettvangur þá er það mat borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina að skipan hans sem varamanns styðji við þau sjónarmið,“ segir Guðfinna um skipun Gústafs í ráðið.Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma á Íslandi.Blöskrar skipun Gústafs Sverri Agnarssyni, formanni Félags múslíma á Íslandi, blöskrar þessi tilhögun og segir hana hljóta að gefa undir fótinn öllum vangaveltum um tengsl Framsóknarflokksins við popúlískar hreyfingar í Evrópu. „Þetta er eiginlega eini maðurinn sem ég hef misst mig gagnvart lengi. Ég kallaði hann fordómafullt idíót og get endurtekið það hvenær sem er. Þessi gerningur neglir endalega skiltið rasistar á borgarfulltrúa framsóknar,“ segir hann.Moskumálið breytti kosningunum Ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar í borginni, um að afturkalla ætti lóð undir mosku settu kosningabaráttuna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2013 á hliðina. Hún var harðlega gagnrýnd fyrir ummælin og sagði fimmti maður á lista flokksins fyrir kosningarnar sig úr Framsóknarflokknum og vék af listanum. Flokkurinn mældist ekki með nægan stuðning til að ná inn fulltrúa fyrr en að Sveinbjörg tjáði sig um moskuna en þegar talið var upp úr kjörkössunum reyndist flokkurinn hafa náð tveimur mönnum inn í borgarstjórn.
Tengdar fréttir Sveinbjörg efast um niðurstöður greiningar á hatursorðræðu Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að draga megi verulega í efa niðurstöður skýrslu um greiningu hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, sem unnin var fyrir mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún segir vinnubrögðin við rannsóknina ómarktæk. 21. ágúst 2014 19:32 Ómar segir sig úr Framsókn: "Flokkurinn þarf að gera miklu hreinna fyrir sínum dyrum“ Þekkir hópinn sem varð fyrir mestu aðkasti persónulega - faðir hans er múslimi og einnig hálfsystkini. 22. júní 2014 17:45 „Mér finnst að það þurfi ekkert að reisa hérna mosku“ Sveinbjörg Birna Björnsdóttir segist ekki hafa verið á móti mosku i kosningabaráttunni en að nú sé hún það. 10. október 2014 09:12 Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19 „Ég hef aldrei fordæmt gula eða þeldökka“ Guðni Ágústsson segir „ritsóða“ á blöðunum reyna að hafa æruna af Framsóknarflokknum. 13. júní 2014 07:16 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Sveinbjörg efast um niðurstöður greiningar á hatursorðræðu Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að draga megi verulega í efa niðurstöður skýrslu um greiningu hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, sem unnin var fyrir mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún segir vinnubrögðin við rannsóknina ómarktæk. 21. ágúst 2014 19:32
Ómar segir sig úr Framsókn: "Flokkurinn þarf að gera miklu hreinna fyrir sínum dyrum“ Þekkir hópinn sem varð fyrir mestu aðkasti persónulega - faðir hans er múslimi og einnig hálfsystkini. 22. júní 2014 17:45
„Mér finnst að það þurfi ekkert að reisa hérna mosku“ Sveinbjörg Birna Björnsdóttir segist ekki hafa verið á móti mosku i kosningabaráttunni en að nú sé hún það. 10. október 2014 09:12
Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19
„Ég hef aldrei fordæmt gula eða þeldökka“ Guðni Ágústsson segir „ritsóða“ á blöðunum reyna að hafa æruna af Framsóknarflokknum. 13. júní 2014 07:16