
Áhyggjufullir læknanemar
Í Slóvakíu situr áhyggjufullur hópur læknanema. Okkur langar að koma á framfæri vangaveltum okkar í kjölfar nýrra úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
Fyrir þremur árum hófu fyrstu nemendurnir nám við Comenius háskóla – stærsta háskóla í Slóvakíu. Bæst hefur í hópinn síðustu ár og stunda nú um 70 íslenskir stúdentar nám við skólann.
Nýjustu úthlutunarreglur LÍN hafa sett ófyrirséð strik í reikninginn fyrir læknanema í Slóvakíu. Brugðið hefur verið fæti fyrir nemendur með nánast 19 % skerðingu á framfærsluláni síðustu tvö árin. Nemendur hófu hér nám á ákveðnum forsendum sem nú hafa algjörlega brostið. Í kjölfar þessarar skerðingar sjáum við ekki fram á að ná endum saman. Húsnæði og matvara fer hækkandi í Evrópu, en lán okkar lækkandi. Ferðalán var afnumið á síðasta ári sem gerir nemendum erfitt fyrir að afla tekna yfir sumartímann á Íslandi. Þar að auki eru möguleikar á tekjuöflun í Slóvakíu á meðan á námi stendur nánast engir. Það liggur því í augum uppi að dæmið er ekki rétt reiknað.
Í Slóvakíu gefst möguleiki á að útskrifa um 20-‐30 íslenska lækna á ári. Nemendur þurfa þó að sjálfsögðu að geta reitt sig á LÍN til framfærslu á meðan á námi stendur. Þau lán munu greiðast tilbaka þegar útskrifaðir læknar koma til starfa á Íslandi að námi loknu. Á Íslandi skortir enn lækna og því ætti þessi kostur að fá meiri meðbyr og stuðning frá íslenska ríkinu.
Sá góði kostur sem gefist hefur að mennta lækna erlendis mun lognast útaf með þessu áframhaldi. Fjölbreytni í menntun, þekkingu og reynslu er af hinu góða.
Við erum um 70 læknanemar í Slóvakíu sem hafa orðið fyrir barðinu á skerðingunni. Úthlutunarkjör, viðmót og rök af höndum LÍN í okkar garð hafa því miður verið til skammar. Við köllum eftir því að þú Illugi Gunnarsson ásamt ráðamanni frá LÍN komi til fundar við okkur og ræðir við okkur læknanema í Slóvakíu.
Þar viljum við að eftirfarandi komi fram:
1. Hvernig réttlætið þið áframhaldandi skerðingu framfærslulána til námsmanna erlendis?
2. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að við megum við meiri skerðingu á framfærslu hér og á hverju byggjast ykkar rök fyrir því?
Með kveðju, Auður Jóna Einarsdóttir Ásgeir Þór Magnússon Erna Markúsdóttir Þórdís Magnadóttir Þórunn Elísabet Michaelsdóttir.
Skoðun

Mun mannkynið lifa af gervigreindina?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ríkisstofnun rassskellt
Björn Ólafsson skrifar

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur
Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar

Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar
Gísli Stefánsson skrifar

Hugrekki getur af sér hugrekki
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

D-vítamín mín besta forvörn
Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar

Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu
Birgir Dýrfjörð skrifar

Leiðréttingin leiðrétt
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar

Hvað skiptir okkur mestu máli?
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar

Mikilvægt skref til sáttar
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Staðið með þjóðinni
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Við vitum alveg upphafið
Guðný Níelsen skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Varalitur á skattagrísinum
Helgi Brynjarsson skrifar

Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf
Magnús Magnússon skrifar

Hingað og ekki lengra
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga
Hannes Örn Blandon skrifar

Þegar líða fer að jólum
Ísak Hilmarsson skrifar

Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum
Bergþóra Góa Kvaran skrifar

D-vítamín mín besta forvörn
Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar

Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar
Sveinn Ægir Birgisson skrifar

Meistaragráða í lífsreynslu
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Stjórnvöld, Óskar á heima hér!
Þóra Andrésdóttir skrifar

Dvel þú í draumahöll
Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar

Níðingsverk
Jón Daníelsson skrifar

Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir
Stefán Jón Hafstein skrifar

Æji nei innflytjendur
Davíð Aron Routley skrifar

Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar