Forréttindablinda hálaunafólkið Þorsteinn V. Einarsson skrifar 4. maí 2015 21:20 Margir hópar standa nú í kjarasamningaviðræðum, eða bíða þeirra á næstu mánuðum, enda flest félög sem gerðu stutta kjarasamninga til að halda „verðbólgunni” niðri. Í þeirri von að geta gert lengri og betri kjarasamninga í næstu viðræðum. Nú er komið að þeim og flestir vita að ekki hafa stéttarfélögin fengið þann feita kjötbita sem vonir stóðu til um. Rökin gegn því að hækka megi laun láglaunafólks eru þau að verðbólgan rjúki upp úr öllu valdi, hækka þurfi stýrivexti og í raun vofi yfir okkur önnur kreppa. Samkvæmt Vísindavefnum þá er: „Einfaldasta skýringin á verðbólgu að krónum í umferð fjölgar stundum hraðar en þeim vörum sem hægt er að kaupa fyrir þær.” Raunveruleikinn í dag hjá því fólki sem berst hvað harðast fyrir laununum sínum er ekki sá að 15 til 20 prósenta launahækkun þýði að allt í einu fari allir að versla munaðarvörur eins og enginn sé morgundagurinn og baði sig í vellystingum. Ætla að leyfa mér að fullyrða að krónurnar færu flestar í að niðurgreiða kreditkorta-skuldir, lán eða yfirdrætti. Nú eða að fólk gæti í sumum tilfellum séð fyrir að geta átt í matinn út mánuðinn, jafnvel farið til tannlæknis eða ferðast … innanlands. Hálaunafólkið sem stýrir efnahagskerfinu þarf að finna einhverja mannúðlegri leið til að afstýra nýrri kreppu og „óðaverðbólgu” aðra en að halda launum (kaupmætti) láglaunafólks niðri. Hálaunafólkið þarf að finna lausn. Sýnilega og raunverulega lausn. Lausnin er ekki sú að hóta verðbólgu, labba út af samningafundi, keyra heim í AUDI Q5 2,0 TFSI Quattro Premium bílnum sínum, skella í sig nautalund, baða sig í innbyggða heitapottinum og skrifa fréttatilkynningu um hvernig almúginn sé að fara með þjóðfélagið á kúpuna. Því miður held ég að stjórnendur efnahagskerfisins (hálaunafólk) sé þjakað af forréttindablindu og átti sig ekki á þeirri brýnu þörf að leiðrétta þurfi laun almúgans. Raunveruleiki og sjónarhorn þessa hefðbundna launþega er ekkert líkur því og að vera forréttindablindur. Raunveruleiki almúgans er að aka um á bíl á lánum sem sliga hann, búa í (leigu)íbúð þar sem afborganir eru ca 50 60 prósent af laununum, stökkva á tilboðsvörur í Bónus og þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni og barna sinna. Nagandi kvíði og ótti yfir því hvort launin dugi eða hækka þurfi visa-heimildina. Raunveruleikinn þar sem ófyrirséð útgjöld tortíma fjárhagnum. Kjarasamningar í opinbera geiranum eru oftast spegilmynd af samningum á almenna markaðnum. Mín von, sem starfsmaður í opinbera geiranum, er sú að þeir sem eru að leiða viðræður á almenna vinnumarkaðnum, forseti ASÍ, samninganefndarmenn SA og ríkisvaldið – allt saman hálaunafólk í mínum augum – taki sig saman í andlitinu og finni í alvörunni lausn á samfélagsmeininu sem flestir búa við á Íslandi; að hafa ekki efni á lífinu. Ef ekkert gengur hjá ykkur, kæru vinir (hálaunafólk), þá er ég með tillögu: þið afþakkið öll laun umfram 430.000 krónur þangað til lausnin er fundin. Neyðin kennir … þið fattið. Tek fram að ég kaupi það alveg að hækkun launa skili verðbólgu sem étur upp launahækkanirnar. Og í kjölfarið fylgi allskonar önnur hugtök sem ég næ engan veginn utan um: hækkun stýrivaxta, víxlverkun launa og verðlags, verðtryggð lán hækka og blabla. Finniði bara leið til að fólk geti lifað af laununum sínum. Mér er alveg sama hvernig. P.S. Fatta samt ekki hvernig bankarnir, sjávarútvegsfyrirtæki og fleiri voldugar stofnanir geti skilað milljarða hagnaði og hækkað laun upp úr öllu valdi án nokkurrar jákvæðrar afleiðingar fyrir almenning. En það er líklega bara ég. Sorrý, með mig. (Grein birt 1. maí á Gullinbru.is) Þorsteinn V. Einarsson, Stjórnarmaður hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Margir hópar standa nú í kjarasamningaviðræðum, eða bíða þeirra á næstu mánuðum, enda flest félög sem gerðu stutta kjarasamninga til að halda „verðbólgunni” niðri. Í þeirri von að geta gert lengri og betri kjarasamninga í næstu viðræðum. Nú er komið að þeim og flestir vita að ekki hafa stéttarfélögin fengið þann feita kjötbita sem vonir stóðu til um. Rökin gegn því að hækka megi laun láglaunafólks eru þau að verðbólgan rjúki upp úr öllu valdi, hækka þurfi stýrivexti og í raun vofi yfir okkur önnur kreppa. Samkvæmt Vísindavefnum þá er: „Einfaldasta skýringin á verðbólgu að krónum í umferð fjölgar stundum hraðar en þeim vörum sem hægt er að kaupa fyrir þær.” Raunveruleikinn í dag hjá því fólki sem berst hvað harðast fyrir laununum sínum er ekki sá að 15 til 20 prósenta launahækkun þýði að allt í einu fari allir að versla munaðarvörur eins og enginn sé morgundagurinn og baði sig í vellystingum. Ætla að leyfa mér að fullyrða að krónurnar færu flestar í að niðurgreiða kreditkorta-skuldir, lán eða yfirdrætti. Nú eða að fólk gæti í sumum tilfellum séð fyrir að geta átt í matinn út mánuðinn, jafnvel farið til tannlæknis eða ferðast … innanlands. Hálaunafólkið sem stýrir efnahagskerfinu þarf að finna einhverja mannúðlegri leið til að afstýra nýrri kreppu og „óðaverðbólgu” aðra en að halda launum (kaupmætti) láglaunafólks niðri. Hálaunafólkið þarf að finna lausn. Sýnilega og raunverulega lausn. Lausnin er ekki sú að hóta verðbólgu, labba út af samningafundi, keyra heim í AUDI Q5 2,0 TFSI Quattro Premium bílnum sínum, skella í sig nautalund, baða sig í innbyggða heitapottinum og skrifa fréttatilkynningu um hvernig almúginn sé að fara með þjóðfélagið á kúpuna. Því miður held ég að stjórnendur efnahagskerfisins (hálaunafólk) sé þjakað af forréttindablindu og átti sig ekki á þeirri brýnu þörf að leiðrétta þurfi laun almúgans. Raunveruleiki og sjónarhorn þessa hefðbundna launþega er ekkert líkur því og að vera forréttindablindur. Raunveruleiki almúgans er að aka um á bíl á lánum sem sliga hann, búa í (leigu)íbúð þar sem afborganir eru ca 50 60 prósent af laununum, stökkva á tilboðsvörur í Bónus og þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni og barna sinna. Nagandi kvíði og ótti yfir því hvort launin dugi eða hækka þurfi visa-heimildina. Raunveruleikinn þar sem ófyrirséð útgjöld tortíma fjárhagnum. Kjarasamningar í opinbera geiranum eru oftast spegilmynd af samningum á almenna markaðnum. Mín von, sem starfsmaður í opinbera geiranum, er sú að þeir sem eru að leiða viðræður á almenna vinnumarkaðnum, forseti ASÍ, samninganefndarmenn SA og ríkisvaldið – allt saman hálaunafólk í mínum augum – taki sig saman í andlitinu og finni í alvörunni lausn á samfélagsmeininu sem flestir búa við á Íslandi; að hafa ekki efni á lífinu. Ef ekkert gengur hjá ykkur, kæru vinir (hálaunafólk), þá er ég með tillögu: þið afþakkið öll laun umfram 430.000 krónur þangað til lausnin er fundin. Neyðin kennir … þið fattið. Tek fram að ég kaupi það alveg að hækkun launa skili verðbólgu sem étur upp launahækkanirnar. Og í kjölfarið fylgi allskonar önnur hugtök sem ég næ engan veginn utan um: hækkun stýrivaxta, víxlverkun launa og verðlags, verðtryggð lán hækka og blabla. Finniði bara leið til að fólk geti lifað af laununum sínum. Mér er alveg sama hvernig. P.S. Fatta samt ekki hvernig bankarnir, sjávarútvegsfyrirtæki og fleiri voldugar stofnanir geti skilað milljarða hagnaði og hækkað laun upp úr öllu valdi án nokkurrar jákvæðrar afleiðingar fyrir almenning. En það er líklega bara ég. Sorrý, með mig. (Grein birt 1. maí á Gullinbru.is) Þorsteinn V. Einarsson, Stjórnarmaður hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun