Útrýming blasir við 16% tegunda Jarðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. maí 2015 19:41 Útrýming blasir við rúmlega sextán prósentum af plöntu- og dýrategundum Jarðar grípi þjóðarleiðtogar ekki til tafarlausra aðgerða til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda og freisti þess að halda loftslagsbreytingum í skefjum. Í umræðunni um áhrif loftslagsbreytinga eigum við til með að einblína á hlutskipti mannskepnunnar, hvernig samfélög mannanna taka breytingum með hækkandi sjávarstöðu, súrnun sjávar og öfgum í veðráttu. Á síðustu áratugum hafa hundruð rannsókna verið gerðar á afdrifum plöntu- og dýralífs með breytingum á loftslagi.Óttast er að þessi sjaldgæfa tegund pokarottu (Hemibelideus lemuroides) muni deyja út með áframhaldandi loftslagsbreytingum. Það tekur hana örfáar klukkustundir að drepast í breyttu hitastigi.VÍSIR/WIKIPEDIANý rannsókn, sem birt var í vísindatímaritinu Science á dögunum, tekur saman niðurstöður úr rúmlega 130 slíkum rannsóknum. Samkvæmt niðurstöðunum er 1 af hverjum 6 tegundum Jarðar í hættu á útrýmingu ef þjóðarleiðtogum mistekst að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þessi sviðsmynd byggir á að meðalhitastig Jarðar hækki um 4 gráður. Lítil hætta er á stórfelldum útdauða í Norður-Ameríku og Evrópu eða á bilinu 5-6%. Rannsóknarhöfundar benda á að frekari rannsókna sé þörf á dýralífi í Asíu en áætla að hætta á útdauða þar sé í kringum 8-9%. Svartast er útlitið þegar Eyjaálfa og Suður-Ameríka eru annars vegar, 14-23%. Hér er miðað við útdauða fyrir aldarlok.Snorri Baldursson, líffræðingur.VÍSIR/ANDRIÍ raun er það eðlilegt að tegundir komi og fari. Slíkt hefur gerst fimm til sex sinnum í jarðsögunni, það er, að stórfelldur og hraður útdauði eigi sér stað. Það hefur, hingað til, ávallt gerst í kjölfar náttúrulegra ferla eða atburða. „Útdauði tegunda er auðvitað ekki nýtt fyrirbæri,“ segir Snorri Baldursson, líffræðingur. „En það sem kveikir í mönnum núna er þessi mikli hraði sem er á þessu, hraði sem getur orðið meiri ef loftslags hlýnar.“ „Núna er þetta fyrst og fremst af mannavöldum, vegna aukins útblásturs koltvísýrings.“Þegar upplifa tegundir vítt og breitt um heiminn gríðarlegt álag í kjölfar skógarhöggs, mengunar og ofveiði. Rannsóknarhöfundar benda á að áhrif loftslagsbreytinga bætist ofan á þegar erfiða stöðu dýra- og plöntulífs Jarðar. Þjóðarleiðtogar koma saman í París í desember til að koma á nýju, bindandi samkomulagi um losun gróðurhúsalofttegunda þar sem markmiðið er að halda hlýnun Jarðar innan við tvær gráður (miðað við meðalhitastig fyrir iðnbyltingu).Þessi sviðsmynd byggir á að meðalhitastig Jarðar hækki um 4 gráður.VÍSIRTakist þetta eru horfurnar betri fyrir dýralíf, en alvarlegar engu að síður. 1 af hverjum 20 tegundum verður þá í hættu á útrýmingu. „Ef að þjóðir heims taka sig saman um að draga verulega úr útstreymi koltvísýrings þá er auðvitað hægt að hægja á þessu ferli. En þú stoppar ekki þennan vagn einn, tveir og þrír. Þetta er eins og olíuflutningaskip, það tekur tíma að draga úr þessari uppsöfnun koltvísýrings.“Svartast er útlitið þegar Eyjaálfa og Suður-Ameríka eru annars vegar, 14-23%.VÍSIR/GETTY„Jafnvel þó að menn hætti nú þegar að blása út þá heldur áfram að hlýna einhver ár eða áratugi í viðbót. En það er auðvitað hægt að draga verulega úr þessari hættu með því að taka hraustlega á þessum málum,“ segir Snorri. Fyrir rúmu ári birtist rannsókn í Science þar sem sýnt var fram á að útrýming plöntu- og dýrategunda hefur aldrei mælst jafn hröð og um þessar mundir. Plöntu- og dýrategundur hverfa nú úr vistkerfi Jarðar þúsund sinnum hraðar í dag en þær gerður áður en mannskepnan fór að láta til sín taka. Loftslagsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Útrýming blasir við rúmlega sextán prósentum af plöntu- og dýrategundum Jarðar grípi þjóðarleiðtogar ekki til tafarlausra aðgerða til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda og freisti þess að halda loftslagsbreytingum í skefjum. Í umræðunni um áhrif loftslagsbreytinga eigum við til með að einblína á hlutskipti mannskepnunnar, hvernig samfélög mannanna taka breytingum með hækkandi sjávarstöðu, súrnun sjávar og öfgum í veðráttu. Á síðustu áratugum hafa hundruð rannsókna verið gerðar á afdrifum plöntu- og dýralífs með breytingum á loftslagi.Óttast er að þessi sjaldgæfa tegund pokarottu (Hemibelideus lemuroides) muni deyja út með áframhaldandi loftslagsbreytingum. Það tekur hana örfáar klukkustundir að drepast í breyttu hitastigi.VÍSIR/WIKIPEDIANý rannsókn, sem birt var í vísindatímaritinu Science á dögunum, tekur saman niðurstöður úr rúmlega 130 slíkum rannsóknum. Samkvæmt niðurstöðunum er 1 af hverjum 6 tegundum Jarðar í hættu á útrýmingu ef þjóðarleiðtogum mistekst að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þessi sviðsmynd byggir á að meðalhitastig Jarðar hækki um 4 gráður. Lítil hætta er á stórfelldum útdauða í Norður-Ameríku og Evrópu eða á bilinu 5-6%. Rannsóknarhöfundar benda á að frekari rannsókna sé þörf á dýralífi í Asíu en áætla að hætta á útdauða þar sé í kringum 8-9%. Svartast er útlitið þegar Eyjaálfa og Suður-Ameríka eru annars vegar, 14-23%. Hér er miðað við útdauða fyrir aldarlok.Snorri Baldursson, líffræðingur.VÍSIR/ANDRIÍ raun er það eðlilegt að tegundir komi og fari. Slíkt hefur gerst fimm til sex sinnum í jarðsögunni, það er, að stórfelldur og hraður útdauði eigi sér stað. Það hefur, hingað til, ávallt gerst í kjölfar náttúrulegra ferla eða atburða. „Útdauði tegunda er auðvitað ekki nýtt fyrirbæri,“ segir Snorri Baldursson, líffræðingur. „En það sem kveikir í mönnum núna er þessi mikli hraði sem er á þessu, hraði sem getur orðið meiri ef loftslags hlýnar.“ „Núna er þetta fyrst og fremst af mannavöldum, vegna aukins útblásturs koltvísýrings.“Þegar upplifa tegundir vítt og breitt um heiminn gríðarlegt álag í kjölfar skógarhöggs, mengunar og ofveiði. Rannsóknarhöfundar benda á að áhrif loftslagsbreytinga bætist ofan á þegar erfiða stöðu dýra- og plöntulífs Jarðar. Þjóðarleiðtogar koma saman í París í desember til að koma á nýju, bindandi samkomulagi um losun gróðurhúsalofttegunda þar sem markmiðið er að halda hlýnun Jarðar innan við tvær gráður (miðað við meðalhitastig fyrir iðnbyltingu).Þessi sviðsmynd byggir á að meðalhitastig Jarðar hækki um 4 gráður.VÍSIRTakist þetta eru horfurnar betri fyrir dýralíf, en alvarlegar engu að síður. 1 af hverjum 20 tegundum verður þá í hættu á útrýmingu. „Ef að þjóðir heims taka sig saman um að draga verulega úr útstreymi koltvísýrings þá er auðvitað hægt að hægja á þessu ferli. En þú stoppar ekki þennan vagn einn, tveir og þrír. Þetta er eins og olíuflutningaskip, það tekur tíma að draga úr þessari uppsöfnun koltvísýrings.“Svartast er útlitið þegar Eyjaálfa og Suður-Ameríka eru annars vegar, 14-23%.VÍSIR/GETTY„Jafnvel þó að menn hætti nú þegar að blása út þá heldur áfram að hlýna einhver ár eða áratugi í viðbót. En það er auðvitað hægt að draga verulega úr þessari hættu með því að taka hraustlega á þessum málum,“ segir Snorri. Fyrir rúmu ári birtist rannsókn í Science þar sem sýnt var fram á að útrýming plöntu- og dýrategunda hefur aldrei mælst jafn hröð og um þessar mundir. Plöntu- og dýrategundur hverfa nú úr vistkerfi Jarðar þúsund sinnum hraðar í dag en þær gerður áður en mannskepnan fór að láta til sín taka.
Loftslagsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira