Forstjóri Bankasýslunnar varar við frumvarpi fjármálaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 28. maí 2015 19:40 Forstjóri Bankasýslu ríkisins gagnrýnir frumvarp fjármálaráðherra um að leggja Bankasýsluna niður og færa verkefni hennar undir fjármálaráðuneytið harðlega. Víða séu rangfærslur í greinagerð frumvarpsins og með því aukist líkur á pólitískum afskiptum af umsýslu með á annað hundrað milljarða eign ríkisins í fjármálastofnunum. Markmiðið með stofnun Bankasýslu ríkisins haustið 2009 var að færa umsýslu gríðarlegra hagsmuna ríkisins í bankastofnunum armlengd frá hinu pólitíska valdi. En með frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja Bankasýsluna niður yrði þessi umsýsla alfarið færð undir ráðherrann og meirihlutann á Alþingi. Í umsögn Bankasýslunnar um frumvarp fjármálaráðherra segir m.a.: „Bankasýsla ríkisins telur frumvarpið fela í sér varhugaverða stefnubreytingu.“ „Verði frumvarpið að lögum verður horfið frá umsýslufyrirkomulagi eignarhluta í viðskiptabönkum, sem er sambærilegt því sem nú er við lýði í öðrum Evrópulöndum, yfir í fyrirkomulag sem ekki virðast fordæmi um.“ „...mun einn og sami ráðherra hafa með höndum stefnumótun, yfirstjórn eftirlits á fjármálamarkaði og umsýslu eignarhalds í fjölmörgum fjármálafyrirtækjum.“ Þá segir að fyrir stofnun Bankasýslunnar árið 2009 hafi eignarhlutverk ríkisins í fjármálastofnunum verið hjá fjármálaráðuneytinu en eftirlitshlutverkið hjá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Nú sé meiningin að flytja bæði þessi hlutverk í fjármálaráðuneytið. „Er því ríkari hætta en áður á hagsmunaárekstrum á milli eftirlitshlutverks ríkisins og eigandahlutverks þess,“ - segir í umsögn Bankasýslunnar. Þá má víða finna athugasemdir um að ráðuneytið fari rangt með staðreyndir í greinargerð með frumvarpinu. „Það er rangt hjá ráðuneytinu að frumvarpið muni styrkja hið miðlæga skipulag sem OECD leggur til varðandi eignarhald á hlutabréfum í eigu ríkisins,“ segir í umsögninni svo dæmi sé tekið. Þá má skilja á umsögninni að Steingrím J. Sigfússon þáverandi fjármálaráðherra hafi skort lagaheimild þegar hlutur ríkisins í Arion og Íslandsbanka var framseldur til slitabúa gömlu bankanna. Steingrímur segir það hafa verið og sé enn skoðun fjármálaráuneytisins að ekki hafi verið um eiginlega sölu á hlut sem ríkið hafi verið búið að fjármagna að ræða. Ríkisendurskoðun hafi hins vegar á sama tíma bent á að lagasetningu þyrfti fyrir framsali hlutarins í bönkunum. „Menn einfaldlega tóku fullt mark á þeim ábendingum að það væri tryggara að valda þetta með sérstakri lagaheimild. Þessa ráðstöfun, þessa niðurstöðu samningaviðræðnanna og það var gert. Þannig að Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust þennan gjörning í desember 2009,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.Hér má sjá umsögn forstjóra Bankasýslunnar í heild sinni. Alþingi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Forstjóri Bankasýslu ríkisins gagnrýnir frumvarp fjármálaráðherra um að leggja Bankasýsluna niður og færa verkefni hennar undir fjármálaráðuneytið harðlega. Víða séu rangfærslur í greinagerð frumvarpsins og með því aukist líkur á pólitískum afskiptum af umsýslu með á annað hundrað milljarða eign ríkisins í fjármálastofnunum. Markmiðið með stofnun Bankasýslu ríkisins haustið 2009 var að færa umsýslu gríðarlegra hagsmuna ríkisins í bankastofnunum armlengd frá hinu pólitíska valdi. En með frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja Bankasýsluna niður yrði þessi umsýsla alfarið færð undir ráðherrann og meirihlutann á Alþingi. Í umsögn Bankasýslunnar um frumvarp fjármálaráðherra segir m.a.: „Bankasýsla ríkisins telur frumvarpið fela í sér varhugaverða stefnubreytingu.“ „Verði frumvarpið að lögum verður horfið frá umsýslufyrirkomulagi eignarhluta í viðskiptabönkum, sem er sambærilegt því sem nú er við lýði í öðrum Evrópulöndum, yfir í fyrirkomulag sem ekki virðast fordæmi um.“ „...mun einn og sami ráðherra hafa með höndum stefnumótun, yfirstjórn eftirlits á fjármálamarkaði og umsýslu eignarhalds í fjölmörgum fjármálafyrirtækjum.“ Þá segir að fyrir stofnun Bankasýslunnar árið 2009 hafi eignarhlutverk ríkisins í fjármálastofnunum verið hjá fjármálaráðuneytinu en eftirlitshlutverkið hjá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Nú sé meiningin að flytja bæði þessi hlutverk í fjármálaráðuneytið. „Er því ríkari hætta en áður á hagsmunaárekstrum á milli eftirlitshlutverks ríkisins og eigandahlutverks þess,“ - segir í umsögn Bankasýslunnar. Þá má víða finna athugasemdir um að ráðuneytið fari rangt með staðreyndir í greinargerð með frumvarpinu. „Það er rangt hjá ráðuneytinu að frumvarpið muni styrkja hið miðlæga skipulag sem OECD leggur til varðandi eignarhald á hlutabréfum í eigu ríkisins,“ segir í umsögninni svo dæmi sé tekið. Þá má skilja á umsögninni að Steingrím J. Sigfússon þáverandi fjármálaráðherra hafi skort lagaheimild þegar hlutur ríkisins í Arion og Íslandsbanka var framseldur til slitabúa gömlu bankanna. Steingrímur segir það hafa verið og sé enn skoðun fjármálaráuneytisins að ekki hafi verið um eiginlega sölu á hlut sem ríkið hafi verið búið að fjármagna að ræða. Ríkisendurskoðun hafi hins vegar á sama tíma bent á að lagasetningu þyrfti fyrir framsali hlutarins í bönkunum. „Menn einfaldlega tóku fullt mark á þeim ábendingum að það væri tryggara að valda þetta með sérstakri lagaheimild. Þessa ráðstöfun, þessa niðurstöðu samningaviðræðnanna og það var gert. Þannig að Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust þennan gjörning í desember 2009,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.Hér má sjá umsögn forstjóra Bankasýslunnar í heild sinni.
Alþingi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira