Innlent

Elín Hirst ósátt við hegðun mótmælenda á Austurvelli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir mótmælendur þurfa að sýna meiri yfirvegun og vera málefnalegri. Talið er að á þriðja þúsund manns hafi mætt á Austurvöll í gær til að mótmæla frammistöðu stjórnvalda.

Elín tók mynd af Alþingishúsinu þegar hún mætti til vinnu í morgun en þar má sjá starfsmenn þrífa húsið að utan. Elín segir að mótmælin í gær hafi ekki verið til fyrirmyndar, eins og ofast áður nú í seinni tíð.

„Mótmæli eru hluti af lýðræðinu og styð það að kjósendur mótmæli því sem þeir mislíkar hjá stjórnvöldum en það verður að gera af yfirvegun og málefnalega; skemmdarverk og ofbeldi eiga alls ekki heima í þessu samhengi.“

Mótmælafundurinn hófst klukkan 17 þar sem fluttar voru ræður og boðið var upp á tónlistaratriði. Í kjölfar fundarins fór hluti mótmælanda í átt að Alþingishúsinu og lét í sér heyra. Um þrjátíu lögreglumenn stóðu vaktina við þinghúsið og var einn mótmælandi handtekinn þegar hann fór framhjá öryggisgrindverkum og hélt í átt að þinghúsinu.

Upptöku frá fundinum má sjá í spilaranum að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×