Elín tók mynd af Alþingishúsinu þegar hún mætti til vinnu í morgun en þar má sjá starfsmenn þrífa húsið að utan. Elín segir að mótmælin í gær hafi ekki verið til fyrirmyndar, eins og ofast áður nú í seinni tíð.
Mótmælafundurinn hófst klukkan 17 þar sem fluttar voru ræður og boðið var upp á tónlistaratriði. Í kjölfar fundarins fór hluti mótmælanda í átt að Alþingishúsinu og lét í sér heyra. Um þrjátíu lögreglumenn stóðu vaktina við þinghúsið og var einn mótmælandi handtekinn þegar hann fór framhjá öryggisgrindverkum og hélt í átt að þinghúsinu.
Upptöku frá fundinum má sjá í spilaranum að ofan.