Fíkniefnastefna stjórnvalda mótuð fyrir ráðstefnu S.Þ. Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2015 19:00 Ný samtök um skaðaminnkun í fíkniefnamálum, Frú Laufey, voru stofnuð í gær, en talskona þeirra sagði á fundi með fyrrverandi forseta Sviss í dag að skilaboð hennar væru mikilvægt innlegg í umræðuna. Formaður nefndar heilbrigðisráðherra um fíkniefnastefnuna segir mikilvægt að Ísland móti nýja stefnu fyrir ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á næsta ári. Ruth Dreifuss fyrrverandi innanríkisráðherra og forseti Sviss og sendiboði Alþjóðanefndar um stefnuna í fíkniefnamálum hóf heimsókn sína til Íslands með viðtali í Íslandi í dag á fimmtudag. Viðtalið má sjá hér. Hún hefur síðan átt fundi með heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra en í dag flutti hún erindi á opnum fundi í Odda Háskóla Íslands. Umræðan um fíkniefnamálin í heiminum hefur breyst og sú umræða hefur náð til Íslands. Fjöldi manns mætti til að hlusta á Ruth Dreifuss í Odda í dag þar sem fram kom greinilegur áhugi á að breyta stefnunni í þessum málum. Undanfarin fimm ár hefur frú Ragnheiður þjónað sprautuefnaneytendum en í gær voru samtökin frú Laufey stofnuð til að vinna að skaðaminnkun í samfélaginu. „Þetta er fagfólk sem vill láta enn frekar til sín taka og huga að því að efla þessa þjónustu. Samþætta heilbrigðis- og velferðarkerfið og gera það að verkum að við getum búið til heilstæða þjónustu fyrir einstaklinga sem þurfa á þvi að halda. Sem verða fyrir skaða vegna vímuefnanotkunar,“ segir Helga Sif Friðjónsdóttir doktor í geðhjúkrunarfræði og einn stofnenda Frú Laufeyjar. Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði tók ásamt henni og Borgari Þór Einarssyni formanni nefndar heilbrigðisráðherra um endurskoðun stefnunar í fíkniefnamálum þátt í pallborði með Ruth Dreifuss að loknu erindi hennar í Odda í dag. „Það má segja að Íslendingar hafi fylgt raunverulega þeirri stefnu sem hefur verið víðast hvar ríkjandi. Sem er leið refsivandarins gagnvart þessum vanda,“ segir Helgi. Dreifuss bendi á nauðsyn þess að endurskilgreina fíkniefnavandann sem heilbrigðis- og félagsmál. „Ég held að þetta séu sjónarmið sem við verðum að taka til greina með einhverjum hætti. Reyna að einhverju leyti að hafa hughrekki til að skoða þessi mál á nýjan leik. Þá kannski sérstaklega hvað snertir refsingu á einstaklingum fyrir vörslu og neyslu á þessum efnum,“ segir Helgi. Nú er starfandi nefndsérfræðinga á vegum heilbrigðisráðherra um endurskoðun stefnu íslenskra stjórvalda sem skilar af sér í haust en nefndin hefur þegar lagt til að hún muni starfa áfram í anda réttarfarsnefndar, ráðuneytinu og Alþingi til ráðgjafnar. En á næsta ári verður stór ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um þessi mál. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við komum þar með einhverja skoðun á málinu. Það er hluti af því sem nefndin er að gera, að undirbúa stefnu sem íslensk stjórnvöld munu hafa í þessu máli og hvoru megin línunnar við ætlum að standa,“ segir Borgar Þór. Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Ný samtök um skaðaminnkun í fíkniefnamálum, Frú Laufey, voru stofnuð í gær, en talskona þeirra sagði á fundi með fyrrverandi forseta Sviss í dag að skilaboð hennar væru mikilvægt innlegg í umræðuna. Formaður nefndar heilbrigðisráðherra um fíkniefnastefnuna segir mikilvægt að Ísland móti nýja stefnu fyrir ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á næsta ári. Ruth Dreifuss fyrrverandi innanríkisráðherra og forseti Sviss og sendiboði Alþjóðanefndar um stefnuna í fíkniefnamálum hóf heimsókn sína til Íslands með viðtali í Íslandi í dag á fimmtudag. Viðtalið má sjá hér. Hún hefur síðan átt fundi með heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra en í dag flutti hún erindi á opnum fundi í Odda Háskóla Íslands. Umræðan um fíkniefnamálin í heiminum hefur breyst og sú umræða hefur náð til Íslands. Fjöldi manns mætti til að hlusta á Ruth Dreifuss í Odda í dag þar sem fram kom greinilegur áhugi á að breyta stefnunni í þessum málum. Undanfarin fimm ár hefur frú Ragnheiður þjónað sprautuefnaneytendum en í gær voru samtökin frú Laufey stofnuð til að vinna að skaðaminnkun í samfélaginu. „Þetta er fagfólk sem vill láta enn frekar til sín taka og huga að því að efla þessa þjónustu. Samþætta heilbrigðis- og velferðarkerfið og gera það að verkum að við getum búið til heilstæða þjónustu fyrir einstaklinga sem þurfa á þvi að halda. Sem verða fyrir skaða vegna vímuefnanotkunar,“ segir Helga Sif Friðjónsdóttir doktor í geðhjúkrunarfræði og einn stofnenda Frú Laufeyjar. Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði tók ásamt henni og Borgari Þór Einarssyni formanni nefndar heilbrigðisráðherra um endurskoðun stefnunar í fíkniefnamálum þátt í pallborði með Ruth Dreifuss að loknu erindi hennar í Odda í dag. „Það má segja að Íslendingar hafi fylgt raunverulega þeirri stefnu sem hefur verið víðast hvar ríkjandi. Sem er leið refsivandarins gagnvart þessum vanda,“ segir Helgi. Dreifuss bendi á nauðsyn þess að endurskilgreina fíkniefnavandann sem heilbrigðis- og félagsmál. „Ég held að þetta séu sjónarmið sem við verðum að taka til greina með einhverjum hætti. Reyna að einhverju leyti að hafa hughrekki til að skoða þessi mál á nýjan leik. Þá kannski sérstaklega hvað snertir refsingu á einstaklingum fyrir vörslu og neyslu á þessum efnum,“ segir Helgi. Nú er starfandi nefndsérfræðinga á vegum heilbrigðisráðherra um endurskoðun stefnu íslenskra stjórvalda sem skilar af sér í haust en nefndin hefur þegar lagt til að hún muni starfa áfram í anda réttarfarsnefndar, ráðuneytinu og Alþingi til ráðgjafnar. En á næsta ári verður stór ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um þessi mál. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við komum þar með einhverja skoðun á málinu. Það er hluti af því sem nefndin er að gera, að undirbúa stefnu sem íslensk stjórnvöld munu hafa í þessu máli og hvoru megin línunnar við ætlum að standa,“ segir Borgar Þór.
Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent