Formaður fjárlaganefndar: Vill endurskilgreina hlutverk Ríkisendurskoðunar og umboðsmanns Alþingis Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2015 21:31 Málefni Háholts voru mikið til umræðu síðasta vetur. Vísir/GVA Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segist vilja endurskilgreina hlutverk Ríkisendurskoðunar og umboðsmanns Alþingis. Segist hún vilja gera það á þann hátt að „embættin fari ekki langt út fyrir valdheimildir sínar á grunni venju sem hefur skapast undanfarin ár.“ Vigdís segir þetta í Facebook-færslu og vísar í nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar um stöðu barnaverndarmála sem stofnunin vann að beiðni fjárlaganefndar. Beiðnin kom í kjölfar umræðu um málefni meðferðarheimilisins Háholts. Vigdís segir í færslunni að fjárlaganefnd hafi vísað „fjárhagsmálefnum Barnaverndarstofu“ til rannsóknar hjá Ríkisendurskoðunar og segir að ef þetta er skýrslan þá sé „embættið ekki að skilja hlutverk sitt.“Full ástæða til að skoða stöðu barnaverndarmála í heild sinniÍ fundargerð fjárlaganefndar frá 24. október síðastliðinn segir að nefndin muni óska eftir „úttekt Ríkisendurskoðunar á stöðu barnaverndarmála, m.a. meðferð fjármuna til að mæta þjónustuþörf og nýtingu úrræða og samskipti milli ríkis og sveitarfélaga og annarra aðila sem að málinu koma.“Í viðtali við RÚV í október sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, að nefndin hafi fjallað um málið, fengum til sín gesti til þess að skoða einn þátt málsins og það hafi verið samhljóma niðurstaða nefndarinnar eftir það, að full ástæða væri til þess að skoða stöðu barnaverndarmála í heild sinni. Ekki náðist í Vigdísi við vinnslu fréttarinnar.Eygló segir ábendingar Ríkisendurskoðunar gagnlegar Ríkisendurskoðun birti í dag úttekt á stöðu barnaverndarmála á Íslandi sem unnin var að beiðni fjárlaganefndar. Í frétt velferðarráðuneytisins segir að ráðuneytið sé komið vel á veg með vinnu við ýmsar úrbætur sem stofnunin telur nauðsynlegar. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra segir ábendingar Ríkisendurskoðunar gagnlegar og að unnið verði í samræmi við þær. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að leitað hafi verið svara við þremur spurningum, það er hvort skipulag í barnaverndarmálum sé markvisst og stjórnsýsla vönduð, hvort samskipti og samstarf barnayfirvalda sé árangursríkt og hvort stefnumótunar- og eftirlitshlutverk velferðarráðuneytisins sé skýrt og því sinnt á fullnægjandi hátt. Á grundvelli úttektarinnar setur Ríkisendurskoðun fram eftirtaldar ábendingar um að:Ráðuneytið beiti sér fyrir góðu samstarfi barnaverndaryfirvalda.Ráðuneytið endurskoði vinnulag við gerð og framlagningu framkvæmdaáætlunar í barnaverndarmálum sem leggja ber fram að loknum sveitarstjórnarkosningum.Ráðuneytið tryggi sérhæfð meðferðarúrræði á höfuðborgarsvæðinu fyrir börn á aldrinum 16–18 ára sem glíma við alvarlegan vímuefnavanda og afbrotahegðun og fyrir börn með fjölþættan vanda, svo sem geðröskun og hegðunarvanda.Ráðuneytið skýri stjórnsýslulega stöðu Barnaverndarstofu, taki af tvímæli um hvað felist í sjálfstæði stofnunarinnar og hverjar séu stjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðuneytisins gagnvart henni og skýri hvert sé ráðgjafarhlutverk Barnaverndarstofu gagnvart barnaverndarnefndum sveitarfélaga. Alþingi Tengdar fréttir Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. 8. október 2014 07:00 Málefni Háholts tekin fyrir í fjárlaganefnd Málefni meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði verða tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar miðvikudaginn 22. október næstkomandi. Oddný G. Harðardóttir krafðist þess að fjárlaganefnd fundi um málið í ljósi þjónustusamnings við meðferðarheimilið upp á tæpar 500 milljónir. 8. október 2014 16:46 „Samningur við Háholt er bráðabirgðarsamkomulag“ "Þetta eru 134 milljónir á ári. Það er fyrirvari í samningnum sem snýr að því að ef framtíðarfyrirkomulagi verði komið á, að þá verði hægt að segja þessum samningi upp,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherraþ 8. október 2014 19:51 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segist vilja endurskilgreina hlutverk Ríkisendurskoðunar og umboðsmanns Alþingis. Segist hún vilja gera það á þann hátt að „embættin fari ekki langt út fyrir valdheimildir sínar á grunni venju sem hefur skapast undanfarin ár.“ Vigdís segir þetta í Facebook-færslu og vísar í nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar um stöðu barnaverndarmála sem stofnunin vann að beiðni fjárlaganefndar. Beiðnin kom í kjölfar umræðu um málefni meðferðarheimilisins Háholts. Vigdís segir í færslunni að fjárlaganefnd hafi vísað „fjárhagsmálefnum Barnaverndarstofu“ til rannsóknar hjá Ríkisendurskoðunar og segir að ef þetta er skýrslan þá sé „embættið ekki að skilja hlutverk sitt.“Full ástæða til að skoða stöðu barnaverndarmála í heild sinniÍ fundargerð fjárlaganefndar frá 24. október síðastliðinn segir að nefndin muni óska eftir „úttekt Ríkisendurskoðunar á stöðu barnaverndarmála, m.a. meðferð fjármuna til að mæta þjónustuþörf og nýtingu úrræða og samskipti milli ríkis og sveitarfélaga og annarra aðila sem að málinu koma.“Í viðtali við RÚV í október sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, að nefndin hafi fjallað um málið, fengum til sín gesti til þess að skoða einn þátt málsins og það hafi verið samhljóma niðurstaða nefndarinnar eftir það, að full ástæða væri til þess að skoða stöðu barnaverndarmála í heild sinni. Ekki náðist í Vigdísi við vinnslu fréttarinnar.Eygló segir ábendingar Ríkisendurskoðunar gagnlegar Ríkisendurskoðun birti í dag úttekt á stöðu barnaverndarmála á Íslandi sem unnin var að beiðni fjárlaganefndar. Í frétt velferðarráðuneytisins segir að ráðuneytið sé komið vel á veg með vinnu við ýmsar úrbætur sem stofnunin telur nauðsynlegar. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra segir ábendingar Ríkisendurskoðunar gagnlegar og að unnið verði í samræmi við þær. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að leitað hafi verið svara við þremur spurningum, það er hvort skipulag í barnaverndarmálum sé markvisst og stjórnsýsla vönduð, hvort samskipti og samstarf barnayfirvalda sé árangursríkt og hvort stefnumótunar- og eftirlitshlutverk velferðarráðuneytisins sé skýrt og því sinnt á fullnægjandi hátt. Á grundvelli úttektarinnar setur Ríkisendurskoðun fram eftirtaldar ábendingar um að:Ráðuneytið beiti sér fyrir góðu samstarfi barnaverndaryfirvalda.Ráðuneytið endurskoði vinnulag við gerð og framlagningu framkvæmdaáætlunar í barnaverndarmálum sem leggja ber fram að loknum sveitarstjórnarkosningum.Ráðuneytið tryggi sérhæfð meðferðarúrræði á höfuðborgarsvæðinu fyrir börn á aldrinum 16–18 ára sem glíma við alvarlegan vímuefnavanda og afbrotahegðun og fyrir börn með fjölþættan vanda, svo sem geðröskun og hegðunarvanda.Ráðuneytið skýri stjórnsýslulega stöðu Barnaverndarstofu, taki af tvímæli um hvað felist í sjálfstæði stofnunarinnar og hverjar séu stjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðuneytisins gagnvart henni og skýri hvert sé ráðgjafarhlutverk Barnaverndarstofu gagnvart barnaverndarnefndum sveitarfélaga.
Alþingi Tengdar fréttir Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. 8. október 2014 07:00 Málefni Háholts tekin fyrir í fjárlaganefnd Málefni meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði verða tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar miðvikudaginn 22. október næstkomandi. Oddný G. Harðardóttir krafðist þess að fjárlaganefnd fundi um málið í ljósi þjónustusamnings við meðferðarheimilið upp á tæpar 500 milljónir. 8. október 2014 16:46 „Samningur við Háholt er bráðabirgðarsamkomulag“ "Þetta eru 134 milljónir á ári. Það er fyrirvari í samningnum sem snýr að því að ef framtíðarfyrirkomulagi verði komið á, að þá verði hægt að segja þessum samningi upp,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherraþ 8. október 2014 19:51 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. 8. október 2014 07:00
Málefni Háholts tekin fyrir í fjárlaganefnd Málefni meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði verða tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar miðvikudaginn 22. október næstkomandi. Oddný G. Harðardóttir krafðist þess að fjárlaganefnd fundi um málið í ljósi þjónustusamnings við meðferðarheimilið upp á tæpar 500 milljónir. 8. október 2014 16:46
„Samningur við Háholt er bráðabirgðarsamkomulag“ "Þetta eru 134 milljónir á ári. Það er fyrirvari í samningnum sem snýr að því að ef framtíðarfyrirkomulagi verði komið á, að þá verði hægt að segja þessum samningi upp,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherraþ 8. október 2014 19:51
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent