Formaður fjárlaganefndar: Vill endurskilgreina hlutverk Ríkisendurskoðunar og umboðsmanns Alþingis Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2015 21:31 Málefni Háholts voru mikið til umræðu síðasta vetur. Vísir/GVA Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segist vilja endurskilgreina hlutverk Ríkisendurskoðunar og umboðsmanns Alþingis. Segist hún vilja gera það á þann hátt að „embættin fari ekki langt út fyrir valdheimildir sínar á grunni venju sem hefur skapast undanfarin ár.“ Vigdís segir þetta í Facebook-færslu og vísar í nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar um stöðu barnaverndarmála sem stofnunin vann að beiðni fjárlaganefndar. Beiðnin kom í kjölfar umræðu um málefni meðferðarheimilisins Háholts. Vigdís segir í færslunni að fjárlaganefnd hafi vísað „fjárhagsmálefnum Barnaverndarstofu“ til rannsóknar hjá Ríkisendurskoðunar og segir að ef þetta er skýrslan þá sé „embættið ekki að skilja hlutverk sitt.“Full ástæða til að skoða stöðu barnaverndarmála í heild sinniÍ fundargerð fjárlaganefndar frá 24. október síðastliðinn segir að nefndin muni óska eftir „úttekt Ríkisendurskoðunar á stöðu barnaverndarmála, m.a. meðferð fjármuna til að mæta þjónustuþörf og nýtingu úrræða og samskipti milli ríkis og sveitarfélaga og annarra aðila sem að málinu koma.“Í viðtali við RÚV í október sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, að nefndin hafi fjallað um málið, fengum til sín gesti til þess að skoða einn þátt málsins og það hafi verið samhljóma niðurstaða nefndarinnar eftir það, að full ástæða væri til þess að skoða stöðu barnaverndarmála í heild sinni. Ekki náðist í Vigdísi við vinnslu fréttarinnar.Eygló segir ábendingar Ríkisendurskoðunar gagnlegar Ríkisendurskoðun birti í dag úttekt á stöðu barnaverndarmála á Íslandi sem unnin var að beiðni fjárlaganefndar. Í frétt velferðarráðuneytisins segir að ráðuneytið sé komið vel á veg með vinnu við ýmsar úrbætur sem stofnunin telur nauðsynlegar. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra segir ábendingar Ríkisendurskoðunar gagnlegar og að unnið verði í samræmi við þær. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að leitað hafi verið svara við þremur spurningum, það er hvort skipulag í barnaverndarmálum sé markvisst og stjórnsýsla vönduð, hvort samskipti og samstarf barnayfirvalda sé árangursríkt og hvort stefnumótunar- og eftirlitshlutverk velferðarráðuneytisins sé skýrt og því sinnt á fullnægjandi hátt. Á grundvelli úttektarinnar setur Ríkisendurskoðun fram eftirtaldar ábendingar um að:Ráðuneytið beiti sér fyrir góðu samstarfi barnaverndaryfirvalda.Ráðuneytið endurskoði vinnulag við gerð og framlagningu framkvæmdaáætlunar í barnaverndarmálum sem leggja ber fram að loknum sveitarstjórnarkosningum.Ráðuneytið tryggi sérhæfð meðferðarúrræði á höfuðborgarsvæðinu fyrir börn á aldrinum 16–18 ára sem glíma við alvarlegan vímuefnavanda og afbrotahegðun og fyrir börn með fjölþættan vanda, svo sem geðröskun og hegðunarvanda.Ráðuneytið skýri stjórnsýslulega stöðu Barnaverndarstofu, taki af tvímæli um hvað felist í sjálfstæði stofnunarinnar og hverjar séu stjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðuneytisins gagnvart henni og skýri hvert sé ráðgjafarhlutverk Barnaverndarstofu gagnvart barnaverndarnefndum sveitarfélaga. Alþingi Tengdar fréttir Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. 8. október 2014 07:00 Málefni Háholts tekin fyrir í fjárlaganefnd Málefni meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði verða tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar miðvikudaginn 22. október næstkomandi. Oddný G. Harðardóttir krafðist þess að fjárlaganefnd fundi um málið í ljósi þjónustusamnings við meðferðarheimilið upp á tæpar 500 milljónir. 8. október 2014 16:46 „Samningur við Háholt er bráðabirgðarsamkomulag“ "Þetta eru 134 milljónir á ári. Það er fyrirvari í samningnum sem snýr að því að ef framtíðarfyrirkomulagi verði komið á, að þá verði hægt að segja þessum samningi upp,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherraþ 8. október 2014 19:51 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segist vilja endurskilgreina hlutverk Ríkisendurskoðunar og umboðsmanns Alþingis. Segist hún vilja gera það á þann hátt að „embættin fari ekki langt út fyrir valdheimildir sínar á grunni venju sem hefur skapast undanfarin ár.“ Vigdís segir þetta í Facebook-færslu og vísar í nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar um stöðu barnaverndarmála sem stofnunin vann að beiðni fjárlaganefndar. Beiðnin kom í kjölfar umræðu um málefni meðferðarheimilisins Háholts. Vigdís segir í færslunni að fjárlaganefnd hafi vísað „fjárhagsmálefnum Barnaverndarstofu“ til rannsóknar hjá Ríkisendurskoðunar og segir að ef þetta er skýrslan þá sé „embættið ekki að skilja hlutverk sitt.“Full ástæða til að skoða stöðu barnaverndarmála í heild sinniÍ fundargerð fjárlaganefndar frá 24. október síðastliðinn segir að nefndin muni óska eftir „úttekt Ríkisendurskoðunar á stöðu barnaverndarmála, m.a. meðferð fjármuna til að mæta þjónustuþörf og nýtingu úrræða og samskipti milli ríkis og sveitarfélaga og annarra aðila sem að málinu koma.“Í viðtali við RÚV í október sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, að nefndin hafi fjallað um málið, fengum til sín gesti til þess að skoða einn þátt málsins og það hafi verið samhljóma niðurstaða nefndarinnar eftir það, að full ástæða væri til þess að skoða stöðu barnaverndarmála í heild sinni. Ekki náðist í Vigdísi við vinnslu fréttarinnar.Eygló segir ábendingar Ríkisendurskoðunar gagnlegar Ríkisendurskoðun birti í dag úttekt á stöðu barnaverndarmála á Íslandi sem unnin var að beiðni fjárlaganefndar. Í frétt velferðarráðuneytisins segir að ráðuneytið sé komið vel á veg með vinnu við ýmsar úrbætur sem stofnunin telur nauðsynlegar. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra segir ábendingar Ríkisendurskoðunar gagnlegar og að unnið verði í samræmi við þær. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að leitað hafi verið svara við þremur spurningum, það er hvort skipulag í barnaverndarmálum sé markvisst og stjórnsýsla vönduð, hvort samskipti og samstarf barnayfirvalda sé árangursríkt og hvort stefnumótunar- og eftirlitshlutverk velferðarráðuneytisins sé skýrt og því sinnt á fullnægjandi hátt. Á grundvelli úttektarinnar setur Ríkisendurskoðun fram eftirtaldar ábendingar um að:Ráðuneytið beiti sér fyrir góðu samstarfi barnaverndaryfirvalda.Ráðuneytið endurskoði vinnulag við gerð og framlagningu framkvæmdaáætlunar í barnaverndarmálum sem leggja ber fram að loknum sveitarstjórnarkosningum.Ráðuneytið tryggi sérhæfð meðferðarúrræði á höfuðborgarsvæðinu fyrir börn á aldrinum 16–18 ára sem glíma við alvarlegan vímuefnavanda og afbrotahegðun og fyrir börn með fjölþættan vanda, svo sem geðröskun og hegðunarvanda.Ráðuneytið skýri stjórnsýslulega stöðu Barnaverndarstofu, taki af tvímæli um hvað felist í sjálfstæði stofnunarinnar og hverjar séu stjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðuneytisins gagnvart henni og skýri hvert sé ráðgjafarhlutverk Barnaverndarstofu gagnvart barnaverndarnefndum sveitarfélaga.
Alþingi Tengdar fréttir Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. 8. október 2014 07:00 Málefni Háholts tekin fyrir í fjárlaganefnd Málefni meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði verða tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar miðvikudaginn 22. október næstkomandi. Oddný G. Harðardóttir krafðist þess að fjárlaganefnd fundi um málið í ljósi þjónustusamnings við meðferðarheimilið upp á tæpar 500 milljónir. 8. október 2014 16:46 „Samningur við Háholt er bráðabirgðarsamkomulag“ "Þetta eru 134 milljónir á ári. Það er fyrirvari í samningnum sem snýr að því að ef framtíðarfyrirkomulagi verði komið á, að þá verði hægt að segja þessum samningi upp,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherraþ 8. október 2014 19:51 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. 8. október 2014 07:00
Málefni Háholts tekin fyrir í fjárlaganefnd Málefni meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði verða tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar miðvikudaginn 22. október næstkomandi. Oddný G. Harðardóttir krafðist þess að fjárlaganefnd fundi um málið í ljósi þjónustusamnings við meðferðarheimilið upp á tæpar 500 milljónir. 8. október 2014 16:46
„Samningur við Háholt er bráðabirgðarsamkomulag“ "Þetta eru 134 milljónir á ári. Það er fyrirvari í samningnum sem snýr að því að ef framtíðarfyrirkomulagi verði komið á, að þá verði hægt að segja þessum samningi upp,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherraþ 8. október 2014 19:51
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“