Ísland skilar áliti til EFTA vegna Icesave Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. maí 2015 12:16 Birgir Ármannsson er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Stefán Íslenska ríkið ætlar að skila inn greinargerð með sjónarmiðum sínum til EFTA-dómstólsins vegna þriggja spurninga sem bresk og hollensk stjórnvöld hafa fengið að leggja fyrir dóminn vegna Icesave-málsins. Utanríkismálanefnd þingsins fundaði í dag með embættismönnum tveggja ráðuneyta vegna málsins. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir að ákvörðun hafi verið tekin um að senda inn greinargerð með sjónarmiðum Íslands í málinu sem höfðað hefur verið á hendur Tryggingasjóð innistæðueigenda vegna Icesave-krafna Breta og Hollendinga. Fundað var um málið í morgun.„Það hefur verið ákveðið að íslenska ríkið sendi inn greinargerð í málinu. Það er ekki málsaðili en hefur rétt til þess að senda inn greinargerð. Tilgangurinn fundarins í morgun var fyrst og fremst að fá upplýsingar frá embættismönnum ráðuneytanna um hvernig þeirri vinnu miðaði,“ segir Birgir. Spurningarnar sem lagðar hafa verið fyrir dóminn snúa að því hvort tilhögun Tryggingasjóðs innistæðueigenda standist EES-samninginn. Íslenska ríkið er ekki aðili að málinu en Birgir segir mikilvægt að sjónarmið ríkisins komi fram við afgreiðslu dómstólsins á spurningunum. „Þarna er verið að ræða svolítið aðra stöðu en í dómsmálinu frægu fyrir EFTA-dómstólnum sem snérist fyrst og fremst um samningsbrot íslenska ríkisins því þarna er varnaraðilinn sjálfstæður sjóður sem liggur fyrir að ríkið er ekki í ábyrgð fyrir. Það er hins vegar ljóst að það getur skipt máli fyrir framtíðarfyrirkomulag innistæðutrygginga á Íslandi hvernig niðurstaða þessa máls fer,“ segir Birgir. Ekki liggur fyrir hvenær svör við spurningunum koma frá EFTA-dómstólnum en fyrr í vikunni sagði framkvæmdastjóri tryggingasjóðs innistæðueigenda að ekki væri gert ráð fyrir að málflutningur fyrir héraðsdómi vegna málsins hæfist fyrr en að loknu sumarleyfi. Alþingi Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira
Íslenska ríkið ætlar að skila inn greinargerð með sjónarmiðum sínum til EFTA-dómstólsins vegna þriggja spurninga sem bresk og hollensk stjórnvöld hafa fengið að leggja fyrir dóminn vegna Icesave-málsins. Utanríkismálanefnd þingsins fundaði í dag með embættismönnum tveggja ráðuneyta vegna málsins. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir að ákvörðun hafi verið tekin um að senda inn greinargerð með sjónarmiðum Íslands í málinu sem höfðað hefur verið á hendur Tryggingasjóð innistæðueigenda vegna Icesave-krafna Breta og Hollendinga. Fundað var um málið í morgun.„Það hefur verið ákveðið að íslenska ríkið sendi inn greinargerð í málinu. Það er ekki málsaðili en hefur rétt til þess að senda inn greinargerð. Tilgangurinn fundarins í morgun var fyrst og fremst að fá upplýsingar frá embættismönnum ráðuneytanna um hvernig þeirri vinnu miðaði,“ segir Birgir. Spurningarnar sem lagðar hafa verið fyrir dóminn snúa að því hvort tilhögun Tryggingasjóðs innistæðueigenda standist EES-samninginn. Íslenska ríkið er ekki aðili að málinu en Birgir segir mikilvægt að sjónarmið ríkisins komi fram við afgreiðslu dómstólsins á spurningunum. „Þarna er verið að ræða svolítið aðra stöðu en í dómsmálinu frægu fyrir EFTA-dómstólnum sem snérist fyrst og fremst um samningsbrot íslenska ríkisins því þarna er varnaraðilinn sjálfstæður sjóður sem liggur fyrir að ríkið er ekki í ábyrgð fyrir. Það er hins vegar ljóst að það getur skipt máli fyrir framtíðarfyrirkomulag innistæðutrygginga á Íslandi hvernig niðurstaða þessa máls fer,“ segir Birgir. Ekki liggur fyrir hvenær svör við spurningunum koma frá EFTA-dómstólnum en fyrr í vikunni sagði framkvæmdastjóri tryggingasjóðs innistæðueigenda að ekki væri gert ráð fyrir að málflutningur fyrir héraðsdómi vegna málsins hæfist fyrr en að loknu sumarleyfi.
Alþingi Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira