Vigdís ósátt við Birgittu: „Var hún á Saga Class?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2015 10:00 Birgitta og Vigdís eru ekki sammála um ástand Ásmundar Einars í þinginu í gær. Vísir/Valli/Ernir Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kemur Ásmundi Einari Daðasyni, flokksbróður sínum, til varnar. Hún spyr á hvaða leið þingmenn séu í kjölfar viðtals sem Vísir tók við Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, í gær.Sjá einnig:Ásmundur Einar í tveggja vikna veikindaleyfi Umfjöllunarefnið er uppköst Ásmundar Einars í flugi til Washington DC þann 10. maí síðastliðinn. Þingmaðurinn var í vinnuferð ásamt kollegum sínum í utanríkismálanefnd Alþingis þegar hann kastaði upp. Íslenskir sem erlendir ferðamenn fengu ælu á sig og hefur farþegi í vélinni fullyrt að Ásmundur hafi verið ofurölvi. Ónafngreind flugfreyja gerði slíkt hið sama í samtali við Fréttanetið. WOW Air fullyrðir hins vegar að enginn í áhöfninni hafi rætt við fjölmiðla og furðar sig á viðtalinu við hina ónafngreindu flugfreyju. Ásmundur fárveikur Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, sagði í viðtali við Vísi í gær að Ásmundur væri fárveikur, kominn í veikindaleyfi og á sterkum lyfjum. Birgitta las fréttina og var nokkuð undrandi á orðum Þórunnar enda hafði hún verið með Ásmundi á þingi í gær. „Já, Jón Gunnarsson situr á milli mín og hans. Þeir voru að fíflast og gera grín að stjórnarandstöðumönnum,“ segir Birgitta. „Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur. Ekki nema þá að hann sé mjög duglegur í að fela veikindi sín.“ Vigdís furðar sig á ummælum Birgittu.Ekki sjón að sjá Ásmund í þinginu „Á hvaða leið eru þingmenn,“ segir hún í færslu á Facebook. „Birgitta ætti að upplýsa um að hún hafnaði almennu farrými með WOW flugfélaginu og óskaði eftir að ferðast með Icelandair - var hún á Saga Class?“ Vigdís bendir réttilega á að Birgitta hafi ekki verið í umræddu flugi þar sem Ásmundur kastaði upp. „En þá ræðst hún á þingmanninn með öðrum leiðum og „vottar það“ að Ásmundur hafi „verið hress“ í dag - því andmæli ég - það var ekki sjón að sjá hann í þinginu í dag.“ Fréttastofa hefur undanfarna tvo sólarhringa reynt að ná tali af Ásmundi Einari en án árangurs. Þórunn sagði við Vísi í gær að það væru skýr skilaboð frá lækni að þingmaðurinn ætti að hvíla sig algjörlega og það væri ástæða þess að hann svaraði ekki fyrispurnum.Uppfært klukkan 10:47 Birgitta Jónsdóttir segir í athugasemdakerfi Vísis að hún hafi ekki verið á Saga Class. „Ég greiddi sjálf mismun á verði á þessu flugi til Washington DC, en mikið skelfing er ég þakklát að ég hafi þurft að taka annað flug. Hef ítrekað hafnað að tjá mig um flugferðina sem Ási var í enda var ég ekki í því flugi og get þar af leiðandi ekki tjáð mig um það sem ég var ekki vitni að.“ Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23 Ásmundur á þingi í dag: "Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur“ Ásmundur gerði gys að stjórnarandstöðumönnum og virtist hinn hressasti að sögn Birgittu. 20. maí 2015 22:40 WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kemur Ásmundi Einari Daðasyni, flokksbróður sínum, til varnar. Hún spyr á hvaða leið þingmenn séu í kjölfar viðtals sem Vísir tók við Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, í gær.Sjá einnig:Ásmundur Einar í tveggja vikna veikindaleyfi Umfjöllunarefnið er uppköst Ásmundar Einars í flugi til Washington DC þann 10. maí síðastliðinn. Þingmaðurinn var í vinnuferð ásamt kollegum sínum í utanríkismálanefnd Alþingis þegar hann kastaði upp. Íslenskir sem erlendir ferðamenn fengu ælu á sig og hefur farþegi í vélinni fullyrt að Ásmundur hafi verið ofurölvi. Ónafngreind flugfreyja gerði slíkt hið sama í samtali við Fréttanetið. WOW Air fullyrðir hins vegar að enginn í áhöfninni hafi rætt við fjölmiðla og furðar sig á viðtalinu við hina ónafngreindu flugfreyju. Ásmundur fárveikur Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, sagði í viðtali við Vísi í gær að Ásmundur væri fárveikur, kominn í veikindaleyfi og á sterkum lyfjum. Birgitta las fréttina og var nokkuð undrandi á orðum Þórunnar enda hafði hún verið með Ásmundi á þingi í gær. „Já, Jón Gunnarsson situr á milli mín og hans. Þeir voru að fíflast og gera grín að stjórnarandstöðumönnum,“ segir Birgitta. „Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur. Ekki nema þá að hann sé mjög duglegur í að fela veikindi sín.“ Vigdís furðar sig á ummælum Birgittu.Ekki sjón að sjá Ásmund í þinginu „Á hvaða leið eru þingmenn,“ segir hún í færslu á Facebook. „Birgitta ætti að upplýsa um að hún hafnaði almennu farrými með WOW flugfélaginu og óskaði eftir að ferðast með Icelandair - var hún á Saga Class?“ Vigdís bendir réttilega á að Birgitta hafi ekki verið í umræddu flugi þar sem Ásmundur kastaði upp. „En þá ræðst hún á þingmanninn með öðrum leiðum og „vottar það“ að Ásmundur hafi „verið hress“ í dag - því andmæli ég - það var ekki sjón að sjá hann í þinginu í dag.“ Fréttastofa hefur undanfarna tvo sólarhringa reynt að ná tali af Ásmundi Einari en án árangurs. Þórunn sagði við Vísi í gær að það væru skýr skilaboð frá lækni að þingmaðurinn ætti að hvíla sig algjörlega og það væri ástæða þess að hann svaraði ekki fyrispurnum.Uppfært klukkan 10:47 Birgitta Jónsdóttir segir í athugasemdakerfi Vísis að hún hafi ekki verið á Saga Class. „Ég greiddi sjálf mismun á verði á þessu flugi til Washington DC, en mikið skelfing er ég þakklát að ég hafi þurft að taka annað flug. Hef ítrekað hafnað að tjá mig um flugferðina sem Ási var í enda var ég ekki í því flugi og get þar af leiðandi ekki tjáð mig um það sem ég var ekki vitni að.“
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23 Ásmundur á þingi í dag: "Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur“ Ásmundur gerði gys að stjórnarandstöðumönnum og virtist hinn hressasti að sögn Birgittu. 20. maí 2015 22:40 WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23
Ásmundur á þingi í dag: "Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur“ Ásmundur gerði gys að stjórnarandstöðumönnum og virtist hinn hressasti að sögn Birgittu. 20. maí 2015 22:40
WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37