Á nú að pissa í skóinn sinn? Guðríður Kristín Þórðardóttir og Elfa Þöll Grétarsdóttir. skrifar 12. júní 2015 08:40 Við sitjum yfir kaffibolla í verkfalli og veltum því fyrir okkur hvort við hjúkrunarfræðingar verðum skikkaðir til vinnu á morgun með lagasetningu, eftir tvær langar og leiðinlegar vikur heima í verkfalli. Við erum sammála um að þeim vangaveltum fylgja blendnar tilfinningar. Við hugsum til þess með létti að hugsanlega sjái fyrir endann á þessu erfiða og í raun lífsógnandi verkfalli en um leið hryllir okkur við hroka og úrræðaleysi ráðamanna. Sumir kollegar okkar hafa sjaldan unnið eins mikið og einmitt þessar síðustu vikur vegna álags en mun fleiri hafa ekkert unnið. Flestir hafa setið heima og beðið frétta í þeirri von um að geta snúið bjartsýn aftur til starfa. Snúið aftur til þess að veita sjúkum þjónustu og meðferð sem þeir eiga rétt á samkvæmt íslenskum lögum. Eins og formaður Félags íslenska hjúkrunarfræðinga, Ólafur G. Skúlason kemur inn á í grein sinni í Fréttablaðinu þann 9. júní s.l. þá óttumst við framtíðina. Við teljum að almenningur og einkum og sér í lagi stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir því hvernig ástandið er nú þegar og í hvað stefnir í íslensku heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarráð Landspítala, Hjúkrunarfræðideild HÍ og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa endurtekið bent á staðreyndir um yfirvofandi manneklu meðal hjúkrunarfræðinga. Aðgerðarleysi stjórnvalda síðustu vikurnar bendir til að þessar áhyggjuraddir tali í tóma tunnu. Er enginn að hlusta. Það getur bara ekki verið! Við erum báðar sérfræðingar í hjúkrun, önnur er formaður hjúkrunarráðs og hin formaður fræðslunefndar þess. Okkar skyldur í þeim stöðum eru fyrst og fremst að standa vörð um fagmennsku hjúkrunar á Landspítala ásamt öryggi sjúklinga og starfsmanna með einum og öðrum hætti. Stuðla að faglegri þróun, efla gæði hjúkrunar, leiðbeina og vera fyrirmynd annarra í starfi. Við eigum það sameiginlegt að taka hlutverki okkar sem talsmanni sjúklinga alvarlega, höfum einsett okkur að bæta þjónustuna við þá og ástvini þeirra á deildum okkar: hjartadeildinni, öldrunardeildunum sem og spítalanum öllum.„Þarf íslenskt heilbrigðiskerfi á þessu að halda?“ Við höfum haft frumkvæði að og stýrt ýmsum verkefnum sem stuðla að framþróun í hjúkrun og bæta þjónustu við skjólstæðinga spítalans, einkum á sviði líknar- og lífslokameðferðar og í þjónustu við aldraða. Í verkfalli er ekki undanþága fyrir þessum ólífsnauðsynlegu störfum okkar. Getum við þá ekki þá bara hætt þessu? Þarf íslenskt heilbrigðiskerfi á þessu að halda? Það eru mörg hundruð hjúkrunarfræðingar sem hafa setið heima í tvær vikur. Ætli störf þeirra séu ekki nauðsynleg? Hvað erum við tilbúin til að bíða lengi til að komast að því? Hjartagáttin er lokuð, göngudeild hjartabilunar er lokuð eins og reyndar stór hluti göngudeilda spítalans, skurðdeildir eru lokaðar að hluta, hjartaþræðingar bíða, endurhæfingardeildir eru margar lokaðar, þjónusta við geðsjúka er verulega skert og svo mætti lengi telja. Afleiðingar þess að draga úr allri fyrirbyggjandi þjónustu, endurhæfingu og göngudeildarþjónustu koma ekki fram fyrr en seinna. Öll fræðsla og stuðningur fyrir nýráðið heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala hefur fallið niður vegna verfalls. Þetta eru meðal annars nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og hjúkrunarnemar sem munu vera í meiri hluta mönnunar á mörgum deildum í allt sumar vegna sumarleyfa. Við höfum verulega takmörkuð úrræði fyrir hruma aldraða og langveika sjúklinga sem við erum að útskrifa of snemma vegna plássleysis. Við getum nefnd fjölmörg dæmi. Hjúkrunarfræðingar eru ekki einungis í beinni hjúkrun á legudeildum. Þeir eru út um allt frá fremstu víglínu við hlið sjúklings, við stjórnun, við fræðslu og rannsóknir, að stuðla að framþróun, eru talsmenn sjúklinga, stjórna og veita þjónustu á göngudeildum, styðja við aðstandendur, vinna að hagræðingu í heilbrigðiskerfinu og svo mætti lengi telja.Verkfallið verður að stöðva með samningum Skilaboðin sem við viljum koma á framfæri með þessum skrifum er að það sem við óttumst mest er að þetta umhverfi sem við horfum á núna í lífsógnandi verkfalli verði íslenskur raunveruleiki ef ekki verður tekið á vandanum með framtíðarsýn á heilbrigðiskerfið að leiðarljósi. Þetta gæti verið það sem íslenskt heilbrigðiskerfi muni hafa upp á að bjóða innan fárra mánaða ef ekkert verður að gert til að auka nýliðun í hjúkrun og halda þeirri þekkingu sem fyrir er. Nú þegar vantar sárlega hjúkrunarfræðinga. Ekki bara á Landspítalann, heldur alls staðar. Verkfallið verður að stöðva strax með samningum áður en það sem allir hafa óttast gerist! Öryggi er ógnað! Lagasetning getur haft alvarlegar afleiðingar og við höldum að ríkisstjórnin viti það, annars væri búið að grípa til þess ráðs miklu fyrr. Flestir sem þetta lesa ættu að vera sammála því að það sé ekki lausn að að pissa í skóinn sinn, eins og lagasetning á verkfall heilbrigðisstarfsmanna væri. Stöndum vörð um mannafla og þekkingu í heilbrigðiskerfisinu. Veljum mönnun til framtíðar, okkar allra vegna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Við sitjum yfir kaffibolla í verkfalli og veltum því fyrir okkur hvort við hjúkrunarfræðingar verðum skikkaðir til vinnu á morgun með lagasetningu, eftir tvær langar og leiðinlegar vikur heima í verkfalli. Við erum sammála um að þeim vangaveltum fylgja blendnar tilfinningar. Við hugsum til þess með létti að hugsanlega sjái fyrir endann á þessu erfiða og í raun lífsógnandi verkfalli en um leið hryllir okkur við hroka og úrræðaleysi ráðamanna. Sumir kollegar okkar hafa sjaldan unnið eins mikið og einmitt þessar síðustu vikur vegna álags en mun fleiri hafa ekkert unnið. Flestir hafa setið heima og beðið frétta í þeirri von um að geta snúið bjartsýn aftur til starfa. Snúið aftur til þess að veita sjúkum þjónustu og meðferð sem þeir eiga rétt á samkvæmt íslenskum lögum. Eins og formaður Félags íslenska hjúkrunarfræðinga, Ólafur G. Skúlason kemur inn á í grein sinni í Fréttablaðinu þann 9. júní s.l. þá óttumst við framtíðina. Við teljum að almenningur og einkum og sér í lagi stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir því hvernig ástandið er nú þegar og í hvað stefnir í íslensku heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarráð Landspítala, Hjúkrunarfræðideild HÍ og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa endurtekið bent á staðreyndir um yfirvofandi manneklu meðal hjúkrunarfræðinga. Aðgerðarleysi stjórnvalda síðustu vikurnar bendir til að þessar áhyggjuraddir tali í tóma tunnu. Er enginn að hlusta. Það getur bara ekki verið! Við erum báðar sérfræðingar í hjúkrun, önnur er formaður hjúkrunarráðs og hin formaður fræðslunefndar þess. Okkar skyldur í þeim stöðum eru fyrst og fremst að standa vörð um fagmennsku hjúkrunar á Landspítala ásamt öryggi sjúklinga og starfsmanna með einum og öðrum hætti. Stuðla að faglegri þróun, efla gæði hjúkrunar, leiðbeina og vera fyrirmynd annarra í starfi. Við eigum það sameiginlegt að taka hlutverki okkar sem talsmanni sjúklinga alvarlega, höfum einsett okkur að bæta þjónustuna við þá og ástvini þeirra á deildum okkar: hjartadeildinni, öldrunardeildunum sem og spítalanum öllum.„Þarf íslenskt heilbrigðiskerfi á þessu að halda?“ Við höfum haft frumkvæði að og stýrt ýmsum verkefnum sem stuðla að framþróun í hjúkrun og bæta þjónustu við skjólstæðinga spítalans, einkum á sviði líknar- og lífslokameðferðar og í þjónustu við aldraða. Í verkfalli er ekki undanþága fyrir þessum ólífsnauðsynlegu störfum okkar. Getum við þá ekki þá bara hætt þessu? Þarf íslenskt heilbrigðiskerfi á þessu að halda? Það eru mörg hundruð hjúkrunarfræðingar sem hafa setið heima í tvær vikur. Ætli störf þeirra séu ekki nauðsynleg? Hvað erum við tilbúin til að bíða lengi til að komast að því? Hjartagáttin er lokuð, göngudeild hjartabilunar er lokuð eins og reyndar stór hluti göngudeilda spítalans, skurðdeildir eru lokaðar að hluta, hjartaþræðingar bíða, endurhæfingardeildir eru margar lokaðar, þjónusta við geðsjúka er verulega skert og svo mætti lengi telja. Afleiðingar þess að draga úr allri fyrirbyggjandi þjónustu, endurhæfingu og göngudeildarþjónustu koma ekki fram fyrr en seinna. Öll fræðsla og stuðningur fyrir nýráðið heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala hefur fallið niður vegna verfalls. Þetta eru meðal annars nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og hjúkrunarnemar sem munu vera í meiri hluta mönnunar á mörgum deildum í allt sumar vegna sumarleyfa. Við höfum verulega takmörkuð úrræði fyrir hruma aldraða og langveika sjúklinga sem við erum að útskrifa of snemma vegna plássleysis. Við getum nefnd fjölmörg dæmi. Hjúkrunarfræðingar eru ekki einungis í beinni hjúkrun á legudeildum. Þeir eru út um allt frá fremstu víglínu við hlið sjúklings, við stjórnun, við fræðslu og rannsóknir, að stuðla að framþróun, eru talsmenn sjúklinga, stjórna og veita þjónustu á göngudeildum, styðja við aðstandendur, vinna að hagræðingu í heilbrigðiskerfinu og svo mætti lengi telja.Verkfallið verður að stöðva með samningum Skilaboðin sem við viljum koma á framfæri með þessum skrifum er að það sem við óttumst mest er að þetta umhverfi sem við horfum á núna í lífsógnandi verkfalli verði íslenskur raunveruleiki ef ekki verður tekið á vandanum með framtíðarsýn á heilbrigðiskerfið að leiðarljósi. Þetta gæti verið það sem íslenskt heilbrigðiskerfi muni hafa upp á að bjóða innan fárra mánaða ef ekkert verður að gert til að auka nýliðun í hjúkrun og halda þeirri þekkingu sem fyrir er. Nú þegar vantar sárlega hjúkrunarfræðinga. Ekki bara á Landspítalann, heldur alls staðar. Verkfallið verður að stöðva strax með samningum áður en það sem allir hafa óttast gerist! Öryggi er ógnað! Lagasetning getur haft alvarlegar afleiðingar og við höldum að ríkisstjórnin viti það, annars væri búið að grípa til þess ráðs miklu fyrr. Flestir sem þetta lesa ættu að vera sammála því að það sé ekki lausn að að pissa í skóinn sinn, eins og lagasetning á verkfall heilbrigðisstarfsmanna væri. Stöndum vörð um mannafla og þekkingu í heilbrigðiskerfisinu. Veljum mönnun til framtíðar, okkar allra vegna!
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun