Cristiano Ronaldo í dulargervi í miðborg Madrid | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2015 08:00 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo er einn allra besti og allra frægasti fótboltamaður heimsins í dag og það eru ekki margir staðir í heiminum þar sem fólk þekkir Portúgalann ekki. Ronaldo hefur verið kosinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA undanfarin tvö ár og hefur skorað 313 mörk í 300 leikjum með Real Madrid í öllum keppnum. Ronaldo hefur nú sett inn skemmtilegt myndband á fésbókarsíðu sína þar sem hann fékk að vera í friði í miðborg Madrid, heimaborgar liðs hans Real Madrid. Cristiano Ronaldo lét reyna á það hvort að hann kæmist upp með það að sýna fótboltakúnstir á götum Madríd án þess að fólk vissi hver hann væri. Til þess þurfti hann auðvitað að skella sér í dulargervi. Það er margt athyglisvert í myndbandinu og meðal annars neitar ein kona að gefa Cristiano Ronaldo símanúmer sitt þegar hann sóttist eftir því. Hún sér eflaust eftir því í dag. Cristiano Ronaldo lék meðal annars í dágóða stund við ungan strák sem fékk að lokum að eiga áritaðan bolta frá honum. Fólk var fljótt að átta sig á því hver Cristiano Ronaldo var þegar hann tók af sér dulargervið og þá voru flest allir gestir miðborgarinnar búnir að umkringja kappann. Cristiano Ronaldo er að fara að hefja sitt sjöunda tímabil með Real Madrid en hann varð þrítugur í febrúar síðastliðnum. Ronaldo var í fréttum um Verslunarmannahelgina þrátt fyrir að tímabilið sé ekki hafið og hann ekki að spila með Real Madrid í undirbúningsleikjunum. Ronaldo gaf nefnilega umboðsmanni sínum gríska eyju í brúðkaupsgjöf og tók því mjög illa í viðtali þegar hann var spurður út í FIFA-skandalinn. Þetta áhugaverða myndband af þessari tilraun Cristiano Ronaldo má finna hér fyrir neðan.People are going to think that I'm crazy!#LIVELIFELOUDwww.ebay.com/rocPosted by Cristiano Ronaldo on 3. ágúst 2015 Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo er einn allra besti og allra frægasti fótboltamaður heimsins í dag og það eru ekki margir staðir í heiminum þar sem fólk þekkir Portúgalann ekki. Ronaldo hefur verið kosinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA undanfarin tvö ár og hefur skorað 313 mörk í 300 leikjum með Real Madrid í öllum keppnum. Ronaldo hefur nú sett inn skemmtilegt myndband á fésbókarsíðu sína þar sem hann fékk að vera í friði í miðborg Madrid, heimaborgar liðs hans Real Madrid. Cristiano Ronaldo lét reyna á það hvort að hann kæmist upp með það að sýna fótboltakúnstir á götum Madríd án þess að fólk vissi hver hann væri. Til þess þurfti hann auðvitað að skella sér í dulargervi. Það er margt athyglisvert í myndbandinu og meðal annars neitar ein kona að gefa Cristiano Ronaldo símanúmer sitt þegar hann sóttist eftir því. Hún sér eflaust eftir því í dag. Cristiano Ronaldo lék meðal annars í dágóða stund við ungan strák sem fékk að lokum að eiga áritaðan bolta frá honum. Fólk var fljótt að átta sig á því hver Cristiano Ronaldo var þegar hann tók af sér dulargervið og þá voru flest allir gestir miðborgarinnar búnir að umkringja kappann. Cristiano Ronaldo er að fara að hefja sitt sjöunda tímabil með Real Madrid en hann varð þrítugur í febrúar síðastliðnum. Ronaldo var í fréttum um Verslunarmannahelgina þrátt fyrir að tímabilið sé ekki hafið og hann ekki að spila með Real Madrid í undirbúningsleikjunum. Ronaldo gaf nefnilega umboðsmanni sínum gríska eyju í brúðkaupsgjöf og tók því mjög illa í viðtali þegar hann var spurður út í FIFA-skandalinn. Þetta áhugaverða myndband af þessari tilraun Cristiano Ronaldo má finna hér fyrir neðan.People are going to think that I'm crazy!#LIVELIFELOUDwww.ebay.com/rocPosted by Cristiano Ronaldo on 3. ágúst 2015
Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira