Körfubolti

Thompson samdi loksins við Cavs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Thompson reynir hér að verjast Steph Curry.
Thompson reynir hér að verjast Steph Curry. vísir/getty
Það tók ansi langan tíma en Tristan Thompson hefur loksins skrifað undir nýjan samning við Cleveland Cavaliers.

Umboðsmaður hans gerði allt sem hann gat til þess að fá hámarkssamning sem hefði skilað Thompson tæpum 12 milljörðum króna í vasann.

Á dögunum leit svo út fyrir að planið væri allt farið í vaskinn enda var verið að tefla djarft. Á endanum varð svo ofan á að Thompson skrifaði undir fimm ára samning sem færir honum rúma 10 milljarða króna. Það sleppur.

Thompson er þar með orðinn sjötti launahæsti kraftframherjinn í NBA-deildinni á eftir Kevin Love, LaMarcus Aldridge, Blake Griffin, Paul Millsap og David Lee.

Hinn 24 ára gamli Thompson hefur spilað 306 leiki af 312 mögulegum með liðinu síðan hann kom inn í deildina árið 2011.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×