Hálfnuð á leiðinni í mikil vandræði Svavar Hávarðsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Ársins 2015 verður sennilega minnst sem þess fyrsta sem hitastig jarðar verður rúmlega einni gráðu yfir meðaltalshita áranna 1850-1900. Við tveggja gráða hlýnun er mannkyn í verulegum vandræðum sem vart verður undið ofan af. Fyrr í þessum mánuði vakti breska veðurstofan (UK Met Office) athygli á því að hitastig jarðar árið 2015 hafi á fyrstu níu mánuðum ársins verið rúmlega einni gráðu yfir meðaltalshita áranna 1850-1990 og á því verði ekki breyting til ársloka. Gangi spár eftir verður 2015 því árið þar sem þeim „áfanga“ var náð að mannkyn sé hálfnað á leið sinni að tveggja gráða hlýnun – þeirri hækkun á meðalhitastigi á heimsvísu sem skilgreint hefur verið sem hámark þess sem þolanlegt er.Málamiðlun um tjónHalldór Björnsson, hópstjóri veðurs- og loftslagsbreytinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að eftir að ljóst varð að hnötturinn færi hlýnandi vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa hafi menn fljótlega tekið að velta fyrir sér hversu mikið mætti hlýna áður en afleiðingar yrðu verulega slæmar. Slíkt mat er hins vegar gildishlaðið, segir Halldór, enda ráði hlýjustu svæði heimsins, eða láglendar eyjar í hitabeltinu, illa við nokkra hlýnun. Á kaldari svæðum séu áhrifin hins vegar varla öll neikvæð. „Flestir komast samt að þeirri niðurstöðu að ef hlýni meira en tvær gráður þá verði afleiðingarnar fyrir heiminn í heild sinni neikvæðar. Tilfellið er samt að tveggja gráða markið er einhvers konar málamiðlun um ásættanlegt tjón. Þetta er með öðrum orðum ekki raunvísindi heldur pólitísk málamiðlun sem studd er þó einhverjum rökum,“ segir Halldór.IllyfirstíganlegtÍ bók sinni, Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar, gerir Halldór grein fyrir því hvað tveggja gráða markið þýðir í raun. Ef hlýnunin verður minni verða afleiðingarnar ekki öllum þjóðum jafn erfiðar – góðu fréttirnar séu að afrakstur ræktarlands aukist utan hitabeltisins við hóflega hlýnun öfugt við svæði í hitabeltinu og á þurrkasvæðum. „Gera má ráð fyrir að skemmdir á kóralrifjum verði verulegar, aukið tjón verði á strandsvæðum vegna flóða og óveðra. Tjón vegna öflugra fellibylja mun líklega aukast, og hækkandi sjávarstaða mun gera ástandið verra. Fleiri deyja af völdum flóða, hitabylgna og þurrka, og sjúkdómar munu taka aukinn toll. Samfélög eru oft háð staðbundnum matar- og vatnsforða sem kann að rýrna vegna loftslagsbreytinga. Þetta getur leitt til fólksflutninga og aukið líkur á átökum,“ skrifar Halldór en jafnframt að ef hlýnunin verður meiri versni afleiðingarnar stig af stigi, og að því er virðist, verður vandi heimsbyggðarinnar illyfirstíganlegur eftir að þriggja gráða hlýnun er náð. Breska veðurstofan, sem og fjölmiðlar, vísa til meðaltals hnattræns hita milli áranna 1850 til 1900 sem viðmiðunarpunkts – og þá er litið svo á að útblástur gróðurhúsalofttegunda hafi ekki verið farinn að hafa veruleg áhrif á hnattrænan hita á þessum tíma. Halldór segir að frá þeim tíma hafi hins vegar hlýnað verulega, framan af skrykkjótt, en eindregnara frá sjöunda áratugnum að telja. „Þrátt fyrir hlýnunina eru sveiflur í meðalhita milli ára, og áratuga, en þegar við færumst nær einnar gráðu markinu þá kemur að því að eitt ár nær að fara uppfyrir þetta mark. Allt útlit er fyrir að það verði árið í ár,“ segir Halldór en útskýrir jafnframt að ekki sé allt sem sýnist.Halldór Björnsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu ÍslandsEl Niño skekkir myndina„Árið í ár er óvenjulegt því nú er í gangi mjög öflugur El Niño [heitið á hlýnun sjávar í hitabeltinu í Kyrrahafi sem á sér stað á þriggja til sjö ára fresti] og hér má því hafa stóra fyrirvara. Við erum ef til vill ekkert nær því en við vorum í fyrra, því þegar rætt er um tveggja gráða markið er alltaf verið að tala um hina þvinguðu gróðurhúsahlýnun, ekki hvernig einstök ár stökkva upp eða niður. Við erum ekki enn þá komin í þær aðstæður að hnattræn hlýnun sé að jafnaði meiri en ein gráða. Það er þannig mjög líklegt að þegar þessi El Niño gengur yfir verði meðalhitinn aftur undir einni gráðu – og það mun taka nokkur ár til viðbótar fyrir meðalhita jarðar að ná einni gráðu að jafnaði. Loftslagsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði vakti breska veðurstofan (UK Met Office) athygli á því að hitastig jarðar árið 2015 hafi á fyrstu níu mánuðum ársins verið rúmlega einni gráðu yfir meðaltalshita áranna 1850-1990 og á því verði ekki breyting til ársloka. Gangi spár eftir verður 2015 því árið þar sem þeim „áfanga“ var náð að mannkyn sé hálfnað á leið sinni að tveggja gráða hlýnun – þeirri hækkun á meðalhitastigi á heimsvísu sem skilgreint hefur verið sem hámark þess sem þolanlegt er.Málamiðlun um tjónHalldór Björnsson, hópstjóri veðurs- og loftslagsbreytinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að eftir að ljóst varð að hnötturinn færi hlýnandi vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa hafi menn fljótlega tekið að velta fyrir sér hversu mikið mætti hlýna áður en afleiðingar yrðu verulega slæmar. Slíkt mat er hins vegar gildishlaðið, segir Halldór, enda ráði hlýjustu svæði heimsins, eða láglendar eyjar í hitabeltinu, illa við nokkra hlýnun. Á kaldari svæðum séu áhrifin hins vegar varla öll neikvæð. „Flestir komast samt að þeirri niðurstöðu að ef hlýni meira en tvær gráður þá verði afleiðingarnar fyrir heiminn í heild sinni neikvæðar. Tilfellið er samt að tveggja gráða markið er einhvers konar málamiðlun um ásættanlegt tjón. Þetta er með öðrum orðum ekki raunvísindi heldur pólitísk málamiðlun sem studd er þó einhverjum rökum,“ segir Halldór.IllyfirstíganlegtÍ bók sinni, Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar, gerir Halldór grein fyrir því hvað tveggja gráða markið þýðir í raun. Ef hlýnunin verður minni verða afleiðingarnar ekki öllum þjóðum jafn erfiðar – góðu fréttirnar séu að afrakstur ræktarlands aukist utan hitabeltisins við hóflega hlýnun öfugt við svæði í hitabeltinu og á þurrkasvæðum. „Gera má ráð fyrir að skemmdir á kóralrifjum verði verulegar, aukið tjón verði á strandsvæðum vegna flóða og óveðra. Tjón vegna öflugra fellibylja mun líklega aukast, og hækkandi sjávarstaða mun gera ástandið verra. Fleiri deyja af völdum flóða, hitabylgna og þurrka, og sjúkdómar munu taka aukinn toll. Samfélög eru oft háð staðbundnum matar- og vatnsforða sem kann að rýrna vegna loftslagsbreytinga. Þetta getur leitt til fólksflutninga og aukið líkur á átökum,“ skrifar Halldór en jafnframt að ef hlýnunin verður meiri versni afleiðingarnar stig af stigi, og að því er virðist, verður vandi heimsbyggðarinnar illyfirstíganlegur eftir að þriggja gráða hlýnun er náð. Breska veðurstofan, sem og fjölmiðlar, vísa til meðaltals hnattræns hita milli áranna 1850 til 1900 sem viðmiðunarpunkts – og þá er litið svo á að útblástur gróðurhúsalofttegunda hafi ekki verið farinn að hafa veruleg áhrif á hnattrænan hita á þessum tíma. Halldór segir að frá þeim tíma hafi hins vegar hlýnað verulega, framan af skrykkjótt, en eindregnara frá sjöunda áratugnum að telja. „Þrátt fyrir hlýnunina eru sveiflur í meðalhita milli ára, og áratuga, en þegar við færumst nær einnar gráðu markinu þá kemur að því að eitt ár nær að fara uppfyrir þetta mark. Allt útlit er fyrir að það verði árið í ár,“ segir Halldór en útskýrir jafnframt að ekki sé allt sem sýnist.Halldór Björnsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu ÍslandsEl Niño skekkir myndina„Árið í ár er óvenjulegt því nú er í gangi mjög öflugur El Niño [heitið á hlýnun sjávar í hitabeltinu í Kyrrahafi sem á sér stað á þriggja til sjö ára fresti] og hér má því hafa stóra fyrirvara. Við erum ef til vill ekkert nær því en við vorum í fyrra, því þegar rætt er um tveggja gráða markið er alltaf verið að tala um hina þvinguðu gróðurhúsahlýnun, ekki hvernig einstök ár stökkva upp eða niður. Við erum ekki enn þá komin í þær aðstæður að hnattræn hlýnun sé að jafnaði meiri en ein gráða. Það er þannig mjög líklegt að þegar þessi El Niño gengur yfir verði meðalhitinn aftur undir einni gráðu – og það mun taka nokkur ár til viðbótar fyrir meðalhita jarðar að ná einni gráðu að jafnaði.
Loftslagsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira