Listin að lifa saman Derya Ozdilek og Toshiki Toma skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Við höfum tekið skref í þá átt að geta sagt það list að lifa saman. List sem skapast af fjölbreytileika mannlífs, ólíkum bakgrunni okkar, venjum, gildum, menningu og trúararfi. Við trúum því að fjölbreytileiki leysi ekki einungis úr læðingi sköpunarkraft í samfélaginu, heldur gegni mikilvægu hlutverki í þeirri list að lifa saman. Á þeirri trú byggjum við í Neskirkju og Félagi Horizon það samstarfsverkefni að halda Ashura-hátíð að tyrkneskum sið. Markmiðið er að sýna fram á að hver samfélagshópur eigi sín litbrigði og sinn sess í samfélaginu. Með því að leggja saman litbrigði samfélagshópa skapast það sem við nefnum listina að lifa saman. Innblástur verkefnisins kemur frá Nóa spámanni. Þegar Nói fann loks þurrt land fagnaði hann með því að útbúa búðing með þeim ólíku hráefnum sem hann fann. Þrátt fyrir að hráefnin hafi verið óvenjuleg og ólík að lit og lögun, var útkoman svo góð að hefðinni hefur verið viðhaldið til okkar daga. Í Ashura-búðingnum, sem boðið verður upp á á hátíðinni, hefur hvert hráefni sitt sérkennandi bragð, sitt litbrigði og sín áhrif á bragðlauka og líkama þess sem neytir. Hvert hráefni er einstakt og hefur sín sérkenni. Ashura táknar þann fjölmenningar- og fjöltrúarbragðaheim sem við lifum í og samanstendur af ólíkum einstaklingum og þjóðfélagshópum, sem hafa hvert sitt sérkenni og hlutverk við að mynda litríkt samfélag. Öll höfum við okkar sérkenni að leggja til samfélagsins. Hvern einstakling skyldi virða og elska af eigin verðleikum og þeirri elsku náum við með því að koma saman sem eitt mannkyn. Þess vegna erum við, í Neskirkju og Félagi Horizon, innblásin af sögunni af Ashura-búðingi Nóa spámanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við höfum tekið skref í þá átt að geta sagt það list að lifa saman. List sem skapast af fjölbreytileika mannlífs, ólíkum bakgrunni okkar, venjum, gildum, menningu og trúararfi. Við trúum því að fjölbreytileiki leysi ekki einungis úr læðingi sköpunarkraft í samfélaginu, heldur gegni mikilvægu hlutverki í þeirri list að lifa saman. Á þeirri trú byggjum við í Neskirkju og Félagi Horizon það samstarfsverkefni að halda Ashura-hátíð að tyrkneskum sið. Markmiðið er að sýna fram á að hver samfélagshópur eigi sín litbrigði og sinn sess í samfélaginu. Með því að leggja saman litbrigði samfélagshópa skapast það sem við nefnum listina að lifa saman. Innblástur verkefnisins kemur frá Nóa spámanni. Þegar Nói fann loks þurrt land fagnaði hann með því að útbúa búðing með þeim ólíku hráefnum sem hann fann. Þrátt fyrir að hráefnin hafi verið óvenjuleg og ólík að lit og lögun, var útkoman svo góð að hefðinni hefur verið viðhaldið til okkar daga. Í Ashura-búðingnum, sem boðið verður upp á á hátíðinni, hefur hvert hráefni sitt sérkennandi bragð, sitt litbrigði og sín áhrif á bragðlauka og líkama þess sem neytir. Hvert hráefni er einstakt og hefur sín sérkenni. Ashura táknar þann fjölmenningar- og fjöltrúarbragðaheim sem við lifum í og samanstendur af ólíkum einstaklingum og þjóðfélagshópum, sem hafa hvert sitt sérkenni og hlutverk við að mynda litríkt samfélag. Öll höfum við okkar sérkenni að leggja til samfélagsins. Hvern einstakling skyldi virða og elska af eigin verðleikum og þeirri elsku náum við með því að koma saman sem eitt mannkyn. Þess vegna erum við, í Neskirkju og Félagi Horizon, innblásin af sögunni af Ashura-búðingi Nóa spámanns.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar