Listin að lifa saman Derya Ozdilek og Toshiki Toma skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Við höfum tekið skref í þá átt að geta sagt það list að lifa saman. List sem skapast af fjölbreytileika mannlífs, ólíkum bakgrunni okkar, venjum, gildum, menningu og trúararfi. Við trúum því að fjölbreytileiki leysi ekki einungis úr læðingi sköpunarkraft í samfélaginu, heldur gegni mikilvægu hlutverki í þeirri list að lifa saman. Á þeirri trú byggjum við í Neskirkju og Félagi Horizon það samstarfsverkefni að halda Ashura-hátíð að tyrkneskum sið. Markmiðið er að sýna fram á að hver samfélagshópur eigi sín litbrigði og sinn sess í samfélaginu. Með því að leggja saman litbrigði samfélagshópa skapast það sem við nefnum listina að lifa saman. Innblástur verkefnisins kemur frá Nóa spámanni. Þegar Nói fann loks þurrt land fagnaði hann með því að útbúa búðing með þeim ólíku hráefnum sem hann fann. Þrátt fyrir að hráefnin hafi verið óvenjuleg og ólík að lit og lögun, var útkoman svo góð að hefðinni hefur verið viðhaldið til okkar daga. Í Ashura-búðingnum, sem boðið verður upp á á hátíðinni, hefur hvert hráefni sitt sérkennandi bragð, sitt litbrigði og sín áhrif á bragðlauka og líkama þess sem neytir. Hvert hráefni er einstakt og hefur sín sérkenni. Ashura táknar þann fjölmenningar- og fjöltrúarbragðaheim sem við lifum í og samanstendur af ólíkum einstaklingum og þjóðfélagshópum, sem hafa hvert sitt sérkenni og hlutverk við að mynda litríkt samfélag. Öll höfum við okkar sérkenni að leggja til samfélagsins. Hvern einstakling skyldi virða og elska af eigin verðleikum og þeirri elsku náum við með því að koma saman sem eitt mannkyn. Þess vegna erum við, í Neskirkju og Félagi Horizon, innblásin af sögunni af Ashura-búðingi Nóa spámanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum tekið skref í þá átt að geta sagt það list að lifa saman. List sem skapast af fjölbreytileika mannlífs, ólíkum bakgrunni okkar, venjum, gildum, menningu og trúararfi. Við trúum því að fjölbreytileiki leysi ekki einungis úr læðingi sköpunarkraft í samfélaginu, heldur gegni mikilvægu hlutverki í þeirri list að lifa saman. Á þeirri trú byggjum við í Neskirkju og Félagi Horizon það samstarfsverkefni að halda Ashura-hátíð að tyrkneskum sið. Markmiðið er að sýna fram á að hver samfélagshópur eigi sín litbrigði og sinn sess í samfélaginu. Með því að leggja saman litbrigði samfélagshópa skapast það sem við nefnum listina að lifa saman. Innblástur verkefnisins kemur frá Nóa spámanni. Þegar Nói fann loks þurrt land fagnaði hann með því að útbúa búðing með þeim ólíku hráefnum sem hann fann. Þrátt fyrir að hráefnin hafi verið óvenjuleg og ólík að lit og lögun, var útkoman svo góð að hefðinni hefur verið viðhaldið til okkar daga. Í Ashura-búðingnum, sem boðið verður upp á á hátíðinni, hefur hvert hráefni sitt sérkennandi bragð, sitt litbrigði og sín áhrif á bragðlauka og líkama þess sem neytir. Hvert hráefni er einstakt og hefur sín sérkenni. Ashura táknar þann fjölmenningar- og fjöltrúarbragðaheim sem við lifum í og samanstendur af ólíkum einstaklingum og þjóðfélagshópum, sem hafa hvert sitt sérkenni og hlutverk við að mynda litríkt samfélag. Öll höfum við okkar sérkenni að leggja til samfélagsins. Hvern einstakling skyldi virða og elska af eigin verðleikum og þeirri elsku náum við með því að koma saman sem eitt mannkyn. Þess vegna erum við, í Neskirkju og Félagi Horizon, innblásin af sögunni af Ashura-búðingi Nóa spámanns.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar