Helena: Fótboltastelpur ná fleiri landsleikjum en ég á fjórum árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. nóvember 2015 12:30 Helena Sverrisdóttir er besta körfuboltakona landsins og hefur verið það um árabil. vísir/getty Helena Sverrisdóttir verður lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta á morgun eins og svo oft áður þegar stelpurnar okkar mæta Ungverjum í undankeppni EM 2017. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðlinum. Leikurinn fer fram í Miskolc, gamla heimavelli Helenu, en hún kom heim úr atvinnumennsku fyrir tímabilið og gekk í raðir uppeldisfélags síns Hauka. Stelpurnar mæta Slóvakíu í Höllinni á þriðjudagskvöldið en um er að ræða tvö firnasterk liðs sem bæði voru á Evrópumótinu í ár.Sjá einnig:Berglind: Þó þær séu miklu stærri eru hjörtun í okkur risastór „Við vitum alveg að þetta verður ótrúlega erfitt en þetta verður líka ótrúlega gaman og við bara fögnum öllum landsleikjum sem við fáum. Ég tala nú ekki um þegar það er í undankeppni Evrópumóts,“ segir Helena í samtali við Vísi. „Ég get alveg séð fyrir mér að þetta verði smá sjokk og þá bara að sjá hæðina og styrkleikann á þeim. Þetta eru allt atvinnumenn sem við erum að fara að mæta. Þær æfa tvisvar sinnum á dag og lifa á þessu.“ „Við vitum að við erum að fara að mæta risum og þó þetta verði sjokk þá verðum við bara enn þá tilbúnari á miðvikudaginn,“ segir Helena.Helena kom heim til Hauka fyrir tímabilið og er á toppnum með liðinu.vísir/anton brinkFagna öllum verkefnum Íslenska liðið verður án þriggja sterkra leikmanna sem spila í háskólakörfunni í Bandaríkjunum. Sara Rún Hinriksdóttir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir eru allar uppteknar vestanhafs. „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur að missa þessar stelpur sem hafa verið að byrja inn á. Vonandi eru bara fleiri stelpur í liðinu sem eru hungraðar í að spila og sýna hvað þær geta,“ segir Helena, en vegna fjarveru þessara stúlkna og meiðsla er hópurinn ansi ungur. „Það er svolítið fyndið að vera 27 ára en vera ein af þeim elstu. Pálína er sú eina sem er eldri fyrst Petrúnalla er enn þá meidd,“ segir Helena.Sjá einnig:Pálína: Við erum allar á sama aldri, hættu þessu Síðan Helena kom inn í íslenska landsliðið og spilaði sinn fyrsta leik hefur hún ekki misst af landsleik. Landsliðið fór í þriggja ára pásu á sínum tíma þannig Helena fagnar hverjum landsleik. „Þetta er þrettánda árið sem ég spila en er samt „bara“ búin að spila 57 landsleiki. Stelpur í fótboltanum eru kannski bara búnar að spila í fjögur ár en komnar með fleiri leiki en ég,“ segir Helena. „Við fögnum öllum verkefnum og ég vona að þú sért ekkert að „jinxa“ mig þannig ég fari að missa af einhverjum leikjum. Mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt og sérstaklega þegar ég var úti var geggjað að koma heim og hitta stelpurnar,“ segir Helena Sverrisdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Helena Sverrisdóttir verður lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta á morgun eins og svo oft áður þegar stelpurnar okkar mæta Ungverjum í undankeppni EM 2017. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðlinum. Leikurinn fer fram í Miskolc, gamla heimavelli Helenu, en hún kom heim úr atvinnumennsku fyrir tímabilið og gekk í raðir uppeldisfélags síns Hauka. Stelpurnar mæta Slóvakíu í Höllinni á þriðjudagskvöldið en um er að ræða tvö firnasterk liðs sem bæði voru á Evrópumótinu í ár.Sjá einnig:Berglind: Þó þær séu miklu stærri eru hjörtun í okkur risastór „Við vitum alveg að þetta verður ótrúlega erfitt en þetta verður líka ótrúlega gaman og við bara fögnum öllum landsleikjum sem við fáum. Ég tala nú ekki um þegar það er í undankeppni Evrópumóts,“ segir Helena í samtali við Vísi. „Ég get alveg séð fyrir mér að þetta verði smá sjokk og þá bara að sjá hæðina og styrkleikann á þeim. Þetta eru allt atvinnumenn sem við erum að fara að mæta. Þær æfa tvisvar sinnum á dag og lifa á þessu.“ „Við vitum að við erum að fara að mæta risum og þó þetta verði sjokk þá verðum við bara enn þá tilbúnari á miðvikudaginn,“ segir Helena.Helena kom heim til Hauka fyrir tímabilið og er á toppnum með liðinu.vísir/anton brinkFagna öllum verkefnum Íslenska liðið verður án þriggja sterkra leikmanna sem spila í háskólakörfunni í Bandaríkjunum. Sara Rún Hinriksdóttir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir eru allar uppteknar vestanhafs. „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur að missa þessar stelpur sem hafa verið að byrja inn á. Vonandi eru bara fleiri stelpur í liðinu sem eru hungraðar í að spila og sýna hvað þær geta,“ segir Helena, en vegna fjarveru þessara stúlkna og meiðsla er hópurinn ansi ungur. „Það er svolítið fyndið að vera 27 ára en vera ein af þeim elstu. Pálína er sú eina sem er eldri fyrst Petrúnalla er enn þá meidd,“ segir Helena.Sjá einnig:Pálína: Við erum allar á sama aldri, hættu þessu Síðan Helena kom inn í íslenska landsliðið og spilaði sinn fyrsta leik hefur hún ekki misst af landsleik. Landsliðið fór í þriggja ára pásu á sínum tíma þannig Helena fagnar hverjum landsleik. „Þetta er þrettánda árið sem ég spila en er samt „bara“ búin að spila 57 landsleiki. Stelpur í fótboltanum eru kannski bara búnar að spila í fjögur ár en komnar með fleiri leiki en ég,“ segir Helena. „Við fögnum öllum verkefnum og ég vona að þú sért ekkert að „jinxa“ mig þannig ég fari að missa af einhverjum leikjum. Mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt og sérstaklega þegar ég var úti var geggjað að koma heim og hitta stelpurnar,“ segir Helena Sverrisdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00