Boða fleiri lokanir á Hellisheiði Óli Kr. Ármannsson skrifar 1. desember 2015 07:00 Vegkaflinn á Suðurlandsvegi fyrir ofan Draugahlíðarbrekku hjá Litlu-Kaffistofunni sem hér sést á vefmyndavél Vegagerðarinnar í hádeginu í gær er dæmi um tveir plús einn veg sem skilinn er að með vírvegriði. Mynd/Vegagerðin Öryggisráðstafanir sem ráðist hefur verið í samhliða breytingum á þjóðveginum um Hellisheiði kalla á að veginum verði oftar lokað vegna snjóa, eða þegar verður mjög blint. „Þetta er dálítil stefnubreyting að loka fremur oftar en sjaldnar og helst að vera á undan því að menn festi sig,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hann áréttar að mikilvægasta aðferðin til að bæta umferðaröryggi sé alltaf að skilja að akstursstefnur, því að hættulegustu umferðarslysin verði þegar bílar lenda beint framan á hver öðrum.G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi VegagerðarinnarVíravegrið hefur verið sett upp á Hellisheiði og víðar á Suðurlandsvegi til þess að skilja að akstursstefnur og auka öryggi, en auknu öryggi segir Pétur að fylgi líka kostnaður. Víravegriði fylgi samt minni snjósöfnun en annars konar vegriðum. En um leið sé þrengt að og dýrara verði að ryðja veginn. Þá minnkar rými ökumanna til að athafna sig og aka í kringum fasta bíla í vondum veðrum. Því er líklegra að einn bíll sem stoppar verði til þess að stöðva umferðina alveg. „Það er verklag á hverri einustu heiði um hvernig standa skuli að lokunum og við erum í samvinnu við björgunarsveitirnar, sem manna þá lokunarpóstana, og greiðum fyrir það,“ segir G. Pétur. En þótt verkalag sé til staðar þá sé það enn í þróun líka. Vegagerðin sé hins vegar mjög ánægð með viðbrögð fólks í könnunum hennar við lokunum, því fólk vilji fremur að vandræðum sé afstýrt með lokunum. „Og stefnan er einmitt að loka helst áður en veðrið kemur og bílar fara að festast.“ Með því verklagi sé líka auðveldara að opna fyrr, þegar ekki þarf að koma í burt bílum sem sitji fastir. Fólk megi hins vegar búast við því nú að veginum verði lokað oftar en áður. „Það er bara kostnaðurinn af því að bæta umferðaröryggið.“ Síðasti vetur segir G. Pétur að hafi verið óvenjulegur suðvestanlands vegna tíðra lokana út af veðri. Meira að segja hafi komið fyrir að loka hafi þurft Reykjanesbrautinni. Þarna spili saman veður, breytt verklag og breytt umferðarmenning. „Þá hefur líka áhrif fjölgun ferðamanna, þannig að við erum með fleiri óvana ökumenn á ferðinni, bæði innlenda og erlenda.“ Núna séu uppi aðrar aðstæður en fyrir 20 árum þó að þá hafi líka snjóað mikið. Veður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur Sverrisdóttir hættir sem formaður þingflokksins Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Öryggisráðstafanir sem ráðist hefur verið í samhliða breytingum á þjóðveginum um Hellisheiði kalla á að veginum verði oftar lokað vegna snjóa, eða þegar verður mjög blint. „Þetta er dálítil stefnubreyting að loka fremur oftar en sjaldnar og helst að vera á undan því að menn festi sig,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hann áréttar að mikilvægasta aðferðin til að bæta umferðaröryggi sé alltaf að skilja að akstursstefnur, því að hættulegustu umferðarslysin verði þegar bílar lenda beint framan á hver öðrum.G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi VegagerðarinnarVíravegrið hefur verið sett upp á Hellisheiði og víðar á Suðurlandsvegi til þess að skilja að akstursstefnur og auka öryggi, en auknu öryggi segir Pétur að fylgi líka kostnaður. Víravegriði fylgi samt minni snjósöfnun en annars konar vegriðum. En um leið sé þrengt að og dýrara verði að ryðja veginn. Þá minnkar rými ökumanna til að athafna sig og aka í kringum fasta bíla í vondum veðrum. Því er líklegra að einn bíll sem stoppar verði til þess að stöðva umferðina alveg. „Það er verklag á hverri einustu heiði um hvernig standa skuli að lokunum og við erum í samvinnu við björgunarsveitirnar, sem manna þá lokunarpóstana, og greiðum fyrir það,“ segir G. Pétur. En þótt verkalag sé til staðar þá sé það enn í þróun líka. Vegagerðin sé hins vegar mjög ánægð með viðbrögð fólks í könnunum hennar við lokunum, því fólk vilji fremur að vandræðum sé afstýrt með lokunum. „Og stefnan er einmitt að loka helst áður en veðrið kemur og bílar fara að festast.“ Með því verklagi sé líka auðveldara að opna fyrr, þegar ekki þarf að koma í burt bílum sem sitji fastir. Fólk megi hins vegar búast við því nú að veginum verði lokað oftar en áður. „Það er bara kostnaðurinn af því að bæta umferðaröryggið.“ Síðasti vetur segir G. Pétur að hafi verið óvenjulegur suðvestanlands vegna tíðra lokana út af veðri. Meira að segja hafi komið fyrir að loka hafi þurft Reykjanesbrautinni. Þarna spili saman veður, breytt verklag og breytt umferðarmenning. „Þá hefur líka áhrif fjölgun ferðamanna, þannig að við erum með fleiri óvana ökumenn á ferðinni, bæði innlenda og erlenda.“ Núna séu uppi aðrar aðstæður en fyrir 20 árum þó að þá hafi líka snjóað mikið.
Veður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur Sverrisdóttir hættir sem formaður þingflokksins Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira