Óvissa um afdrif náttúrupassans Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Iðnaðarráðherra hefur staðið í ströngu vegna frumvarps um náttúrupassa. Hér spjallar hún við Sigríði Andersen, einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem lýst hefur yfir efasemdum um frumvarpið. fréttablaðið/stefán Fyrstu umræðu um frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lauk í gær, en eftir er að kjósa um til hvaða nefndar málinu verður vísað. Mikil andstaða er við frumvarpið, í öllum flokkum, og þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðu allsendis óvíst hvort málið kæmist úr nefnd á yfirstandandi þingi. Ráðherra segist ekki hafa kannað hvort nægilegur stuðningur sé fyrir því að frumvarpið verði að lögum. „Ég hef ekki farið í hausatalningu. Ég geri mér algjörlega grein fyrir því að þetta er mál sem menn þurfa að skoða betur,“ segir Ragnheiður Elín og vísar til þess að málið gæti breyst í meðförum þingnefndar. Hún segir margar gagnlegar athugasemdir hafa komið fram, en er ekki tilbúin til að segja að einstök atriði hafi komið fram sem hún vilji sjá til breytingar á frumvarpinu, þótt ýmislegt megi skoða. „Ef menn telja þörf á því að skýra hlutina betur hvað varðar almannaréttinn, já. Ef menn telja einfaldara fyrirkomulag í boði varðandi það hvernig á að nálgast Íslendinga annars vegar og erlenda ferðamenn, já, þá er ég tilbúin að skoða það.“ Þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, voru sammála um að afdrif málsins réðust af vinnu þingnefndar. Mögulega tækist nefndinni að finna sáttaleið sem væri blanda af fleiri hugmyndum um gjaldtöku, en allt eins víst væri að málið yrði látið liggja í nefnd fram á haust. Málið var afgreitt úr þingflokkum stjórnarflokkanna og gerði þingflokkur Framsóknarflokksins formlega fyrirvara. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi einnig gert fyrirvara við stuðning, þó ekki hafi þeir verið formlegir. Andstaða gagnvart frumvarpinu er ekki skipulögð og fráleitt ríkir samstaða um hvað gæti komið í staðinn fyrir náttúrupassann. Því er líklegast að blönduð leið verði fyrir valinu. Ragnheiður Elín virðist raunar opin fyrir slíku. „Ég heyrði í gær [fyrradag] í formanni Ferðamálasamtaka Íslands sem var að tala um hvort hugsanlega væri hægt að fara af stað með einhvern valkvæðan passa meðan fólk væri að venjast tilhugsuninni. Alla svona hluti er ég tilbúin að skoða, að sjálfsögðu.“ Fyrsta umræða um málið tók þrjá daga og reikna má með að einhverjir dagar fari í aðra og þriðju umræðu. Til þess ber að taka að aðeins eru eftir 40 þingdagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Það gæti rennt stoðum undir þá spá margra heimildarmanna Fréttablaðsins að málið komi kannski ekki úr nefnd fyrir þingfrestun í vor.Upphlaup á Alþingi „Það togast á í mér þau sjónarmið hvort þetta eigi að fara til atvinnuveganefndar eins og menn hafa gert ráð fyrir eða til umhverfisnefndar.“ Þessi orð iðnaðarráðherra á síðustu mínútum fyrstu umræðunnar lýsa því vel hve mikil óvissa ríkir um afdrif málsins. Allir höfðu gert ráð fyrir því að málinu yrði vísað til atvinnuveganefndar og ummæli ráðherra hleyptu illu blóði í þingmenn. Eftir ýmis brigslyrði, ósk um að hlé yrði gert á fundi og tillögu Róberts Marshall, þingmanns Bjartrar framtíðar, um að málinu yrði vísað til umhverfisnefndar, kom ráðherra í pontu og lagði til að málinu yrði eftir allt saman vísað til atvinnuveganefndar, en ekki til umhverfis- og samgöngunefndar og efnahags- og skattanefndar. Fljótlega eftir það lauk umræðunni, en eftir er að kjósa á milli tillagnanna tveggja. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lauk í gær, en eftir er að kjósa um til hvaða nefndar málinu verður vísað. Mikil andstaða er við frumvarpið, í öllum flokkum, og þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðu allsendis óvíst hvort málið kæmist úr nefnd á yfirstandandi þingi. Ráðherra segist ekki hafa kannað hvort nægilegur stuðningur sé fyrir því að frumvarpið verði að lögum. „Ég hef ekki farið í hausatalningu. Ég geri mér algjörlega grein fyrir því að þetta er mál sem menn þurfa að skoða betur,“ segir Ragnheiður Elín og vísar til þess að málið gæti breyst í meðförum þingnefndar. Hún segir margar gagnlegar athugasemdir hafa komið fram, en er ekki tilbúin til að segja að einstök atriði hafi komið fram sem hún vilji sjá til breytingar á frumvarpinu, þótt ýmislegt megi skoða. „Ef menn telja þörf á því að skýra hlutina betur hvað varðar almannaréttinn, já. Ef menn telja einfaldara fyrirkomulag í boði varðandi það hvernig á að nálgast Íslendinga annars vegar og erlenda ferðamenn, já, þá er ég tilbúin að skoða það.“ Þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, voru sammála um að afdrif málsins réðust af vinnu þingnefndar. Mögulega tækist nefndinni að finna sáttaleið sem væri blanda af fleiri hugmyndum um gjaldtöku, en allt eins víst væri að málið yrði látið liggja í nefnd fram á haust. Málið var afgreitt úr þingflokkum stjórnarflokkanna og gerði þingflokkur Framsóknarflokksins formlega fyrirvara. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi einnig gert fyrirvara við stuðning, þó ekki hafi þeir verið formlegir. Andstaða gagnvart frumvarpinu er ekki skipulögð og fráleitt ríkir samstaða um hvað gæti komið í staðinn fyrir náttúrupassann. Því er líklegast að blönduð leið verði fyrir valinu. Ragnheiður Elín virðist raunar opin fyrir slíku. „Ég heyrði í gær [fyrradag] í formanni Ferðamálasamtaka Íslands sem var að tala um hvort hugsanlega væri hægt að fara af stað með einhvern valkvæðan passa meðan fólk væri að venjast tilhugsuninni. Alla svona hluti er ég tilbúin að skoða, að sjálfsögðu.“ Fyrsta umræða um málið tók þrjá daga og reikna má með að einhverjir dagar fari í aðra og þriðju umræðu. Til þess ber að taka að aðeins eru eftir 40 þingdagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Það gæti rennt stoðum undir þá spá margra heimildarmanna Fréttablaðsins að málið komi kannski ekki úr nefnd fyrir þingfrestun í vor.Upphlaup á Alþingi „Það togast á í mér þau sjónarmið hvort þetta eigi að fara til atvinnuveganefndar eins og menn hafa gert ráð fyrir eða til umhverfisnefndar.“ Þessi orð iðnaðarráðherra á síðustu mínútum fyrstu umræðunnar lýsa því vel hve mikil óvissa ríkir um afdrif málsins. Allir höfðu gert ráð fyrir því að málinu yrði vísað til atvinnuveganefndar og ummæli ráðherra hleyptu illu blóði í þingmenn. Eftir ýmis brigslyrði, ósk um að hlé yrði gert á fundi og tillögu Róberts Marshall, þingmanns Bjartrar framtíðar, um að málinu yrði vísað til umhverfisnefndar, kom ráðherra í pontu og lagði til að málinu yrði eftir allt saman vísað til atvinnuveganefndar, en ekki til umhverfis- og samgöngunefndar og efnahags- og skattanefndar. Fljótlega eftir það lauk umræðunni, en eftir er að kjósa á milli tillagnanna tveggja.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira