Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. mars 2015 07:00 Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. VÍSIR/VALLI Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómara og dómsformann, og Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, greinir á um það hvort sá síðarnefndi hafi vitað um ættartengsl eins meðdómara í hinu svokallaða Aurum-máli. Guðjón segir rangt að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað um ættartengsl meðdómarans, en haft var eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum eftir að sýknudómur var kveðinn upp í Aurum-málinu, að hann hefði ekki haft upplýsingar um ættartengsl Sverris Ólafssonar meðdómara og Ólafs Ólafssonar. Sverrir og Ólafur, gjarnan kenndur við Samskip, eru bræður. Þá sagði Ólafur Þór að hefði hann haft þær upplýsingar undir höndum hefði hann gert athugasemdir við skipan Sverris í dóminn. Sérstakur saksóknari áfrýjaði sýknudómi í Aurum-málinu nú á dögum til Hæstaréttar og krafðist ómerkingar vegna vanhæfis meðdómarans. „Ég hef nú þegar gert ríkissaksóknara grein fyrir því að þetta sé rangminni dómarans,” segði Ólafur Þór þegar hann var spurður að því hvort dómsformaðurinn væri að ljúga upp á sérstakan saksóknara. Í grein sem Guðjón skrifaði kemur fram að þann 12. mars í þinghaldi hafi hann tilkynnt hverjir tæku sæti sem meðdómarar í málinu við aðalmeðferð málsins. Daginn eftir hafi sérstakur saksóknari hringt í sig og greint frá tengslum Sverris og Ólafs Ólafssonar. Símtalinu lauk með því að sérstakur saksóknari kvað ákæruvaldið ekki ætla að gera athugasemd við hæfi meðdómarans og var það ekki gert. Guðjón bætir við að með yfirlýsingu sérstaks saksóknara í fjölmiðlum hafi hann vegið gróflega að starfsheiðri sínum og það sem verra væri að heiðri og heilindum Sverris sem tók sæti í dóminum. Aðspurður út í símtal milli þeirra Ólafs og Guðjóns þar sem Guðjón segir Ólaf hafa greint sér frá ættartengslunum segist sérstakur saksóknari hafa verið að benda á allt önnur tengsl. „Ég talaði ekki um nein bræðratengsl, ég var að benda á að meðdómarinn hefði unnið fyrir skilanefnd Glitnis og Glitnir var kærandi í þessu máli. Einnig var skilanefnd Glitnis með bótakröfu sem tengdist sama máli,“ segir Ólafur Þór og bætir við að þessi atriði munu liggja fyrir í Hæstarétti á næstunni. Ómerkingarkrafa ríkissaksóknara verður tekin fyrir í Hæstarétti þann 13. apríl næstkomandi og mun Helgi Magnús Gunnarsson ríkissaksóknari fara með málið. Aurum Holding málið Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómara og dómsformann, og Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, greinir á um það hvort sá síðarnefndi hafi vitað um ættartengsl eins meðdómara í hinu svokallaða Aurum-máli. Guðjón segir rangt að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað um ættartengsl meðdómarans, en haft var eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum eftir að sýknudómur var kveðinn upp í Aurum-málinu, að hann hefði ekki haft upplýsingar um ættartengsl Sverris Ólafssonar meðdómara og Ólafs Ólafssonar. Sverrir og Ólafur, gjarnan kenndur við Samskip, eru bræður. Þá sagði Ólafur Þór að hefði hann haft þær upplýsingar undir höndum hefði hann gert athugasemdir við skipan Sverris í dóminn. Sérstakur saksóknari áfrýjaði sýknudómi í Aurum-málinu nú á dögum til Hæstaréttar og krafðist ómerkingar vegna vanhæfis meðdómarans. „Ég hef nú þegar gert ríkissaksóknara grein fyrir því að þetta sé rangminni dómarans,” segði Ólafur Þór þegar hann var spurður að því hvort dómsformaðurinn væri að ljúga upp á sérstakan saksóknara. Í grein sem Guðjón skrifaði kemur fram að þann 12. mars í þinghaldi hafi hann tilkynnt hverjir tæku sæti sem meðdómarar í málinu við aðalmeðferð málsins. Daginn eftir hafi sérstakur saksóknari hringt í sig og greint frá tengslum Sverris og Ólafs Ólafssonar. Símtalinu lauk með því að sérstakur saksóknari kvað ákæruvaldið ekki ætla að gera athugasemd við hæfi meðdómarans og var það ekki gert. Guðjón bætir við að með yfirlýsingu sérstaks saksóknara í fjölmiðlum hafi hann vegið gróflega að starfsheiðri sínum og það sem verra væri að heiðri og heilindum Sverris sem tók sæti í dóminum. Aðspurður út í símtal milli þeirra Ólafs og Guðjóns þar sem Guðjón segir Ólaf hafa greint sér frá ættartengslunum segist sérstakur saksóknari hafa verið að benda á allt önnur tengsl. „Ég talaði ekki um nein bræðratengsl, ég var að benda á að meðdómarinn hefði unnið fyrir skilanefnd Glitnis og Glitnir var kærandi í þessu máli. Einnig var skilanefnd Glitnis með bótakröfu sem tengdist sama máli,“ segir Ólafur Þór og bætir við að þessi atriði munu liggja fyrir í Hæstarétti á næstunni. Ómerkingarkrafa ríkissaksóknara verður tekin fyrir í Hæstarétti þann 13. apríl næstkomandi og mun Helgi Magnús Gunnarsson ríkissaksóknari fara með málið.
Aurum Holding málið Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira