Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. mars 2015 07:00 Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. VÍSIR/VALLI Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómara og dómsformann, og Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, greinir á um það hvort sá síðarnefndi hafi vitað um ættartengsl eins meðdómara í hinu svokallaða Aurum-máli. Guðjón segir rangt að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað um ættartengsl meðdómarans, en haft var eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum eftir að sýknudómur var kveðinn upp í Aurum-málinu, að hann hefði ekki haft upplýsingar um ættartengsl Sverris Ólafssonar meðdómara og Ólafs Ólafssonar. Sverrir og Ólafur, gjarnan kenndur við Samskip, eru bræður. Þá sagði Ólafur Þór að hefði hann haft þær upplýsingar undir höndum hefði hann gert athugasemdir við skipan Sverris í dóminn. Sérstakur saksóknari áfrýjaði sýknudómi í Aurum-málinu nú á dögum til Hæstaréttar og krafðist ómerkingar vegna vanhæfis meðdómarans. „Ég hef nú þegar gert ríkissaksóknara grein fyrir því að þetta sé rangminni dómarans,” segði Ólafur Þór þegar hann var spurður að því hvort dómsformaðurinn væri að ljúga upp á sérstakan saksóknara. Í grein sem Guðjón skrifaði kemur fram að þann 12. mars í þinghaldi hafi hann tilkynnt hverjir tæku sæti sem meðdómarar í málinu við aðalmeðferð málsins. Daginn eftir hafi sérstakur saksóknari hringt í sig og greint frá tengslum Sverris og Ólafs Ólafssonar. Símtalinu lauk með því að sérstakur saksóknari kvað ákæruvaldið ekki ætla að gera athugasemd við hæfi meðdómarans og var það ekki gert. Guðjón bætir við að með yfirlýsingu sérstaks saksóknara í fjölmiðlum hafi hann vegið gróflega að starfsheiðri sínum og það sem verra væri að heiðri og heilindum Sverris sem tók sæti í dóminum. Aðspurður út í símtal milli þeirra Ólafs og Guðjóns þar sem Guðjón segir Ólaf hafa greint sér frá ættartengslunum segist sérstakur saksóknari hafa verið að benda á allt önnur tengsl. „Ég talaði ekki um nein bræðratengsl, ég var að benda á að meðdómarinn hefði unnið fyrir skilanefnd Glitnis og Glitnir var kærandi í þessu máli. Einnig var skilanefnd Glitnis með bótakröfu sem tengdist sama máli,“ segir Ólafur Þór og bætir við að þessi atriði munu liggja fyrir í Hæstarétti á næstunni. Ómerkingarkrafa ríkissaksóknara verður tekin fyrir í Hæstarétti þann 13. apríl næstkomandi og mun Helgi Magnús Gunnarsson ríkissaksóknari fara með málið. Aurum Holding málið Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómara og dómsformann, og Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, greinir á um það hvort sá síðarnefndi hafi vitað um ættartengsl eins meðdómara í hinu svokallaða Aurum-máli. Guðjón segir rangt að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað um ættartengsl meðdómarans, en haft var eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum eftir að sýknudómur var kveðinn upp í Aurum-málinu, að hann hefði ekki haft upplýsingar um ættartengsl Sverris Ólafssonar meðdómara og Ólafs Ólafssonar. Sverrir og Ólafur, gjarnan kenndur við Samskip, eru bræður. Þá sagði Ólafur Þór að hefði hann haft þær upplýsingar undir höndum hefði hann gert athugasemdir við skipan Sverris í dóminn. Sérstakur saksóknari áfrýjaði sýknudómi í Aurum-málinu nú á dögum til Hæstaréttar og krafðist ómerkingar vegna vanhæfis meðdómarans. „Ég hef nú þegar gert ríkissaksóknara grein fyrir því að þetta sé rangminni dómarans,” segði Ólafur Þór þegar hann var spurður að því hvort dómsformaðurinn væri að ljúga upp á sérstakan saksóknara. Í grein sem Guðjón skrifaði kemur fram að þann 12. mars í þinghaldi hafi hann tilkynnt hverjir tæku sæti sem meðdómarar í málinu við aðalmeðferð málsins. Daginn eftir hafi sérstakur saksóknari hringt í sig og greint frá tengslum Sverris og Ólafs Ólafssonar. Símtalinu lauk með því að sérstakur saksóknari kvað ákæruvaldið ekki ætla að gera athugasemd við hæfi meðdómarans og var það ekki gert. Guðjón bætir við að með yfirlýsingu sérstaks saksóknara í fjölmiðlum hafi hann vegið gróflega að starfsheiðri sínum og það sem verra væri að heiðri og heilindum Sverris sem tók sæti í dóminum. Aðspurður út í símtal milli þeirra Ólafs og Guðjóns þar sem Guðjón segir Ólaf hafa greint sér frá ættartengslunum segist sérstakur saksóknari hafa verið að benda á allt önnur tengsl. „Ég talaði ekki um nein bræðratengsl, ég var að benda á að meðdómarinn hefði unnið fyrir skilanefnd Glitnis og Glitnir var kærandi í þessu máli. Einnig var skilanefnd Glitnis með bótakröfu sem tengdist sama máli,“ segir Ólafur Þór og bætir við að þessi atriði munu liggja fyrir í Hæstarétti á næstunni. Ómerkingarkrafa ríkissaksóknara verður tekin fyrir í Hæstarétti þann 13. apríl næstkomandi og mun Helgi Magnús Gunnarsson ríkissaksóknari fara með málið.
Aurum Holding málið Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“