Byggðasamningur og lífskjör Guðjón Sigurbjartsson skrifar 4. janúar 2016 13:43 Um þessar mundir er unnið að gerð nýs „búvörusamnings“ til 10 ára. Með búvörusamningum er mótuð stefna um þróun framleiðsluhátta landbúnaðarins, samkeppnishæfni, starfsskilyrði og kjör bænda. Í leiðinni er mörkuð stefna um útgjöld skattgreiðenda og neytenda til byggðanna. Það er því um eins konar „byggðasamning“ að ræða, sem útfæra þarf nánar. Bæta þarf lífskjör í landinu verulega til að þau jafnist á við lífskjör í nágrannalöndunum. Til að ná lífskjörum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta áratug þurfum við að auka landsframleiðslu á mann um meira en 45%, þar af um 30% vegna óhagkvæmni þess að vera heldur fá á tiltölulega stórri norðlægri eyju. Meðalframlegð atvinnurekstrar okkar um 20% undir viðmiðunarlöndunum og auk þess eru matarútgjöld og vaxtagjöld heimila hærri en það sem fólk í þessum löndum býr við. Þetta er „eitruð blanda“ sem veldur óánægju fólks með kaup og kjör og landflótta. Á næstu 10 árum þurfum við að ná verulegum árangri til að bæta okkar hag og á sama tíma og viðmiðunarlöndin munu halda áfram að bæta sinn hag. Til að ná nágrannalöndunum á næstu áratugum þurfum við því að gera verulegt átak og megum ekki skirrast við að slátra „heilögum kúm“ ef til þarf. Landbúnaðurinn nýtur árlega um 14 milljarða króna beins stuðnings frá skattgreiðendum og kostar neytendur um 10 milljarða króna í formi tollverndar, samtals um 24 milljarðar króna. Þessi upphæð nægir, sem dæmi, til að byggja nýjan Landspítala á 4 ára fresti. Landbúnaðurinn er mjög mengandi, losar um 3/4 af þeim gróðurhúsalofttegundum sem landið losar ef þurrkun votlendis er meðtalin. Landbúnaðurinn bætir ekki bara ásýnd landsins. Ofbeit heldur sumstaðar viðkvæmum gróðri niðri, óþarfa skurðir víða um land og þó víða sé vel búið eru mörg dæmi um óþarfann úr sér genginn húsakost. Það þarf víða að taka til hendinni. Í markaðshagkerfi keppir vara og þjónusta á frjálsum markaði, einnig við innflutning. Þessi skipan mála tryggir neytendum góða, fjölbreytta vöru á góðu verði ef allt er með felldu. Í Evrópu keppir landbúnaður á 550 milljón manna markaði og styrkir eru að meðaltali aðeins 1/3 af því sem hér er. Evrópa flytur einnig árlega inn landbúnaðarafurðir fyrir um 10 þúsund milljarða króna frá þróunarlöndum og aðstoðar þarlenda við framleiðsluna. Þegar samið er um mikilvæga hagsmuni til langs tíma þarf að horfa á heildarmyndina, nýta bestu þekkingu og beita vinnubrögðum stefnumótunar. Skilgreina þarf hlutverk landbúnaðarins betur, setja háleit markmið og velja heppilegar leiðir að markmiðunum. Eftirfarandi kemur til álita í því sambandi. Hlutverk landbúnaðar Hlutverk landbúnaðar er að framleiða holl, góð og fjölbreytt matvæli á samkeppnishæfu verði. Bændur vilja afkomutryggingu í formi nægilegs söluverðs, niðurgreiðslna, verndar eða styrkja og rökstyðja það með því að halda þurfi landinu í byggð og tryggja matvælaöryggi. En kostnaður neytenda og skattgreiðenda, sem margir hverjir eru ekki aflögufærir, er of mikill. Þegar neyðin er stærst og fólk hefur lifað að mestu á núðlum árum saman skiptir ekki miklu hvort bóndabæir eru færri eða fleiri. Færa þarf kröfur til landbúnaðarins nær því sem gerist í öðrum atvinnugreinum og samanburðarlöndunum. Metnaðarfull markmið Lækka þarf matarútgjöld heimilanna niður í opið markaðsverð. Í framhaldinu þarf að lækka beinan kostnað skattgreiðenda af landbúnaði um helming. Bæta þarf ásýnd landsins til yndisauka fyrir landsmenn og ferðamenn. Hætta lausagöngu búfjár og, hætta að beita hálendið. Bæta umgegni og auka skógrækt. Draga þarf úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengun með endurheimt votlendis, nýtingu metangass og minni útblæstri. Leiðir að markmiðum Opna þarf á innflutning matvæla án tolla- og innflutningshindrana, í áföngum á næstu 10 árum. Í staðinn opnast íslenskum bændum 550 milljón manna markaður Evrópu. Styðja þarf landbúnaðinn að takast á við breytingar meðal annars vegna aukinnar samkeppni. Stuðningur við mjólkurframleiðslu þarf að færast yfir í stuðning við heppilega landnotkun. Styrkja til dæmis mjólkurframleiðslu á völdum svæðum á Suðurlandi, Vesturlandi og í Eyjafirði, í nágrenni þéttbýlissvæðanna, en minna eða ekkert utan þeirra svæða. Þetta stuðlar að samþjöppun og flutningskostnaður minnkar. Snyrtilegt vel gróið og fagurt land eykur ánægju landsmanna og styður við vöxt ferðaþjónustu, sem er vaxandi atvinnugrein og á eftir að blómstra víða um land. Ekki ætti að styðja bú sem láta búfé sitt ganga laust í byggð eða á hálendi. Styrkja mætti ræktun og landfegrun. Draga þarf úr mengun og endurheimta votlendi til að binda gróðurhúsalofttegundir. Styrkja tilteknar aðgerðir af þessu tagi. Skipulag Gerð búvörusamninga hefur gengið þannig fyrir sig að samninganefnd bænda stendur fyrir umræðum meðal bænda og semur svo við landbúnaðarráðherra sem skrifar svo undir við bændur, ásamt fjármálaráðherra. Ráðherrarnir eiga væntanlega að gæta hagsmuna neytenda og skattgreiðenda en þar stendur hnífurinn í kúnni. Hér skortir á gagnsæi og fagleg vinnubrögð. Það þarf að standa betur að stefnumótuninni og samningunum og meðal annars fá til verka sérfræðinga í stefnumótun, landbúnaði, umhverfisvernd, ferðaþjónustu, fjármálum auk fulltrúa bænda, neytenda og skattgreiðenda. Áhugavert er að Byggðastofnun taka við gerð „byggðasamninga“ og haldi utan um stefnumótun byggðanna og stuðning við þær. Sumum byggðum hentar landbúnaður, öðrum ferðaþjónusta o.s.frv. Byggðastofnun ætti líklega að heyra undir forsætisráðherra, því stuðningur við byggðir er þverfaglegt viðfangsefni. Með ofangreindu batna lífskjör í landinu um meira en 10% að meðaltali og enn meira hjá þeim fátæku. Landið verður fegurra og dregur úr mengun. Bændum fækkar, sú þróun er í gangi hvort sem er, en afkoma þeirra batnar. Breytingarnar munu vissulega taka á en þær má auðvelda með stuðningi skattgreiðenda. Allir hagnist þegar frá líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er unnið að gerð nýs „búvörusamnings“ til 10 ára. Með búvörusamningum er mótuð stefna um þróun framleiðsluhátta landbúnaðarins, samkeppnishæfni, starfsskilyrði og kjör bænda. Í leiðinni er mörkuð stefna um útgjöld skattgreiðenda og neytenda til byggðanna. Það er því um eins konar „byggðasamning“ að ræða, sem útfæra þarf nánar. Bæta þarf lífskjör í landinu verulega til að þau jafnist á við lífskjör í nágrannalöndunum. Til að ná lífskjörum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta áratug þurfum við að auka landsframleiðslu á mann um meira en 45%, þar af um 30% vegna óhagkvæmni þess að vera heldur fá á tiltölulega stórri norðlægri eyju. Meðalframlegð atvinnurekstrar okkar um 20% undir viðmiðunarlöndunum og auk þess eru matarútgjöld og vaxtagjöld heimila hærri en það sem fólk í þessum löndum býr við. Þetta er „eitruð blanda“ sem veldur óánægju fólks með kaup og kjör og landflótta. Á næstu 10 árum þurfum við að ná verulegum árangri til að bæta okkar hag og á sama tíma og viðmiðunarlöndin munu halda áfram að bæta sinn hag. Til að ná nágrannalöndunum á næstu áratugum þurfum við því að gera verulegt átak og megum ekki skirrast við að slátra „heilögum kúm“ ef til þarf. Landbúnaðurinn nýtur árlega um 14 milljarða króna beins stuðnings frá skattgreiðendum og kostar neytendur um 10 milljarða króna í formi tollverndar, samtals um 24 milljarðar króna. Þessi upphæð nægir, sem dæmi, til að byggja nýjan Landspítala á 4 ára fresti. Landbúnaðurinn er mjög mengandi, losar um 3/4 af þeim gróðurhúsalofttegundum sem landið losar ef þurrkun votlendis er meðtalin. Landbúnaðurinn bætir ekki bara ásýnd landsins. Ofbeit heldur sumstaðar viðkvæmum gróðri niðri, óþarfa skurðir víða um land og þó víða sé vel búið eru mörg dæmi um óþarfann úr sér genginn húsakost. Það þarf víða að taka til hendinni. Í markaðshagkerfi keppir vara og þjónusta á frjálsum markaði, einnig við innflutning. Þessi skipan mála tryggir neytendum góða, fjölbreytta vöru á góðu verði ef allt er með felldu. Í Evrópu keppir landbúnaður á 550 milljón manna markaði og styrkir eru að meðaltali aðeins 1/3 af því sem hér er. Evrópa flytur einnig árlega inn landbúnaðarafurðir fyrir um 10 þúsund milljarða króna frá þróunarlöndum og aðstoðar þarlenda við framleiðsluna. Þegar samið er um mikilvæga hagsmuni til langs tíma þarf að horfa á heildarmyndina, nýta bestu þekkingu og beita vinnubrögðum stefnumótunar. Skilgreina þarf hlutverk landbúnaðarins betur, setja háleit markmið og velja heppilegar leiðir að markmiðunum. Eftirfarandi kemur til álita í því sambandi. Hlutverk landbúnaðar Hlutverk landbúnaðar er að framleiða holl, góð og fjölbreytt matvæli á samkeppnishæfu verði. Bændur vilja afkomutryggingu í formi nægilegs söluverðs, niðurgreiðslna, verndar eða styrkja og rökstyðja það með því að halda þurfi landinu í byggð og tryggja matvælaöryggi. En kostnaður neytenda og skattgreiðenda, sem margir hverjir eru ekki aflögufærir, er of mikill. Þegar neyðin er stærst og fólk hefur lifað að mestu á núðlum árum saman skiptir ekki miklu hvort bóndabæir eru færri eða fleiri. Færa þarf kröfur til landbúnaðarins nær því sem gerist í öðrum atvinnugreinum og samanburðarlöndunum. Metnaðarfull markmið Lækka þarf matarútgjöld heimilanna niður í opið markaðsverð. Í framhaldinu þarf að lækka beinan kostnað skattgreiðenda af landbúnaði um helming. Bæta þarf ásýnd landsins til yndisauka fyrir landsmenn og ferðamenn. Hætta lausagöngu búfjár og, hætta að beita hálendið. Bæta umgegni og auka skógrækt. Draga þarf úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengun með endurheimt votlendis, nýtingu metangass og minni útblæstri. Leiðir að markmiðum Opna þarf á innflutning matvæla án tolla- og innflutningshindrana, í áföngum á næstu 10 árum. Í staðinn opnast íslenskum bændum 550 milljón manna markaður Evrópu. Styðja þarf landbúnaðinn að takast á við breytingar meðal annars vegna aukinnar samkeppni. Stuðningur við mjólkurframleiðslu þarf að færast yfir í stuðning við heppilega landnotkun. Styrkja til dæmis mjólkurframleiðslu á völdum svæðum á Suðurlandi, Vesturlandi og í Eyjafirði, í nágrenni þéttbýlissvæðanna, en minna eða ekkert utan þeirra svæða. Þetta stuðlar að samþjöppun og flutningskostnaður minnkar. Snyrtilegt vel gróið og fagurt land eykur ánægju landsmanna og styður við vöxt ferðaþjónustu, sem er vaxandi atvinnugrein og á eftir að blómstra víða um land. Ekki ætti að styðja bú sem láta búfé sitt ganga laust í byggð eða á hálendi. Styrkja mætti ræktun og landfegrun. Draga þarf úr mengun og endurheimta votlendi til að binda gróðurhúsalofttegundir. Styrkja tilteknar aðgerðir af þessu tagi. Skipulag Gerð búvörusamninga hefur gengið þannig fyrir sig að samninganefnd bænda stendur fyrir umræðum meðal bænda og semur svo við landbúnaðarráðherra sem skrifar svo undir við bændur, ásamt fjármálaráðherra. Ráðherrarnir eiga væntanlega að gæta hagsmuna neytenda og skattgreiðenda en þar stendur hnífurinn í kúnni. Hér skortir á gagnsæi og fagleg vinnubrögð. Það þarf að standa betur að stefnumótuninni og samningunum og meðal annars fá til verka sérfræðinga í stefnumótun, landbúnaði, umhverfisvernd, ferðaþjónustu, fjármálum auk fulltrúa bænda, neytenda og skattgreiðenda. Áhugavert er að Byggðastofnun taka við gerð „byggðasamninga“ og haldi utan um stefnumótun byggðanna og stuðning við þær. Sumum byggðum hentar landbúnaður, öðrum ferðaþjónusta o.s.frv. Byggðastofnun ætti líklega að heyra undir forsætisráðherra, því stuðningur við byggðir er þverfaglegt viðfangsefni. Með ofangreindu batna lífskjör í landinu um meira en 10% að meðaltali og enn meira hjá þeim fátæku. Landið verður fegurra og dregur úr mengun. Bændum fækkar, sú þróun er í gangi hvort sem er, en afkoma þeirra batnar. Breytingarnar munu vissulega taka á en þær má auðvelda með stuðningi skattgreiðenda. Allir hagnist þegar frá líður.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar