Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, snýr aftur á hliðarlínuna og mun stýra liðinu í leik kvöldsins gegn Denver Nuggets ef marka má miðla vestanhafs.
Kerr sem tók við liði Golden State Warriors fyrir síðasta tímabil stýrði liðinu til sigurs í úrslitum NBA-deildarinnar á sínu fyrsta tímabili í þjálfun en hann tók sér frí í haust til þess að ná sér eftir aðgerð.
Golden State hefur náð sögulegum árangri þrátt fyrir það í upphafi tímabilsins en liðið hefur unnið 30 af fyrstu 32 leikjum tímabilsins með Luke Walton sem þjálfara.
Kerr ferðaðist með liðinu í leiki gegn Dallas Mavericks og Houston Rockets á dögunum og ræddi við leikmennina í hálfleik leik liðsins gegn Sacramento Kings á dögunum.
Snýr Kerr aftur á hliðarlínuna í nótt?
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn

Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn