Dómsmálaráðherra segir af sér í mótmælaskyni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Christiane Taubira tilkynnti um afsögn sína á blaðamannafundi í gær. Nordicphotos/AFP Dómsmálaráðherra Frakklands, Christiane Taubira, sagði af sér í gær í mótmælaskyni við lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar þess efnis að svipta beri franska ríkisborgara, sem sakfelldir hafa verið fyrir hryðjuverk, ríkisborgararétti. Taubira er ekki par hrifin af áformum ríkisstjórnarinnar. Hugmyndin um sviptinguna kom fram í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á París í nóvember. Frá árásunum hafa frjálslynd viðhorf Taubira orðið til þess að hún varð ósammála stefnu ríkisstjórnarinnar í meiri mæli, sérstaklega þegar François Hollande forseti sagði að harðar yrði tekið á hryðjuverkamönnum og lýsti yfir neyðarástandi. Á næstu dögum verða einnig lagðar fyrir þingið breytingartillögur á stjórnarskránni. Breytingarnar miða að því að einfaldara yrði að lýsa yfir neyðarástandi. Við neyðarástand fær lögregla lausan tauminn til að halda fólki í stofufangelsi og fara í húsleit án heimilda frá dómstólum. Við af Taubira tekur þingmaðurinn Jean-Jacques Urvoas. Hann er fylgjandi stjórnarskrárbreytingunum og hefur aðstoðað Hollande við smíð þeirra. Embættisstörf Taubira mörkuðust af frjálslyndum viðmiðum og fylgdi hún meðal annars eftir löggjöf um hjónavígslur samkynja para. Þá barðist hún einnig fyrir umbótum á starfi lögreglu sem og dómskerfisins alls. Kynþáttafordómar flokks- og stuðningsmanna þjóðernishyggjuflokksins Þjóðfylkingarinnar, sem á tvö sæti í neðri deild franska þingsins, settu einnig svip á valdatíð hennar í dómsmálaráðuneytinu. Taubira er fædd í Frönsku Gvæjana og er einn reyndasti stjórnmálamaður Frakka. Svo dæmi séu nefnd um kynþáttafordóma gegn Taubira líkti sveitarstjórnarframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar henni við apa í fyrra. Þá veifuðu gestir eitt sinn banönum að henni á kappræðum. „Stundum felst andstaða í því að halda áfram, stundum felst andstaða í því að hætta,“ sagði Taubira um tímamótin í gær.Franska blaðið Minute birti fmynd af Taubira með fyrirsögninni „Lævís sem api finnur Taubira bananann sinn“.Nordicphotos/AFP Franska Gvæjana Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra Frakklands, Christiane Taubira, sagði af sér í gær í mótmælaskyni við lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar þess efnis að svipta beri franska ríkisborgara, sem sakfelldir hafa verið fyrir hryðjuverk, ríkisborgararétti. Taubira er ekki par hrifin af áformum ríkisstjórnarinnar. Hugmyndin um sviptinguna kom fram í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á París í nóvember. Frá árásunum hafa frjálslynd viðhorf Taubira orðið til þess að hún varð ósammála stefnu ríkisstjórnarinnar í meiri mæli, sérstaklega þegar François Hollande forseti sagði að harðar yrði tekið á hryðjuverkamönnum og lýsti yfir neyðarástandi. Á næstu dögum verða einnig lagðar fyrir þingið breytingartillögur á stjórnarskránni. Breytingarnar miða að því að einfaldara yrði að lýsa yfir neyðarástandi. Við neyðarástand fær lögregla lausan tauminn til að halda fólki í stofufangelsi og fara í húsleit án heimilda frá dómstólum. Við af Taubira tekur þingmaðurinn Jean-Jacques Urvoas. Hann er fylgjandi stjórnarskrárbreytingunum og hefur aðstoðað Hollande við smíð þeirra. Embættisstörf Taubira mörkuðust af frjálslyndum viðmiðum og fylgdi hún meðal annars eftir löggjöf um hjónavígslur samkynja para. Þá barðist hún einnig fyrir umbótum á starfi lögreglu sem og dómskerfisins alls. Kynþáttafordómar flokks- og stuðningsmanna þjóðernishyggjuflokksins Þjóðfylkingarinnar, sem á tvö sæti í neðri deild franska þingsins, settu einnig svip á valdatíð hennar í dómsmálaráðuneytinu. Taubira er fædd í Frönsku Gvæjana og er einn reyndasti stjórnmálamaður Frakka. Svo dæmi séu nefnd um kynþáttafordóma gegn Taubira líkti sveitarstjórnarframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar henni við apa í fyrra. Þá veifuðu gestir eitt sinn banönum að henni á kappræðum. „Stundum felst andstaða í því að halda áfram, stundum felst andstaða í því að hætta,“ sagði Taubira um tímamótin í gær.Franska blaðið Minute birti fmynd af Taubira með fyrirsögninni „Lævís sem api finnur Taubira bananann sinn“.Nordicphotos/AFP
Franska Gvæjana Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira