Ragnhildur Helgadóttir er látin Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2016 23:54 Ragnhildur fæddist í Reykjavík 26. maí 1930. Mynd/Alþingi Ragnhildur Helgadóttir lögfræðingur, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra lést síðastliðinn föstudag, 29. janúar, 85 ára að aldri, eftir stutta sjúkdómslegu. Ragnhildur var á lista Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningar 1953 og aftur 1956 þegar hún var kjörin á þing ein kvenna þá 26 ára gömul. Í nýlegu viðtali í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi sagði Ragnhildur hversu fegin hún var þegar Auður Auðuns var kjörin á þing 1959, en kjörtímabilið 1959-1963 sátu þær tvær kvenna á þingi, og báðar fyrir Sjálfstæðisflokk. Ragnhildur var önnur konan hér á landi til að gegna ráðherraembætti, og fyrst kvenna til að gegna embætti menntamálaráðherra (1983–1985) og embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (1985–1987), en Auður Auðuns var dóms- og kirkjumálaráðherra 1970-1971. Síðan hafa 24 konur setið á ráðherrastóli hér á landi. Ragnhildur var einnig fyrst kvenna forseti í deildum Alþingis, en hún var forseti neðri deildar þingsins 1961-1962 og síðar 1974-1978. Ragnhildur var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta Norðurlandaráðs. Ragnhildur var kjörin þingmaður Reykvíkinga og sat samtals 24 ár á Alþingi, eða 1956-1963, 1971-1979 og 1983-1991. Ragnhildur var eindregin kvenréttindakona. Á unglingsaldri stofnaði hún með skólasystrum sínum Málfundafélag menntaskólastúlkna til að auka áhrif kvenna á félagslíf Menntaskólans í Reykjavík. Hún sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og varð formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 1965. Áhugamál Ragnhildar voru margvísleg og tillögur og baráttumál á þingi, en þau tengdust helst kven- og mannréttindum, fjölskyldu og velferðarmálum auk mennta- og menningarmála. Snemma flutti hún tillögur um skattamál hjóna, lækkun húsnæðiskostnaðar fyrir ungt fólk, athugun á þörf atvinnulífsins fyrir háskóla- og tæknimenntun, heimili fyrir öryrkja af völdum geðsjúkdóma og vísi að íslenskri óperu með ráðningu söngvara til Þjóðleikhússins. Árið 1975 bar Ragnhildur fram á þingi tillögu um rétt kvenna í verkalýðsfélögum til fæðingarorlofs. Það var samþykkt og varð að lögum, en þá fengu margar kvennastéttir rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs, eins og hafði áður tíðkast eingöngu fyrir ríkisstarfsmenn. Ragnhildur vann að stórum málum í ráðherratíð sinni og má þar nefna útvarpslög í menntamálaráðuneytinu og í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu vann hún meðal annars að nýjum reglum sem lengdu fæðingarorlof um sex vikur og að nýjum reglum um sjúkratryggingar. Ragnhildur fæddist í Reykjavík 26. maí 1930. Foreldrar hennar voru Kristín Bjarnadóttir húsfreyja og Helgi Tómasson yfirlæknir. Eiginmaður Ragnhildar var Þór Heimir Vilhjálmsson dómari við Hæstarétt, Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA-dómstólinn og áður prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Þór fæddist 1930 og lést 20. október sl. Þau hjón voru nánir samherjar og vinir frá því snemma á unglingsaldri og gift í rúm 65 ár. Ragnhildur og Þór eignuðust fjögur börn, Helga, Ingu, Kristínu og Þórunni, átta barnabörn og átta barnabarnabörn. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Ragnhildur Helgadóttir lögfræðingur, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra lést síðastliðinn föstudag, 29. janúar, 85 ára að aldri, eftir stutta sjúkdómslegu. Ragnhildur var á lista Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningar 1953 og aftur 1956 þegar hún var kjörin á þing ein kvenna þá 26 ára gömul. Í nýlegu viðtali í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi sagði Ragnhildur hversu fegin hún var þegar Auður Auðuns var kjörin á þing 1959, en kjörtímabilið 1959-1963 sátu þær tvær kvenna á þingi, og báðar fyrir Sjálfstæðisflokk. Ragnhildur var önnur konan hér á landi til að gegna ráðherraembætti, og fyrst kvenna til að gegna embætti menntamálaráðherra (1983–1985) og embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (1985–1987), en Auður Auðuns var dóms- og kirkjumálaráðherra 1970-1971. Síðan hafa 24 konur setið á ráðherrastóli hér á landi. Ragnhildur var einnig fyrst kvenna forseti í deildum Alþingis, en hún var forseti neðri deildar þingsins 1961-1962 og síðar 1974-1978. Ragnhildur var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta Norðurlandaráðs. Ragnhildur var kjörin þingmaður Reykvíkinga og sat samtals 24 ár á Alþingi, eða 1956-1963, 1971-1979 og 1983-1991. Ragnhildur var eindregin kvenréttindakona. Á unglingsaldri stofnaði hún með skólasystrum sínum Málfundafélag menntaskólastúlkna til að auka áhrif kvenna á félagslíf Menntaskólans í Reykjavík. Hún sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og varð formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 1965. Áhugamál Ragnhildar voru margvísleg og tillögur og baráttumál á þingi, en þau tengdust helst kven- og mannréttindum, fjölskyldu og velferðarmálum auk mennta- og menningarmála. Snemma flutti hún tillögur um skattamál hjóna, lækkun húsnæðiskostnaðar fyrir ungt fólk, athugun á þörf atvinnulífsins fyrir háskóla- og tæknimenntun, heimili fyrir öryrkja af völdum geðsjúkdóma og vísi að íslenskri óperu með ráðningu söngvara til Þjóðleikhússins. Árið 1975 bar Ragnhildur fram á þingi tillögu um rétt kvenna í verkalýðsfélögum til fæðingarorlofs. Það var samþykkt og varð að lögum, en þá fengu margar kvennastéttir rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs, eins og hafði áður tíðkast eingöngu fyrir ríkisstarfsmenn. Ragnhildur vann að stórum málum í ráðherratíð sinni og má þar nefna útvarpslög í menntamálaráðuneytinu og í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu vann hún meðal annars að nýjum reglum sem lengdu fæðingarorlof um sex vikur og að nýjum reglum um sjúkratryggingar. Ragnhildur fæddist í Reykjavík 26. maí 1930. Foreldrar hennar voru Kristín Bjarnadóttir húsfreyja og Helgi Tómasson yfirlæknir. Eiginmaður Ragnhildar var Þór Heimir Vilhjálmsson dómari við Hæstarétt, Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA-dómstólinn og áður prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Þór fæddist 1930 og lést 20. október sl. Þau hjón voru nánir samherjar og vinir frá því snemma á unglingsaldri og gift í rúm 65 ár. Ragnhildur og Þór eignuðust fjögur börn, Helga, Ingu, Kristínu og Þórunni, átta barnabörn og átta barnabarnabörn.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira