Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson skrifar 31. janúar 2016 18:52 Áður en ég hóf nám mitt í Háskóla Íslands var ég reglulega varaður við því að nemendur væru svo margir og kennarar fáir að ég yrði ekkert annað en kennitala í kerfinu. Týndur í sprengfullum sálarlausum sal, bara enn einn múrsteinn í veggnum. Þessi stimpill skólans máist ekki svo auðveldlega af, þetta er raunveruleg skoðun margra. Ég er þó ekki alls kostar sammála henni. Af minni reynslu eru sumir kennarar, þeir sem vilja það, ansi lunknir í að muna og læra andlit og heilsa manni meira að segja á göngunum. Á meðan líma aðrir augun á gólfið ef þeir þurfa að hætta sér út í mannmergðina á Háskólatorgi. Komandi úr einni stærstu deild skólans, kom mér því á óvart hversu persónuleg og hlýleg stemning átti til að myndast í sumum námskeiðum. Þetta á þó ekki alltaf við. Stundum fær maður á tilfinninguna að kennarinn vilji helst setja á sig hauspoka eftir tíma til að komast óséður inn á skrifstofuna sína án þess að mæta nemendum sem kannast við og biðji svo til almættisins að enginn þeirra fari nú að senda sér tölvupóst. Stundum þegar nemendur upplifa svipaða framkomu er það í tengslum við kerfið. „Svona hefur þetta alltaf verið. Tölvan segir nei. Af því bara.“ Stundum kemur maður að steyptum vegg þegar vandamálin eru sem mannlegust. Þegar raunveruleg hagsmunamál eru borin á borð og viðbrögð kerfisins eru að það sé ekki í boði að íhuga breytingar, og jafnvel flissað aðeins yfir hugmyndinni, fær maður svo sannarlega á tilfinninguna að nú sé maður lítið annað en kennitala á blaði í bunkanum í neðstu skrifborðsskúffunni. Ég biðla því til allra kennara, starfsmanna og nemenda líka: tileinkum okkur þennan umtalaða gagnrýna hugsunarhátt og beitum honum jafnt á okkur sjálf sem og á aðra. Festumst ekki í þessu þægilega status quo eins og rótgrónar stofnanir eiga til með að gera. Sýnum nemendum, nýjum og gömlum, að þau eru meira en bara kennitölur. Að réttmætum kröfum þeirra geti verið mætt. Að viðhorf skólans til nemenda sé ekki eins kalt og stimpillinn frægi segir. Reynum að halda í hlýja og persónulega andann sem ég veit að hægt er að mynda, sama hversu stórir og fjölmennir salirnir eru. Því andrúmsloftið og viðmótið sem ríkir byggist aðeins á því sem við sköpum okkur sjálf.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Hundraðekruskógur Háskólans Við veltum mörgu fyrir okkur á vegferð okkar í gegnum lífið. Sumt gerum við meðvitað, annað ekki. Við veltum því nær ómeðvitað fyrir okkur hvað það er sem okkur langar helst til að borða eða það að við séum orðin þreytt. Annað krefst nokkrar umhugsunar, til að mynda hver sé okkar uppáhalds persóna í ævintýrinu um Bangsímon og félaga. 27. janúar 2016 08:19 „Excuse me, do you speak English?“ Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? 26. janúar 2016 11:34 Sjúkrapróf í janúar, af hverju ekki? Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. 28. janúar 2016 11:12 Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Áður en ég hóf nám mitt í Háskóla Íslands var ég reglulega varaður við því að nemendur væru svo margir og kennarar fáir að ég yrði ekkert annað en kennitala í kerfinu. Týndur í sprengfullum sálarlausum sal, bara enn einn múrsteinn í veggnum. Þessi stimpill skólans máist ekki svo auðveldlega af, þetta er raunveruleg skoðun margra. Ég er þó ekki alls kostar sammála henni. Af minni reynslu eru sumir kennarar, þeir sem vilja það, ansi lunknir í að muna og læra andlit og heilsa manni meira að segja á göngunum. Á meðan líma aðrir augun á gólfið ef þeir þurfa að hætta sér út í mannmergðina á Háskólatorgi. Komandi úr einni stærstu deild skólans, kom mér því á óvart hversu persónuleg og hlýleg stemning átti til að myndast í sumum námskeiðum. Þetta á þó ekki alltaf við. Stundum fær maður á tilfinninguna að kennarinn vilji helst setja á sig hauspoka eftir tíma til að komast óséður inn á skrifstofuna sína án þess að mæta nemendum sem kannast við og biðji svo til almættisins að enginn þeirra fari nú að senda sér tölvupóst. Stundum þegar nemendur upplifa svipaða framkomu er það í tengslum við kerfið. „Svona hefur þetta alltaf verið. Tölvan segir nei. Af því bara.“ Stundum kemur maður að steyptum vegg þegar vandamálin eru sem mannlegust. Þegar raunveruleg hagsmunamál eru borin á borð og viðbrögð kerfisins eru að það sé ekki í boði að íhuga breytingar, og jafnvel flissað aðeins yfir hugmyndinni, fær maður svo sannarlega á tilfinninguna að nú sé maður lítið annað en kennitala á blaði í bunkanum í neðstu skrifborðsskúffunni. Ég biðla því til allra kennara, starfsmanna og nemenda líka: tileinkum okkur þennan umtalaða gagnrýna hugsunarhátt og beitum honum jafnt á okkur sjálf sem og á aðra. Festumst ekki í þessu þægilega status quo eins og rótgrónar stofnanir eiga til með að gera. Sýnum nemendum, nýjum og gömlum, að þau eru meira en bara kennitölur. Að réttmætum kröfum þeirra geti verið mætt. Að viðhorf skólans til nemenda sé ekki eins kalt og stimpillinn frægi segir. Reynum að halda í hlýja og persónulega andann sem ég veit að hægt er að mynda, sama hversu stórir og fjölmennir salirnir eru. Því andrúmsloftið og viðmótið sem ríkir byggist aðeins á því sem við sköpum okkur sjálf.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Hundraðekruskógur Háskólans Við veltum mörgu fyrir okkur á vegferð okkar í gegnum lífið. Sumt gerum við meðvitað, annað ekki. Við veltum því nær ómeðvitað fyrir okkur hvað það er sem okkur langar helst til að borða eða það að við séum orðin þreytt. Annað krefst nokkrar umhugsunar, til að mynda hver sé okkar uppáhalds persóna í ævintýrinu um Bangsímon og félaga. 27. janúar 2016 08:19
„Excuse me, do you speak English?“ Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? 26. janúar 2016 11:34
Sjúkrapróf í janúar, af hverju ekki? Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. 28. janúar 2016 11:12
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun