Sjáðu kraftmikil leikhlé Teits: „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2016 13:30 Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, stýrði liðinu gegn Haukum í stað Friðriks Inga Rúnarssonar þegar það tapaði, 85-79, gegn sjóðheitu liði Hauka á heimavelli í gærkvöldi. Friðrik Ingi var frá vegna veikinda. Njarðvíkingar eiga erfitt uppdráttar þessa dagana enda tveir lang bestu leikmenn liðsins; Haukur Helgi Pálsson og Logi Gunnarsson, frá vegna meiðsla. Haukarnir náðu mest 24 stiga forskoti í seinni hálfleik en þegar munurinn var fimmtán stig, 75-60, tók Teitur Örlygsson leikhlé sem vakti mikla athygli. „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa. Þetta er spurning um hvernig við ætlum að vinna og hvernig við ætlum að tapa. Við ætlum að bera þetta inn í úrslitakeppnina. Munið að við eigum bara eftir að styrkjast. Við verðum bara betri og betri og betri,“ sagði Teitur við sína menn. Ljónin tóku herforingjann sinn á orðinu og sóttu hart að Haukum næstu mínútur. Þegar Njarðvík minnkaði muninn í níu stig, 79-70, tóku Haukar leikhlé og þá sagði Teitur meðal annars við sína menn: „Munið hvað ég sagði: Mér er skítsama hvort við vinnum eða töpum þessum leik. Þetta er það sem ég vill sjá. Þetta er það sem við ætlum að gera næstu vikur, strákar. Gerum þetta að vana.“ Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær voru eðlilega heillaðir af þessum leikhléum og hvernig Teitur virkjaði unga leikmenn Njarðvíkur til að gefa frábæru liði Hauka alvöru leik. „Það er eitt sem grípur mig strax og er ólíkt öðrum íslenskum leikhléum. Það er þögn í kringum hann. Það eru allir að hlusta á hvað Teitur Örlygsson er að segja,“ sagði Kjartan Atli sem lék á sínum ferli sem leikmaður undir stjórn Teits hjá Stjörnuni. „Þú ert með leikmann sem hefur orðið tíu sinnum Íslandsmeistari. Þetta er algjör sigurvegari. Það er eins gott að mennirnir á bekknum hlusti,“ sagði Fannar Ólafsson. „Teitur er fremstur íslenskra þjálfara í leik (e. in game coach). Hann kann að hvetja lið áfram á erfiðum og auðveldum stundum.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir „Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00 Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00 Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, stýrði liðinu gegn Haukum í stað Friðriks Inga Rúnarssonar þegar það tapaði, 85-79, gegn sjóðheitu liði Hauka á heimavelli í gærkvöldi. Friðrik Ingi var frá vegna veikinda. Njarðvíkingar eiga erfitt uppdráttar þessa dagana enda tveir lang bestu leikmenn liðsins; Haukur Helgi Pálsson og Logi Gunnarsson, frá vegna meiðsla. Haukarnir náðu mest 24 stiga forskoti í seinni hálfleik en þegar munurinn var fimmtán stig, 75-60, tók Teitur Örlygsson leikhlé sem vakti mikla athygli. „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa. Þetta er spurning um hvernig við ætlum að vinna og hvernig við ætlum að tapa. Við ætlum að bera þetta inn í úrslitakeppnina. Munið að við eigum bara eftir að styrkjast. Við verðum bara betri og betri og betri,“ sagði Teitur við sína menn. Ljónin tóku herforingjann sinn á orðinu og sóttu hart að Haukum næstu mínútur. Þegar Njarðvík minnkaði muninn í níu stig, 79-70, tóku Haukar leikhlé og þá sagði Teitur meðal annars við sína menn: „Munið hvað ég sagði: Mér er skítsama hvort við vinnum eða töpum þessum leik. Þetta er það sem ég vill sjá. Þetta er það sem við ætlum að gera næstu vikur, strákar. Gerum þetta að vana.“ Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær voru eðlilega heillaðir af þessum leikhléum og hvernig Teitur virkjaði unga leikmenn Njarðvíkur til að gefa frábæru liði Hauka alvöru leik. „Það er eitt sem grípur mig strax og er ólíkt öðrum íslenskum leikhléum. Það er þögn í kringum hann. Það eru allir að hlusta á hvað Teitur Örlygsson er að segja,“ sagði Kjartan Atli sem lék á sínum ferli sem leikmaður undir stjórn Teits hjá Stjörnuni. „Þú ert með leikmann sem hefur orðið tíu sinnum Íslandsmeistari. Þetta er algjör sigurvegari. Það er eins gott að mennirnir á bekknum hlusti,“ sagði Fannar Ólafsson. „Teitur er fremstur íslenskra þjálfara í leik (e. in game coach). Hann kann að hvetja lið áfram á erfiðum og auðveldum stundum.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir „Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00 Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00 Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
„Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00
Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00
Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30