Real Madrid komst aftur á sigurbraut með 3-1 sigri á Levante í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en Real tapaði fyrir grönnum sínum í Atletico í síðustu umferð.
Cristiano Ronaldo kom Madrídarliðinu yfir á 34. mínútu af vítapunktinum og Diego Marino tvöfaldaði forystuna fyrir Real með sjálfsmarki.
Deyverson minnkaði muninn fyrir heimamenn í Levante sex mínútum fyrir leikhlé og Real 2-1 þegar Ricardo De Burgos flautaði til leikhlés.
Í síðari hálfleik leit aðeins eitt mark dagsins ljós, en það gerði Isco í uppbótartíma eftir undirbúning Cristiano Ronaldo. Lokatölur 3-1.
Eftir sigurinn er Real níu stigum á eftir Barcelona sem situr á toppi deildarinnar með 66 stig, en Real er í þriðja sætinu með 57 stig. Atletico er í öðru sætinu með 61 stig. Levante er á botni deildarinnar - sex stigum frá öruggu sæti.
Real Madrid aftur á sigurbraut

Mest lesið







„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti

Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
Fleiri fréttir
