Þrátt fyrir að hvorki sé opið í Bláfjöllum né Skálafelli í dag vegna veður þarf skíðafólk á Norðurlandi ekki að örvænta.
Opið verður á skíðasvæðinu á Sigulufirði í dag frá klukkan 10 til 16. Þar er veðrið með ágætum; um 4 metra vindhraði á sekúndu, 4 stiga hiti og alskýjað. Færið er troðinn snjór, neðsti hluti svæðisins er „töluvert mjúkur“ en efri hlutinn er harðari. Að sögn staðarhaldara verða fjórar lyftur keyrðar þar í dag.
Þá eru skíðasvæðin í Hlíðafjalli og á Dalvík að að sama skapi opin í dag frá 10 til 16. Á tíunda tímanum var um 5 stiga hiti og vindhraði um 3 metrar á sekúndu í Hlíðafjalli og á Dalvík var „fínasta útivistarveður og skíðafæri.“

