Bandarískir kjósendur ósáttir við útnefningarferli flokkanna Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. júní 2016 07:00 Mikill stuðningur er við kröfur Bernie Sanders um breytingar á útnefningarferli flokkanna tveggja. Nordicphotos/AFP Bandaríkjamönnum þykir margt athugavert við hið ógnarlanga ferli við val forsetaefna Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins. Um 70 prósent Bandaríkjamanna eru pirruð á skipulaginu sem flokkarnir tveir hafa við val á forsetaefnum sínum, rúmlega helmingur þeirra er hreinlega reiður en aðeins um 13 prósent eru stolt af því sem er að gerast. Flestir, eða 65 prósent, segjast þó hafa áhuga á kosningunum og 23 prósent segjast spennt. Þetta kemur fram í skoðanakönnun, sem bandaríska fréttastofan AP lét gera í samvinnu við NORC-rannsóknarstofnunina við Chicago-háskóla. AP segir þetta sýna breiðan stuðning við kröfur Bernie Sanders um að breytingar verði gerðar á forkosninga- og útnefningarferlinu öllu. Athygli vekur að nærri helmingur demókrata telur að framboð Sanders hafi góð áhrif á Demókrataflokkinn, en einungis þriðjungur repúblikana telur að framboð Donalds Trump hafi góð áhrif á Repúblikanaflokkinn. Þá segja 29 prósent demókrata að þeirra eigin flokkur sé ekki nógu opinn fyrir nýjum hugmyndum, en um 46 prósent repúblikana segja hið sama um Repúblikanaflokkinn. Almennt vilja kjósendur opnar forkosningar frekar en lokaðar, þeir vilja forkosningar frekar en kjörfundi og svo hafa þeir litla trú á ofurfulltrúunum svonefndu, sem ráða miklu um niðurstöðuna. Þá sýnir könnunin einnig að almennt hafa Bandaríkjamenn litla trú á opinberum stofnunum. Mest er traustið reyndar í garð hersins, því 56 prósent segjast hafa mikla trú á honum. Hins vegar segjast aðeins fjögur prósent hafa mikla trú á þinginu og tíu prósent segjast hafa mikla trú á bandaríska stjórnmálakerfinu. Nærri því fjörutíu prósent segja tveggja flokka kerfið, sem tryggt hefur Demókrataflokknum og Repúblikanaflokknum öll völd í Bandaríkjunum, vera meingallað. Einungis þrettán prósent eru sátt við þetta tveggja flokka kerfi, en fimmtíu prósent segja kerfið vera gallað, en þó ekki svo mjög að ekki megi bæta þar úr. Könnunin var gerð 12. til 15. maí í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump búinn að ná meirihluta Nánast öruggt þykir að hann muni komast hjá miklum deilum á flokksþingi Repúblikana í júlí. 26. maí 2016 14:58 Segir ólöglega innflytjendur fá betri meðferð en hermenn Donald Trump forsetaefni Reúpblíkanaflokksins mætti á samkomu mótorhjólaeiganda í Washington í dag. 29. maí 2016 23:09 Baðst afsökunar á því að ýja að því að Trump væri með lítið typpi Marco Rubio sér eftir ummælunum og segir þau ekki endurspegla sinn innri mann. 29. maí 2016 14:46 Mótmælendur og stuðningsmenn Trump tókust á 35 voru handteknir eftir kosningafund forsetaframbjóðandans í Sand Diego. 28. maí 2016 09:06 Trump í vanda vegna vafasamra viðskipta FL Group Fimmtíu milljón dollara fjárfesting FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007 gæti reynst forsetaframbjóðandanum Donald Trump erfiður ljár í þúfu. 26. maí 2016 15:42 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Bandaríkjamönnum þykir margt athugavert við hið ógnarlanga ferli við val forsetaefna Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins. Um 70 prósent Bandaríkjamanna eru pirruð á skipulaginu sem flokkarnir tveir hafa við val á forsetaefnum sínum, rúmlega helmingur þeirra er hreinlega reiður en aðeins um 13 prósent eru stolt af því sem er að gerast. Flestir, eða 65 prósent, segjast þó hafa áhuga á kosningunum og 23 prósent segjast spennt. Þetta kemur fram í skoðanakönnun, sem bandaríska fréttastofan AP lét gera í samvinnu við NORC-rannsóknarstofnunina við Chicago-háskóla. AP segir þetta sýna breiðan stuðning við kröfur Bernie Sanders um að breytingar verði gerðar á forkosninga- og útnefningarferlinu öllu. Athygli vekur að nærri helmingur demókrata telur að framboð Sanders hafi góð áhrif á Demókrataflokkinn, en einungis þriðjungur repúblikana telur að framboð Donalds Trump hafi góð áhrif á Repúblikanaflokkinn. Þá segja 29 prósent demókrata að þeirra eigin flokkur sé ekki nógu opinn fyrir nýjum hugmyndum, en um 46 prósent repúblikana segja hið sama um Repúblikanaflokkinn. Almennt vilja kjósendur opnar forkosningar frekar en lokaðar, þeir vilja forkosningar frekar en kjörfundi og svo hafa þeir litla trú á ofurfulltrúunum svonefndu, sem ráða miklu um niðurstöðuna. Þá sýnir könnunin einnig að almennt hafa Bandaríkjamenn litla trú á opinberum stofnunum. Mest er traustið reyndar í garð hersins, því 56 prósent segjast hafa mikla trú á honum. Hins vegar segjast aðeins fjögur prósent hafa mikla trú á þinginu og tíu prósent segjast hafa mikla trú á bandaríska stjórnmálakerfinu. Nærri því fjörutíu prósent segja tveggja flokka kerfið, sem tryggt hefur Demókrataflokknum og Repúblikanaflokknum öll völd í Bandaríkjunum, vera meingallað. Einungis þrettán prósent eru sátt við þetta tveggja flokka kerfi, en fimmtíu prósent segja kerfið vera gallað, en þó ekki svo mjög að ekki megi bæta þar úr. Könnunin var gerð 12. til 15. maí í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump búinn að ná meirihluta Nánast öruggt þykir að hann muni komast hjá miklum deilum á flokksþingi Repúblikana í júlí. 26. maí 2016 14:58 Segir ólöglega innflytjendur fá betri meðferð en hermenn Donald Trump forsetaefni Reúpblíkanaflokksins mætti á samkomu mótorhjólaeiganda í Washington í dag. 29. maí 2016 23:09 Baðst afsökunar á því að ýja að því að Trump væri með lítið typpi Marco Rubio sér eftir ummælunum og segir þau ekki endurspegla sinn innri mann. 29. maí 2016 14:46 Mótmælendur og stuðningsmenn Trump tókust á 35 voru handteknir eftir kosningafund forsetaframbjóðandans í Sand Diego. 28. maí 2016 09:06 Trump í vanda vegna vafasamra viðskipta FL Group Fimmtíu milljón dollara fjárfesting FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007 gæti reynst forsetaframbjóðandanum Donald Trump erfiður ljár í þúfu. 26. maí 2016 15:42 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Trump búinn að ná meirihluta Nánast öruggt þykir að hann muni komast hjá miklum deilum á flokksþingi Repúblikana í júlí. 26. maí 2016 14:58
Segir ólöglega innflytjendur fá betri meðferð en hermenn Donald Trump forsetaefni Reúpblíkanaflokksins mætti á samkomu mótorhjólaeiganda í Washington í dag. 29. maí 2016 23:09
Baðst afsökunar á því að ýja að því að Trump væri með lítið typpi Marco Rubio sér eftir ummælunum og segir þau ekki endurspegla sinn innri mann. 29. maí 2016 14:46
Mótmælendur og stuðningsmenn Trump tókust á 35 voru handteknir eftir kosningafund forsetaframbjóðandans í Sand Diego. 28. maí 2016 09:06
Trump í vanda vegna vafasamra viðskipta FL Group Fimmtíu milljón dollara fjárfesting FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007 gæti reynst forsetaframbjóðandanum Donald Trump erfiður ljár í þúfu. 26. maí 2016 15:42