Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2016 08:00 Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnesota í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn hafði verið stöðvaður þar sem hann var í bíl með kærustu sinni og fjögurra ára dóttur hennar. Hann er sagður hafa tilkynnt lögregluþjóninum að hann væri með vopn sem hann væri með leyfi fyrir áður en hann var skotinn. Seinna meir má heyra að lögregluþjónninn blótar mikið og virðist hann í verulegu uppnámi. Hann biður konuna um að vera með hendurnar sýnilegar, en mótmælir myndatökunni ekki. Philando Castile var skotinn fjórum sinnum inn um glugga bílsins. Kærasta Castile fór í beina útsendingu á Facebook um leið og hann varð fyrir skotum, en myndbandið af atvikinu hefur vakið mikla reiði. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem að þeldökkur maður er skotinn til bana af lögreglu. Meðfylgjandi myndband CNN, þar sem búið er að skeita saman myndbönd af vattvangi, er ekki fyrir viðkvæma og gæti vakið óhug. Samkvæmt CBS Minnesota var Castile úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Kærastan Diamond Reynolds, segir í mynbandinu, að þau hafi verið stöðvðuð vegna þess að ljós á bílnum hafi ekki virkað. Lögregluþjónninn hafi beðið Castile um öku- og skráningarskírteini. Hún segir að á meðan hann hafi teygt sig eftir veski sínu hafi hann tilkynnt lögreglunni að hann væri vopnaður og hann hefði leyfi fyrir byssunni. Þá hafi han verið skotinn fjórum sinnum. Á einum tímapuntki öskrar lögregluþjónn að hann hefði sagt Castile að teygja sig ekki í vopnið og að sýna hendurnar. Reynolds sagði þá við hann að hann hefði skipað Castile að sækja skírteinið sitt. Í gær fór myndband af því þegar lögreglan í Baton Rouge skaut Alton Sterling til bana. Hundruð mótmæltu þar í nótt, aðra nóttina í röð. Myndband af atvikinu þykir sýna að lögreglan hafi ekki skotið manninn í sjálfsvörn því á myndbandinu sést hvernig annar lögreglumaðurinn heldur manninum niðri á meðan hinn skýtur hann nokkrum sinnum í brjóstkassann. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnesota í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn hafði verið stöðvaður þar sem hann var í bíl með kærustu sinni og fjögurra ára dóttur hennar. Hann er sagður hafa tilkynnt lögregluþjóninum að hann væri með vopn sem hann væri með leyfi fyrir áður en hann var skotinn. Seinna meir má heyra að lögregluþjónninn blótar mikið og virðist hann í verulegu uppnámi. Hann biður konuna um að vera með hendurnar sýnilegar, en mótmælir myndatökunni ekki. Philando Castile var skotinn fjórum sinnum inn um glugga bílsins. Kærasta Castile fór í beina útsendingu á Facebook um leið og hann varð fyrir skotum, en myndbandið af atvikinu hefur vakið mikla reiði. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem að þeldökkur maður er skotinn til bana af lögreglu. Meðfylgjandi myndband CNN, þar sem búið er að skeita saman myndbönd af vattvangi, er ekki fyrir viðkvæma og gæti vakið óhug. Samkvæmt CBS Minnesota var Castile úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Kærastan Diamond Reynolds, segir í mynbandinu, að þau hafi verið stöðvðuð vegna þess að ljós á bílnum hafi ekki virkað. Lögregluþjónninn hafi beðið Castile um öku- og skráningarskírteini. Hún segir að á meðan hann hafi teygt sig eftir veski sínu hafi hann tilkynnt lögreglunni að hann væri vopnaður og hann hefði leyfi fyrir byssunni. Þá hafi han verið skotinn fjórum sinnum. Á einum tímapuntki öskrar lögregluþjónn að hann hefði sagt Castile að teygja sig ekki í vopnið og að sýna hendurnar. Reynolds sagði þá við hann að hann hefði skipað Castile að sækja skírteinið sitt. Í gær fór myndband af því þegar lögreglan í Baton Rouge skaut Alton Sterling til bana. Hundruð mótmæltu þar í nótt, aðra nóttina í röð. Myndband af atvikinu þykir sýna að lögreglan hafi ekki skotið manninn í sjálfsvörn því á myndbandinu sést hvernig annar lögreglumaðurinn heldur manninum niðri á meðan hinn skýtur hann nokkrum sinnum í brjóstkassann.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira