Pólitískum metnaði fullnægt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. júlí 2016 07:00 Nigel Farage var kampakátur þegar ljóst varð að Bretar hefðu samþykkt Brexit. Nordicphotos/AFP Nigel Farage tilkynnti í gær að hann myndi hætta sem formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP). Í viðtali við BBC sagðist Farage ætla að hætta núna þar sem pólitískum metnaði hans hafði verið fullnægt auk þess sem flokkur hans stæði vel. Vísaði hann þar til þess að Bretar kusu að skilja sig frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveimur vikum, svokallað Brexit. Farage hafði sjálfur barist fyrir Brexit í um tuttugu ár. „Á meðan kosningabaráttan stóð sagðist ég vilja fá landið mitt til baka. Nú vil ég fá líf mitt til baka,“ sagði Farage í gær. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Farage segir af sér formennsku en það hefur hann gert tvisvar áður. Hann var fyrst kosinn til formennsku árið 2006 og sinnti því embætti til 2009. Hann sneri aftur fyrir þingkosningar árið 2010 og sagði af sér eftir að hafa ekki náð inn á þing árið 2015. Þrátt fyrir að hafa fengið um þrettán prósent atkvæða fékk flokkur hans aðeins eitt þingsæti af 650. Á meðan fékk Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) 4,7 prósent atkvæða en 56 þingsæti. Farage dró þó afsögn sína til baka fljótlega í það skiptið og sneri aftur til að berjast fyrir Brexit. Farage hefur gegnt þingmennsku á Evrópuþinginu frá árinu 1999 en búist er við því að hann láti einnig af því embætti innan skamms þar sem Bretar hyggjast yfirgefa Evrópusambandið og munu því ekki eiga nein sæti á þingi þess. Skrautlegum ferli Farage í stjórnmálum virðist því vera að ljúka en hann útilokaði í gær að hann myndi snúa aftur í stjórnmál. Þó sagðist hann geta hugsað sér að sitja í samninganefnd Bretlands þegar samið verður um skilmála útgöngunnar. Enginn meðlima UKIP greip gæsina í gær og lýsti yfir formannsframboði. Þá útilokaði eini þingmaður UKIP, Douglas Carswell, formannsframboð. „Líkurnar á því eru á milli þess að vera engar og núll,“ sagði Carswell við BBC en hann setti mynd af broskalli á Twitter um leið og Farage tilkynnti um áform sín. Ósætti hefur verið á milli Farage og Carswells undanfarið vegna þess hvernig flokknum hefur verið stýrt en þeir sammæltust þó í gær um að helsta sóknarfæri flokksins lægi í því að sækja í kjósendur Verkamannaflokksins.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Nigel Farage tilkynnti í gær að hann myndi hætta sem formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP). Í viðtali við BBC sagðist Farage ætla að hætta núna þar sem pólitískum metnaði hans hafði verið fullnægt auk þess sem flokkur hans stæði vel. Vísaði hann þar til þess að Bretar kusu að skilja sig frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveimur vikum, svokallað Brexit. Farage hafði sjálfur barist fyrir Brexit í um tuttugu ár. „Á meðan kosningabaráttan stóð sagðist ég vilja fá landið mitt til baka. Nú vil ég fá líf mitt til baka,“ sagði Farage í gær. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Farage segir af sér formennsku en það hefur hann gert tvisvar áður. Hann var fyrst kosinn til formennsku árið 2006 og sinnti því embætti til 2009. Hann sneri aftur fyrir þingkosningar árið 2010 og sagði af sér eftir að hafa ekki náð inn á þing árið 2015. Þrátt fyrir að hafa fengið um þrettán prósent atkvæða fékk flokkur hans aðeins eitt þingsæti af 650. Á meðan fékk Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) 4,7 prósent atkvæða en 56 þingsæti. Farage dró þó afsögn sína til baka fljótlega í það skiptið og sneri aftur til að berjast fyrir Brexit. Farage hefur gegnt þingmennsku á Evrópuþinginu frá árinu 1999 en búist er við því að hann láti einnig af því embætti innan skamms þar sem Bretar hyggjast yfirgefa Evrópusambandið og munu því ekki eiga nein sæti á þingi þess. Skrautlegum ferli Farage í stjórnmálum virðist því vera að ljúka en hann útilokaði í gær að hann myndi snúa aftur í stjórnmál. Þó sagðist hann geta hugsað sér að sitja í samninganefnd Bretlands þegar samið verður um skilmála útgöngunnar. Enginn meðlima UKIP greip gæsina í gær og lýsti yfir formannsframboði. Þá útilokaði eini þingmaður UKIP, Douglas Carswell, formannsframboð. „Líkurnar á því eru á milli þess að vera engar og núll,“ sagði Carswell við BBC en hann setti mynd af broskalli á Twitter um leið og Farage tilkynnti um áform sín. Ósætti hefur verið á milli Farage og Carswells undanfarið vegna þess hvernig flokknum hefur verið stýrt en þeir sammæltust þó í gær um að helsta sóknarfæri flokksins lægi í því að sækja í kjósendur Verkamannaflokksins.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira